Augljóst að frumvarpið hafi ekki verið samið af fagfólki Forstjóri útgerðarfélagsins Brims segir ljóst að frumvarp matvælaráðherra til laga um sjávarútveg hafi ekki verið samið af fagfólki eða aðilum með mikla reynslu og yfirsýn á sviði fiskveiðistjórnunar. Hann vill að frumvarpið verði unnið betur, í samvinnu við þá sem best þekki til, áður en lengra verður haldið. 16.1.2024 10:51
Tæplega fimmtungur þjóðarinnar erlendir ríkisborgarar Tæplega fimmtungur landsmanna sem búsettur er hér á landi er af erlendu bergi brotinn. Þetta sýna nýjar tölur Þjóðskrár sem miðast við 1. desember síðastliðinn. 16.1.2024 10:07
Thelma Björk frá Heimkaupum til Olís Thelma Björk Wilson hefur verið ráðin í starf sviðsstjóra smásölusviðs Olís. Hún mun jafnframt taka sæti í framkvæmdastjórn félagsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Olís. 16.1.2024 09:21
Margþætt ofbeldi yfir tvo daga leiddi manninn til dauða Dagbjört Guðrún Rúnarsdóttir er talin hafa banað tæplega sextugum karlmanni á heimili sínu í Bátavogi í Reykjavík með margþættu ofbeldi í september síðastliðnum. Ákæran hefur verið birt Dagbjörtu og fréttastofa hefur hana undir höndum. 15.1.2024 17:33
Andrés húðskammar Lyfjastofnun Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu gagnrýnir Lyfjastofnun fyrir 8,7 prósenta hækkun á gjaldskrá um áramótin. Allir verði að leggja sitt af mörkum í baráttu við verðbólgu og háa vexti, líka Lyfjastofnun. 15.1.2024 15:02
Vignir Jónasson lést af slysförum í Svíþjóð Vignir Jónasson, hestamaður sem ræktað hefur hesta við góðan orðstír í Svíþjóð, er látinn eftir alvarlegt slys í Laholm í gærkvöldi. Hann var 52 ára gamall. 15.1.2024 13:18
Áhyggjur af fjárhag geti sundrað grindvískum fjölskyldum Gunnar Ólafur Ragnarsson, fjölskyldufaðir í Grindavík, sér ekki fyrir sér að búa aftur í bænum. Þó sé vandfundinn harðari Grindvíkingur en hann sjálfur. Hann kallar eftir aðgerðum ríkisstjórnarinnar enda geti fjárhagsáhyggjur ofan í aðrar áhyggjur sundrað fjölskyldum í Grindavík. 15.1.2024 12:08
Eigandi B5 vill hafa hendur í hári brennuvarga Sverrir Einar Eiríksson, eigandi skemmtistaðarins B5 við Bankastræti og Nýju vínbúðarinnar, hefur heitið 100 þúsund krónum hverjum þeim sem getur komið með traustar ábendingar um hverjir voru að verki í Skipholti sunnudaginn 14. janúar og reyndu að kveikja í Brim hóteli 15.1.2024 11:07
Raunsæi í stað bjartsýni: „Ég býst ekki við því að flytja heim aftur“ Sunna Jónína Sigurðardóttir, íbúi við Efrahóp í Grindavík - götuna þar sem hús hafa orðið hrauninu að bráð, segir kominn tíma til að horfa raunsætt á hlutina og hætta að vera bjartsýn. Hún sér ekki fyrir sér endurkomu til Grindavíkur. 15.1.2024 09:56
Ætla ekki að bjóða upp á útsýnisflug yfir gosið Forsvarsmenn þyrlufyrirtækisins HeliAir Iceland hafa ákveðið að bjóða ekki upp á útsýnisflug á meðan óvissan er mikil varðandi hús og eignir fólks í Grindavík eftir að eldgos hófst í morgun. Hugur fyrirtækisins er hjá Grindvíkingum. 14.1.2024 22:02