Tíska og hönnun

Tíska og hönnun

Allt það nýjasta úr heimi tískunnar og fréttir af sviði hönnunar.

Fréttamynd

Systur hanna fyrir Coke Light

Vörumerkið Coke Light hefur í nokkur ár verið tengt við heimsþekkta hönnuði eins og Karl Lagerfeld og Jean Paul Gaultier en þessir hönnuðir ásamt fleirum eiga það sameiginlegt að hafa hannað útlit á umbúðir Coke Light. Núna eru íslenskar systur, þær Sólveig Ragna Guðmundsdóttir og Gunnhildur Edda Guðmundsdottir sem hanna undir merkinu Shadow Creatures, komnar í hóp þessara hönnuða. Ástæðan er að systurnar hönnuðu nýjar umbúðir Coke Light sem komið er í sölu á Íslandi en varan verður framleidd í takmörkuðu upplagi og verður einungis seld á Íslandi.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Glæsileg á galakvöldi

Kim Kardashian var guðdómleg í kóngabláum síðkjól og með fasta fléttu í hári er hún mætti á galaballi í New York í gær. Með henni var kærastinn Kanye West sem var að sjálfsögðu flottur í tauinu líka.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Í kjól sem minnti á viskustykki

Poppstjarnan Kylie Minogue mætti í heldur sérstökum, köflóttum kjól á Q verðlaunin í London um helgina. Hlaut hún heldur neikvæða dóma fyrir kjólinn sem var svartur og hvítu að lit og minnti jafnvel aðeins á viskustykki. Einnig var sniðið sérstakt og mynstrið ekki alveg fyrir alla.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Töff í leðri og sléttbotna skóm

Söngkonan Beyonce var töff til fara í leðurbuxum og sléttbotna strigaskóm er hún kíkti út að borða með eiginmanni sínum Jay-Z, móður sinni Tina Knowles og fleirum á veitingastaðinn Gigino í New York á dögunum. Beyonce er nú yfirleitt með puttana á púlsinum þegar kemur að nýjustu tísku en leðrið er sjóðandi heitt um þessar mundir.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Náttúran á gólf

Sigríður Ólafsdóttir og Sigrún Lára Shanko framleiða gólfmottur úr íslenskri ull. Munstrin eru unnin út frá loftmyndum og kortum.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Best klæddu stjörnur vikunnar

Þá er komið að því að skoða best klæddu stjörnur vikunnar en þær voru svo sannarlega ekki af lakara taginu. Hin unga og fallega Elle Fanning klæddist síðkjól og mosagrænni jakkapeysu í retró stíl á meðan Gwyneth Paltrow fór gjörólíka leið með klassískum og kynþokkafullum Michael Kors kjól.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Stórkostlegir tísku tvíburar

Mary-Kate og Ashley Olsen mættu til verðlaunahátíðar hjá tímaritun WSJ. Magazine er það heiðraði frumkvöðla ársins. Systurnar klæddust báðar stórglæsilegum fatnaði sem er þeim afar kær eða úr eigin tískumerki, The Row.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Bók um íslenska fatahönnun

"Það er svo mikil gróska í íslenskri fatahönnun að mér fannst við hæfi að gera heila bók og sýna heiminum hvað er í gangi hérna," segir ljósmyndarinn og stílistinn Charlie Strand sem á heiðurinn að ljósmyndabókinni Icelandic Fashion Design sem kemur út í vikunni.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Vogue myndar tísku í Hörpu

"Vogue hefur boðað komu sína hingað í næsta mánuði og ætlar að mynda stóran tískuþátt,"staðfestir Anna Margrét Björnsson, kynningarfulltrúi tónlistarhússins Hörpu, og segir um leið að húsið sé orðið eftirsótt myndefni.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Opna vef um lífið í Reykjavík

"Við ætlum að sýna upprennandi ljósmyndara bæði frá Íslandi og hvaðanæva úr heiminum,“ segir ljósmyndarinn Aníta Eldjárn. Hún opnar vefsíðuna Reykjavíknights.com í dag ásamt æskuvinkonu sinni, förðunarfræðingnum og stílistanum Ragnheiði Guðmundsdóttur.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Heill kafli um ketti

Tíska Grace Coddington listrænn stjórnandi hjá bandaríska Vogue hefur ritað sjálfsævisögu sem bókaforlagið Random House gefur út þann 20. nóvember. Í bókinni segir Coddington meðal annars frá árunum sem hún starfaði sem fyrirsæta. Móðir hennar var vön að klippa út myndir sem hún hélt að væru af dóttur sinni en voru í raun af öðrum fyrirsætum. „Þegar ég leiðrétti hana sagði hún aðeins: „Nú jæja. Þetta er falleg mynd þrátt fyrir það,“ og svo setti hún myndina aftur í úrklippubókina.“

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Íslenskur 13 ára tískubloggari

