
Dusty burstaði Þór
Áttunda umferð úrvalsliða í Vodafonedeildinni fór fram fyrr í kvöld. Liðin Dusty og Þór tókust á í kortinu Vertigo, á heimavelli Dusty. Heimaliðið spilaði vandaðann leik frá fyrstu lotu og þurfti Þór á allri sinni þrautseigju að halda til að komast inn í leikinn.