Fréttastjóri

Kolbeinn Tumi Daðason

Kolbeinn Tumi er fréttastjóri fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Brasilísk bomba ber­brjósta við Grindavíkurskilti

Brasilísk brjóstafyrirsæta segist hafa þurft á aðhlynningu að halda á íslensku sjúkrahúsi eftir að hafa berað brjóstin við Grindavíkurskilti á Suðurnesjum. Hún segist elska Ísland og geta hugsað sér að búa hér á landi.

Sprenging í matarinnkaupum á netinu

Íslendingar versluðu mest í erlendri netverslun frá Kína árið 2023 eða fyrir rúmlega sex milljarða króna. Verslun í erlendri vefverslun nam rúmlega helmingi af innlendir vefverslun sem eykst um fimmtung á milli ára. Sprenging hefur orðið í verslun á netinu í dagvöruverslunum.

Fengu af­sökunar­beiðni og sektin verður endur­greidd

Reykjavíkurborg hefur viðurkennt að mistök hafi verið gerð þegar íbúi við Frakkastíg var sektaður fyrir að leggja í eigin innkeyrslu. Dóttir íbúans segir Bílastæðasjóð þurfa að hafa á hreinu fyrir hvað eigi að sekt og hvað ekki.

Eiriksson eignast systur í Grósku

Veitingahjónin Friðgeir Ingi Eiríksson og Sara Dögg Ólafsdóttir ásamt Sveini Þorra Þorvaldssyni og Guðmundi Ragnarssyni hafa ákveðið að opna veitingastaðinn Eiriksdottir í Grósku í Vatnsmýrinni. Staðurinn mun einblína á hádegisverð.

Fyrsta mathöllin handan við hornið á Akur­eyri

Stefnt er á að opna fyrstu mathöllina á Akureyri í maí eða um það leyti þegar ferðamenn streyma í auknum mæli til höfuðstöðvar Norðurlands. Sex veitingastaðir verða í rýminu.

Ekki lengur á Ís­landi til að svara fyrir of­beldi gegn konum

Karlmaður frá Póllandi var dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag fyrir líkamsárás gegn tveimur konum og hótunarbrot. Önnur konan er jafngömul manninum en hin tuttugu árum eldri. Maðurinn var ekki viðstaddur meðferð málsins.

Per­sónu­vernd fær á baukinn og stefnir í milljóna endur­greiðslu

Ríkið þarf að endurgreiða Reykjavíkurborg fimm milljónir króna auk vaxta vegna slapprar stjórnsýslu þegar Persónuvernd sektaði borgina vegna Seesaw-kerfis sem notað var í nokkrum grunnskólum borgarinnar. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur. Kópavogur gæti krafið ríkið um fjögurra milljóna endurgreiðslu.

Sjá meira