Fréttastjóri

Kolbeinn Tumi Daðason

Kolbeinn Tumi er fréttastjóri fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Tónninn gjör­breyttist þegar „eiginkonan“ hafði sam­band

Smiður sem tók að sér að smíða fallegan skáp fyrir um hálfa milljón króna tilkynnti kaupanda að vegna heilsufarsbrests gæti hann ekki lokið við verkið eins og samið var um. Þegar kaupandi hafði samband í nafni eiginkonu sinnar og ætlaði að kaupa annað verk tók smiðurinn vel í það erindi.

For­setinn sendir skeyti en mæting afþökkuð

Ekki er gert ráð fyrir aðkomu fulltrúa erlendra ríkja til Danmerkur á sunnudag þegar Margrét Þórhildur Danadrottning lætur krúnuna í hendur Friðriks sonar síns. Forseti Íslands mun þó senda heillaskeyti til Danaveldis.

Urriðakotshraun frið­lýst

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, mun á morgun friðlýsa Urriðakotshraun sem fólkvang. Urriðakotshraun er hluti af Búrfellshrauni sem rann fyrir um 8100 árum.

Unity segir upp 1800 manns

Hugbúnaðarfyrirtækið Unity Software hefur sagt upp 1800 starfsmönnum eða sem nemur um fjórðungi starfsfólks. Þetta kemur fram í tilkynningu félagsins til verðbréfaeftirlits Bandaríkjanna.

Minnast Ibrahims á Shalimar

Ibrahim Shah Uz-Zaman, drengurinn sem lést í hræðilegu slysi á Ásvöllum þann 30. október síðastliðinn, hefði orðið níu ára í dag. Af því tilefni verða uppáhaldsréttir hans á Shalimar í Austurstræti á afmælistilboði.

Dreymdi um líf á Ís­landi en þoldi að­eins ársdvöl

Annabel Fenwick Elliott átti sér draum eftir þriggja daga heimsókn til Íslands að búa hér á landi. Draumurinn rættist en lífið á Íslandi var ekki jafnánægjulegt og hún hafði séð fyrir sér. Glöggt er gests augað segir máltækið og spurning hvort Annabel hafi eitthvað til síns máls varðandi gagnrýni sína á landið.

Yrði skandall og um leið van­virðing við söguna

Fjóla Þorsteinsdóttir sem boðið hefur upp á vel sótta vatnsleikfimitíma fyrir konur undanfarin tólf ár í sundlauginni á Fáskrúðsfirði er meðal íbúa bæjarins sem hafa miklar áhyggjur af því að sundlauginni verði lokað. Starfshópur á vegum Fjarðabyggðar hefur framtíðarskipulag íþróttamannvirkja í sveitarfélaginu til skoðunar.

Brennuvargurinn í Kópa­vogi gengur laus

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki haft hendur í hári karlmanns sem kveikt í fjórum bílum á bílastæði við Smiðjuveg í Kópavogi á laugardagskvöld. Þetta staðfestir Heimir Ríkharðsson lögreglufulltrúi við Vísi.

Ása Inga tekur við af reynsluboltanum Val­geiri

Ása Inga Þorsteinsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Vinnuverndar. Hún tekur við starfinu af Valgeiri Sigurðssyni sem lýkur störfum eftir átján ár í starfi framkvæmdastjóra eða allt frá stofnun Vinnuverndar árið 2005.

Sjá meira