Haukur kveður íþróttafréttamennskuna Haukur Harðarson íþróttafréttamaður hjá Ríkisútvarpinu er horfinn af skjánum í bili að minnsta kosti. Haukur hefur tekið við starfi sem sérfræðingur í miðlun og þróun hjá Samkeppniseftirlitinu. 22.6.2021 13:10
Útför Johns Snorra frá Vídalínskirkju Útför Johns Snorra Sigurjónssonar fjallgöngumanns verður frá Vídalínskirkju í Garðabæ klukkan 13 í dag. 22.6.2021 12:54
Bein útsending: Framtíð íslensks sjávarútvegs og fiskeldis Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, boðar til ráðstefnu klukkan 13 í dag um framtíð íslensks sjávarútvegs og fiskeldis. 22.6.2021 12:15
Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum fjöllum við um skráningu Íslandsbanka í Kauphöllina en bankinn var hringdur inn í Kauphöllina í dag. Þar með er komin kona í forstjórahópinn. 22.6.2021 11:54
Sunneva svarar fyrir sig Sunneva Ása Weishappel, leikmyndahönnuður sjónvarpsþáttanna Kötlu sem eru í sýningu á Netflix, segir Arnar Orra Bjarnason, framkvæmdastjóra Irmu studio, vega að sér opinberlega í nýlegri Facebook-færslu. Um leið vinnu hennar, hugmyndum og hæfileikum. Hún geti því ekki annað en svarað fyrir sig. 22.6.2021 11:09
Ríkið sýknað af milljónakröfu Sigurðar G. í skattamáli Hæstaréttarlögmaðurinn Sigurður G. Guðjónsson beið lægri hlut í dómsmáli sem hann höfðaði á hendur íslenska ríkinu vegna úrskurðar ríkisskattstjóra frá 2018 vegna vangoldinna skatta. Sigurður krafðist rúmlega 25 milljóna króna auk dráttarvaxta en héraðsdómur sýknaði íslenska ríkið af kröfunni. 21.6.2021 14:27
Enginn greindist með Covid-19 um helgina Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands föstudag, laugardag eða sunnudag. Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á síðunni Covid.is. 21.6.2021 10:52
Sýknaður í Landsrétti eftir sextán ára dóm í héraði Lithái á sextugsaldri hefur verið sýknaður af ákæru fyrir að hafa banað landa sínum á svipuðu reki í Úlfarsárdal þann 8. desember 2019. Karlmaðurinn, Arturas Leimontas, var sakfelldur fyrir manndráp í héraðsdómi í janúar og dæmdur í sextán ára fangelsi. 18.6.2021 15:46
Smitten fær 330 milljóna fjármögnun til útrásar í Evrópu Stefnumótaappið Smitten hefur fengið byr undir báða vængi fyrir útrás til Evrópu eftir að hafa lokað 330 milljóna króna fjármögnun. Stofnandi Smitten segir 25 þúsund Íslendinga hafa sótt appið og nokkur þúsund noti það á hverjum einasta degi, að stærstum hluta fólk undir þrítugu. 18.6.2021 11:34
Eyddu 220 milljörðum á ferð sinni um Ísland árið 2020 Hlutur ferðaþjónustu í landsframleiðslu nam 3,9% árið 2020 samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum ferðaþjónustureikninga, samanborið við 8% árið 2019. Þetta kemur fram á vef Hagstofu Íslands. 18.6.2021 10:47