Prjónaðar peysur, hermannajakkar, há kuldastígvél og stuttbuxur með málmgöddum (e. studs) eru á meðal þess sem er vinsælt í verslunum bæjarins þetta haustið og það sem hin þrettán ára Katrín Erla Friðriksdóttir tískubloggari festi á filmu á dögunum en hún heldur úti vinsælu bloggi, http://l0ve-fashi0n.blogspot.com.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Systur opna nýjan markað

"Við systurnar verðum á markaðnum í dag föstudag og á morgun laugardag. Þetta virkar eins og Kolaportið. Margir með bása og miklu ódýrara," svarar Laufey Arnalds Johansen sem opnar í dag markað ásamt systur sinni Kitty Johansen við hliðina á Góða hirðinum.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Bombur í buxnadragt

Eins og sjá má í meðfylgjandi myndasafni eru kjólarnir ekki alltaf fyrsta val hjá Hollywood sjörnunum á rauða dreglinum. Hér má sjá hverja stjörnuna á fætur annarri klæðast fallegum og vel sniðnum buxnadrögtum í öllum regnbogans litum.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Þvílíkt kamelljón

Geri aðrir betur hin undurfagra og ljúfa Emma Stone en hún er ein af fáum sem kemstu upp með að skipta reglulega um útlit svo um munar. Stone hefur í gegnum tíðana skipt um hárlit, fatastíl, förðunarstíl og hvað eina og á einhvern undraverðan hátt virðist allt fara henni vel eins og sjá má í meðfylgjandi myndasafni.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Nýjustu straumarnir í brúðarkjóla tískunni

Nú ríkja brúðardagar í tískuborginni New York þar sem nýjasta brúðartískan er sýnd ásamt fleiru sem við kemur stóra deginum. Hönnuðurinn Douglas Hannant er einn þeirra hönnuða sem hélt glæsilega brúðarkjólasýningu á Plaza hótelinu um helgina og hlaut hann mikið lof fyrir enda var hún vel heppnuð í alla staði.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Konur heiðraðar

Tískuritið Elle US hélt árlegan fögnuð sinn á Four Seasons-hótelinu í Beverly Hills á sunnudag. Fjöldi þekktra einstaklinga sótti viðburðinn. Elle US fagnaði í 19. sinn viðburðinum Celebration of Women in Hollywood. Leikkonan Emma Watson hlaut Calvin Klein Collection Emerging Star-verðlaunin í ár og einnig voru Cate Blanchett, Elle Fanning, Emma Stone, Shirley MacLaine og Susan Sarandon heiðraðar þetta kvöld.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Klædd í stíl við kettlinginn

Kim Kardashian er upptekin við tökur á sjónvarsþættinum Keeping Up With the Kardashians og í þetta sinn fer hún með kettlinginn sinn í gæludýraverslun í Miami í Florida. Eins og sjá má er sjónvarpsstjarnan klædd í stíl við gæludýrið sem er algjört krútt.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Steldu stíl ofurfyrirsætu

Heidi Klum var án efa best klædda mamman á fótboltavellinum um helgina er hún fylgdist með syni sínum Henry keppa. Dressið sem ofurfyrirsætan valdi sér hefði getað gengið við nánast hvaða tilefni sem er enda klassískt, kvenlegt og pínu rokkaði í senn. Síðast en ekki síst auðvelt að tileinka sér.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Elskar bleika kjóla

Hin gullfallega Elizabeth Hurley er ötull talsmaður í baráttunni gegn brjóstakrabbameini. Hún hefur lagt lóð sín á vogarskálar baráttunnar síðustu ár, meðal annars með því að vera dugleg að klæðast bleiku. Kíkið á flottustu bleiku kjólana hennar Liz!

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Spurning um að skipta um stílista

Söngkonan Christina Aguilera hefur alltaf verið heldur skrautleg til fara og átt þau mörg tískuslysin í gegnum tíðina. Þótti mörgum hún ekki alveg í takt þegar hún mætti með syni sínum að týna grasker í Hollywood um helgina fyrir hrekkjavökuna sem nú nálgast enda nánast bleikhærð og í druslulegum fötum.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Finndu drauma brúðarkjólinn á netinu

Hvað sem hann má kosta og hvaða stíl sem þú aðhyllist þá geturðu fundið drauma brúðarkjólinn á netinu - og sleppur við allt búðarrápið. Flestar erlendar heimasíður sem selja brúðarkjóla bjóða upp á sérsaum. Fáðu vinkonu til að hjálpa þér með málin, finndu kjól drauma þinna og hann verður komin til þín áður en þú veist af. Í meðfylgjandi myndasafni má sjá brot af því sem er í boði...

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Best klæddu konur vikunnar

Þrátt fyrir að hitinn fari lækkandi í Hollywood um þessar mundir rétt eins og hér heima þá virðast stjörnurnar enn klæða sig eins og um hásumar sé að ræða, nema Kate Middleton.

Tíska og hönnun