Sá ekki til sólar í fjármálum en stefnir nú á skuldleysi fyrir fimmtugt Kolbeinn Marteinsson, framkvæmdastjóri og einn eigenda samskipta- og almannatengslafyrirtækisins Athygli, segist hafa tekið fjármálin í gegn eftir að hafa komist í hann krappan eftir bankahrunið árið 2008 en þá féllu á hann ábyrgðir vegna fyrirtækjareksturs og skulda sem margfölduðust vegna verðbólgu á eftirhrunsárunum. 7.1.2021 08:00
Jóhannes í Postura dæmdur í fimm ára fangelsi Jóhannes Tryggvi Sveinbjörnsson, sem hefur sérhæft sig í meðferð við ýmsum stoðkerfisvandamálum, hefur verið dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir að hafa nauðgað fjórum konum á meðferðarstofu sinni á árunum 2009 eða 2010, 2010 eða 2011, 2011 og 2015. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness rétt í þessu. 6.1.2021 12:56
Davíð Þorláksson nýr framkvæmdastjóri Betri samgangna Davíð Þorláksson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri opinbera hlutafélagsins Betri samgangna. Þetta kemur fram í tilkynningu. Stofnað var til Betri samgangna til að hrinda í framkvæmd uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu. 5.1.2021 13:04
Amma og afi Liverpool-aðdáanda 104 milljónum króna ríkari Hjón á Selfossi sem keyptu lottómiða í Krambúðinni á Selfossi eru 104 milljónum króna ríkari. Þau unnu sexfaldan vinning í Lottóinu á öðrum degi jóla. Potturinn fór óskiptur til hjónanna. 5.1.2021 11:52
Kennari sakaður um kynferðislega áreitni og ruddalegt athæfi gagnvart stúlku Karlmaður á Norðurlandi eystra hefur verið ákærður af Embætti héraðssaksóknara fyrir kynferðisbrot gegn barni og barnaverndarlagabrot á árunum 2017 og 2018. Í ákærunni á hendur manninum segir að barnið hafi verið nemandi hans. 5.1.2021 11:06
Manndrápsmál fellt niður vegna andláts ákærða Manndrápsmál á hendur karlmanni um þrítugt sem ákærður var fyrir að myrða móður sína og stinga sambýlismann hennar í Hafnarfirði í apríl í fyrra verður formlega fellt niður í Héraðsdómi Reykjaness á næstunni. Ástæðan er sú að ákærði er látinn. 5.1.2021 10:40
Mest fjölgun í Reykjavík en hlutfallslega í Fljótsdalshreppi Íbúum Reykjavíkurborgar fjölgaði um 2.133 á þrettán mánaða tímabilinu frá 1. desember 2019 til 1. janúar 2021. Það sveitarfélag sem kemur næst var Garðabær en þar fjölgaði íbúum um 768 á sama tímabili og íbúum Mosfellsbæjar fjölgaði um 519 íbúa. 4.1.2021 16:19
Útför Jónínu Benediktsdóttur streymt vegna samkomutakmarkanna Útför Jónínu Benediktsdóttur, íþróttafræðings og frumkvöðuls, var gerð frá Digraneskirkju í dag. Vegna samkomutakmarkana ákváðu aðstandendur að streyma jarðarförinni. 4.1.2021 12:15
Svona var 150. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar klukkan 11:00 í dag. Um er að ræða fyrsta upplýsingafundinn á nýju ári. 4.1.2021 10:21
Heilbrigðisstarfsmaðurinn maður ársins 2020 Heilbrigðisstarfsmaðurinn er maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Niðurstaðan var kynnt í Reykjavík árdegis í morgun. Niðurstaðan var afgerandi en af tæplega 25 þúsund atkvæðum fékk heilbrigðisstarfsmaðurinn tvöfalt fleiri en næsti maður eða 8965 atkvæði. 31.12.2020 10:58