Efling fresti ekki aðgerðum nema eitthvað bitasætt verði lagt á borð Fulltrúar Eflingar og Samtaka atvinnulífsins mættu til fundar hjá ríkissáttasemjara upp úr klukkan tíu í morgun. Enn er óljóst hvort af eiginlegum samningaviðræðum verði þar sem viðræður komust aldrei á það stig í gær. 16.2.2023 10:16
Stóra kókaínmálið sem fjölmiðlar mega alls ekki fjalla um strax Dómþing skal háð í heyranda hljóði. Það er meginreglan í íslensku réttarfari eins og fram kemur skýrt í stjórnarskránni. Tæplega fjórar vikur eru liðnar síðan sakborningar í stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar gáfu skýrslu. Ekkert hefur verið fjallað um sjónarmið þeirra. Hvers vegna? 16.2.2023 09:00
Algjörlega óljóst hvort Efling og SA geti hafið kjaraviðræður á ný Ástráður Haraldsson, settur sáttasemjari í kjaraviðræðum Eflingar og Samtaka atvinnulífsins, segir að ekki hafi enn tekist að finna leið til að geta komið á efnislegum samningsviðræðum milli aðila. Fundarhlé var gert klukkan fimm í dag og stendur til klukkan átta. 15.2.2023 17:16
Vill miklu meiri launahækkun en þá sem Efling berjist fyrir Starfsmaður Berjaya Iceland hotel og félagskona hjá Eflingu vill mun hærri launahækkun en þá sem Efling berst nú fyrir í samningaviðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins. Þetta kom fram í máli hennar í Norðurljósasal Hörpu í dag. 15.2.2023 15:37
Svona er staðan á bensínstöðvunum Olíufyrirtækið N1 hefur lokað fyrir afgreiðslu á bensíni eða dísel á nokkrum stöðvum á suðvesturhorninu. Tankar eru víða að tæmast. 15.2.2023 14:33
Landsmenn minntir á strangar reglur er varða geymslu á bensíni Umhverfisstofnun minnir landsmenn á að olíu skal meðhöndla með varúð og gæta þess að hún komist ekki með neinum hætti út í jarðveg, niðurföll, frárennslislagnir, vatnsföll eða aðra staði þar sem hún getur dreifst um og valdið mengun. 15.2.2023 13:45
Flestir vantreysta Eflingu samkvæmt nýrri könnun Helmingur landsmanna telur fulltrúa Eflingar hafa staðið sig illa í yfirstandandi kjaradeilu. Þar munar mestu um kjósendur Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks auk þeirra sem hæst laun hafa í landinu. 14.2.2023 16:06
Tilnefningar til Íslensku hljóðbókaverðlaunanna Þrjátíu hljóðbækur eru tilnefndar í sex flokkum til Íslensku hljóðbókaverðlaunanna, Storytel Awards 2023. Verðlaunahátíðin er árlegur viðburður þar sem hljóðbókaunnendur og framleiðendur fagna saman útgáfu vönduðustu hljóðbóka undangengins árs. 14.2.2023 14:28
Annar tankurinn sprakk og minnti á jarðskjálfta Sprengingin mikla sem varð á bensínstöð Olís við Álfheima eftir hádegið í gær kom frá bílnum sem stóð við metandælu á stöðinni. Þar sem sprengingin er ekki talin tengjast dælunni og bensínstöðinni hefur vinnueftirlitið ekki lengur aðkomu að rannsókn málsins. Þetta herma heimildir fréttastofu. 14.2.2023 09:16
Aðalsteinn vill stíga til hliðar í deilu SA og Eflingar Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari hefur lagt til við félags- og vinnumarkaðsráðherra að hann stígi til hliðar sem sáttasemjari í deilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Hann segir persónuna alltaf bera að víkja fyrir málefninu. 13.2.2023 17:13