Fréttastjóri

Kolbeinn Tumi Daðason

Kolbeinn Tumi er fréttastjóri fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Loka Sundhöll Selfoss vegna skorts á heitu vatni

Sundhöll Selfoss hefur verið lokað í ótilgreindan tíma. Ástæðan er heitavatnsskortur í kjölfar eldsvoða sem varð í rafmagnsskáp í einni af borholum Selfossveitna í Þorleifskoti.

Algjör tilviljun að byssukúlurnar höfnuðu ekki í sex ára snáða og föður

Tilviljun ein réð því að byssukúlur hæfðu ekki feðga í bíl við Miðvang í Hafnarfirði í júní. Byssumaðurinn, karlmaður á sjötugsaldri, var fundinn sekur um tilraun til manndráps en metinn ósakhæfur enda fullur af ranghugmyndum á gjörningarstundu. Hann þarf að sæta öryggisgæslu á viðeigandi stofnun.

Brynja fær íbúð en óttast einangrun á Ásbrú

Brynja Hrönn Bjarnadóttir, 65 ára öryrki sem fékk 30 prósenta hækkun á leiguverði í hausinn frá leigufélaginu Ölmu, flytur eftir tvær vikur úr Reykjavík á Ásbrú. Hún er þakklát að vera komin með nýja íbúð en kvíðir einangrun á Suðurnesjum enda geti hún ekki ekið bíl sjálf.

Fram­kvæmda­stjóri Ölmu í felum og neitar að svara spurningum

Framkvæmdastjóri leigufélagsins Ölmu hefur ekki viljað ræða við fréttastofu vegna nýlegrar hækkunar á leigu öryrkja sem leigt hefur íbúð hjá félaginu undanfarin ár. Fjármálaráðherra segir hækkunina óforsvaranlega og formaður VR hefur kallað eftir neyðarlögum á leigufélög.

Gekk vel að slökkva eldinn í Skorradal

Slökkviliðsmönnum í Borgarbyggð gekk mjög vel að slökkva eld sem kviknaði í sumarbústað í Skorradal í morgun. Bjarni Kristinn Þorsteinsson, slökkviliðsstjóri í Borgarbyggð, segir áhöfn fyrsta bílsins sem mætti á vettvang hafa verið fljóta að ná tökum á eldinum.

Fóru of­fari við lög­legar upp­sagnir og greiða starfs­mönnum bætur

Stéttarfélagið Efling hefur verið dæmt til að greiða þremur fyrrverandi starfsmönnum félagsins samanlagt tæplega þrjár milljónir króna auk málskostnaðar. Dómurinn mat uppsagnir þeirra árið 2018 lögmætar en Efling væri þó skaðabótaskyld vegna bágrar framkomu gagnvart starfsmönnunum þremur.

Steinunn Ása heiðruð með Kær­leiks­kúlunni

Tuttugasta Kærleikskúlan sem Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra gefur út var afhjúpuð við hátíðlega athöfn. Ár hvert velur Styrktarfélagið handhafa Kærleikskúlunnar, einhvern sem hefur með verkum sínum breytt viðhorfum og bætt líf samborgara sinna og samfélag, vakið athygli á mikilvægum gildum og sjálfsögðum réttindum.

Sjá meira