Svipti sig lífi eftir vitnisburð um greiðslu undirheimamanns til lögreglufulltrúa Þrítugur karlmaður sem tjáði lögreglumönnum að hann hefði orðið vitni að óeðlilegum samskiptum undirheimamanns og lögreglufulltrúa fór með þær upplýsingar til lögreglumanna á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglumennirnir mátu frásögn hans trúverðuga og fóru á fund yfirmanns fíkniefnadeildar. Viðbrögð hans voru að bera ásakanirnar beint upp á lögreglufulltrúann án þess að taka þær fyrst til skoðunar. Karlmaðurinn þrítugi svipti sig lífi skömmu síðar. 13.1.2021 09:00
Skúli í Subway sýknaður Skúli Gunnar Sigfússon, oft kenndur við skyndibitastaðinn Subway, var í dag sýknaður af ákæru fyrir millifærslur af bankareikningi félags sem stefndi í gjaldþrot. Tveir til viðbótar voru sýknaðir af ákæru héraðssaksóknara í málinu. 12.1.2021 15:54
Kólus innkallar Risaþrista Sælgætisframleiðandinn Kólus hefur ákveðið að innkalla Sambó Ristaþrist í fimmtíu gramma umbúðum. Ástæðan er sögð sú að aukabragð hafi borist úr plastumbúðum í vöruna. Talið er mögulegt að tilvikin geti verið fleiri að því er segir í tilkynningu frá Kólus. 11.1.2021 16:35
Rúmlega tuttugu ára sögu Café Bleu lokið Kaffihúsinu Café Bleu, sem starfrækt hefur verið í Kringlunni frá árinu 1999, hefur verið lokað. Eigendur kaffihússins segjast sjá á eftir fjölmörgum fastakúnnum en tími hafi verið kominn á breytingar. Nýr veitingastaður verður opnaður í rýminu að loknum framkvæmdum. 11.1.2021 13:48
Farsóttarhúsið við Rauðarárstíg fullt og nýtt opnað Farsóttarhúsið við Rauðarárstíg í Reykjavík er orðið fullt. Síðasta herbergið var fyllt í morgun og verður annað farsóttarhús opnað á höfuðborgarsvæðinu í dag. Þetta kom fram í máli Gylfa Þórs Þorsteinssonar, umsjónarmanns sóttvarnahússins, á upplýsingafundi almannavarna og Embættis landlæknis í morgun. 11.1.2021 11:41
Kvöldfréttir Stöðvar 2 verða framvegis fyrir áskrifendur Stöð 2 verður hrein áskriftarstöð frá og með 18. janúar. Frá og með þeim tíma verður kvöldfréttatími Stöðvar 2 aðeins aðgengilegur áskrifendum. Sama gildir um Sportpakkann, Ísland í dag og annað fréttatengt efni sem hefur verið í opinni dagskrá. 11.1.2021 11:25
Svona var 152. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til hefðbundins upplýsingafundar á mánudagi klukkan 11 í dag. 11.1.2021 10:16
„Langstærsti fíkniefnabaróninn á Íslandi“ einnig upplýsingagjafi um árabil Rúmlega fertugur karlmaður sem rannsóknarlögreglumenn grunar að hafi verið stórtækur í fíkniefnaheiminum í vel á annan áratug, var einn helsti upplýsingagjafi lögreglu um árabil. Þetta kemur fram í rannsóknargögnum lögreglu sem lekið var á netið og til fjölmiðla á föstudag. Einn lögreglumaður segir upplýsingagjafann „langstærsta fíkniefnabaróninn á Íslandi“. 10.1.2021 12:00
Dómur í tólf ára nauðgunarmáli ekki birtur að ósk brotaþola Héraðsdómur Reykjavíkur mun ekki birta niðurstöðu í nauðugnarmáli á vef sínum. Dómari í málinu vísar til reglna um birtingu dóma á vef dómstólasýslunnar og beiðni brotaþola í málinu. 10.1.2021 09:01
Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum okkar fjöllum við meðal annars um vont veður á stórum hluta landsins og farþegaflugvél frá Indónesíu sem horfinn er af radarmælum. 9.1.2021 11:56