Með miklar fjárhagsáhyggjur og sitja eftir ein án samnings Tveir þriðju félagsfólks Eflingar með undir 500 þúsund krónur í mánaðarlaun er með miklar fjárhagsáhyggjur. Yfir þriðjungur allra Eflingarfélaga hafa þurft að leita sér aðstoðar vegna bágrar fjárhagsstöðu og fjórðungur gerði það hjá vinum eða ættingum. Margir eiga í erfiðleikum með afborganir lána. 13.12.2022 14:52
Krefur Orku náttúrunnar um 125 milljónir króna Áslaug Thelma Einarsdóttir, sem Orka náttúrunnar braut gegn með uppsögn árið 2018, krefst 125 milljóna króna í skaða- og miskabætur. Hún hafði áður hafnað boði fyrirtækisins um 13,6 milljónir króna í bætur. 13.12.2022 12:42
Goðsögnin Maggi Pé fallin frá Magnús Vignir Pétursson, kaupmaður og milliríkjadómari í bæði handbolta og knattspyrnu, lést föstudaginn 9. desember 89 ára gamall. 13.12.2022 10:07
Bókari á heimili fyrir þroskahamlaða ákærður fyrir fjárdrátt Launafulltrúi og bókari Skálatúns í Mosfellsbæ hefur verið ákærður fyrir fjárdrátt. Honum er gefið að sök að hafa dregið sér rúmlega ellefu milljónir króna yfir níu ára tímabil. Málið er til meðferðar hjá Héraðsdómi Reykjaness. 12.12.2022 16:54
Eros Ramazzotti heldur tónleika í Laugardalshöll Stórstjarnan ítalska Eros Ramazzotti er á leiðinni til Íslands. Hann heldur tónleika í Laugardalshöll þann 26. ágúst á næsta ári. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Nordic Live Events. 12.12.2022 16:08
Hussein kominn til landsins og fagnaði sigri í héraðsdómi Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að úrskurður kærunefndar útlendingamála sem synjaði Hussein Hussein, hælisleitanda frá Írak, og fjölskyldu hans um endurupptöku á hælisumsókn hafi byggst á ólögmætum rökum. Felldi hann úrskurðinn úr gildi. 12.12.2022 15:06
Ragnar Þór mætti hvorki í hópmyndatöku né gaf kost á viðtölum Það vakti athygli í Karphúsinu að lokinni undirritun kjarasamning SA við VR, LÍV og samflot iðnaðar- og tæknimanna að Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, mætti ekki í myndatöku með öðrum forystusauðum sem staðið hafa í ströngu í samningaviðræðum. 12.12.2022 14:30
Boða til blaðamannafundar í Ráðherrabústaðnum klukkan hálf þrjú Forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og innviðaráðherra hafa boðað til blaðamannafundar í klukkan hálf þrjú í dag þar sem kynnt verður yfirlýsing stjórnvalda í tengslum við kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. 12.12.2022 11:57
Heitu pottarnir og laugin á Selfossi enn lokuð Selfyssingar og fastagestir í Sundhöll Selfoss bíða enn eftir því að geta komist aftur í sund. Stefnt er á að opna innisvæðið í lauginni á morgun. Óvíst er hvenær fólk kemst aftur í heitu pottana. 12.12.2022 10:19
Maraþonfundur hjá sáttasemjara stendur enn Enn einn daginn er fundað fram á kvöld í kjaradeilu Samtaka Atvinnulífsins við VR, LÍV og samflot iðn- og tæknifólks. Samkvæmt heimildum fréttastofu er allt eins líklegt að fundað verði áfram inn í nóttina. 11.12.2022 22:54
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið