
Í áfalli eftir að þjálfari ÍBV stjakaði við henni
Britney Cots, leikmaður handboltaliðs FH, var afar ósátt við Sigurð Bragason, þjálfara ÍBV, eftir að hann stjakaði við henni í leik liðanna í Olís-deildinni 30. janúar.
Britney Cots, leikmaður handboltaliðs FH, var afar ósátt við Sigurð Bragason, þjálfara ÍBV, eftir að hann stjakaði við henni í leik liðanna í Olís-deildinni 30. janúar.
Rut Jónsdóttir tók leikhléssspjald þjálfara síns með inn á völlinn í miðjum leik í Olís deildinni í handbolta um helgina án þess að hafa hugmynd um það. Einn maður var fyrstur að átta sig.
Það er nóg um að vera á sportstöðvum Stöðvar 2 í dag.
Framkonur unnu öruggan tíu marka sigur á HK í Olís-deild kvenna þegar liðin áttust við í Kórnum í dag.
Stjörnukonur gerðu góða ferð í Kaplakrika í Olísdeild kvenna í kvöld.
Það var boðið upp á æsispennandi leik í Olís-deild kvenna í dag þegar Haukar og Valur mættust að Ásvöllum.
KA/Þór komst á topp Olís-deildar kvenna eftir ótrúlegan eins marks sigur á ÍBV á heimavelli í dag. Lokatölur 24-23 þar sem Ásdís Guðmundsdóttir skoraði sigurmarkið úr vítakasti undir lok leiks.
Stella Sigurðardóttir leikur ekki með Fram næstu vikurnar þar sem hún er rifbeinsbrotin.
Steinunn Björnsdóttir, fyrirliði Framkvenna, var aftur á skýrslu í síðasta leik og snéri þá aftur eftir hafa fengið slæmt högg á höfuðið í leik á móti FH.
Fjórar sextán ára stelpur komust á blað í óvæntum og glæsilegum sigri Hauka í Olís deildinni í Vestmannaeyjum í gærkvöldi.
„Fyrirfram hefði þetta ekkert verið slæmt, Fram er auðvitað stærra lið en eftir fækkun leikja í deildinni þá er hver leikur svo dýrmætur og mikilvægur" sagði Rakel Dögg Bragadóttir, þjálfari Stjörnunnar, eftir 7 marka tap liðsins á heimavelli í kvöld
Fram vann sterkan endurkomusigur á Stjörnunni í Mýrinni í kvöld er liðin mættust í Olís-deild kvenna. Eftir að hafa verið tveimur mörkum undir í hálfleik unnu gestirnir sjö marka sigur, 26-33.
ÍBV hefði komist upp í þriðja sæti Olis-deildar kvenna með sigri í dag en Haukar sáu við heimastúlkum og unnu þriggja marka sigur, 30-27. Sigurinn lyftir Hafnfirðingum upp úr fallsæti deildarinnar.
„Mér líður bara alveg dásamlega,” sagði Gunnar Gunnarsson,“ þjálfari Hauka, eftir þriggja marka sigur liðsins í Vestmannaeyjum í Olís-deild kvenna í kvöld. Lokatölur í leik ÍBV og Hauka 27-30 gestunum í vil.
Þjálfari KA/Þór var búinn að afskrifa fyrirliða sinn á þessu tímabili en Martha Hermannsdóttir vonast til að það séu bara fjórar vikur í sig.
Handboltakonan Martha Hermannsdóttir er óleikfær eins og er en hún er hvergi nærri hætt í handbolta og finnst umræðan um aldur handboltakvenna vera á villigötum.
Það eru tvær beinar útsendingar frá Olís deild kvenna á sportrásum Stöðvar 2 í dag.
„Við bjuggumst við erfiðum leik, þær eru með gott lið en ég er mjög svekktur hvernig við spiluðum leikinn en ég ætla ekki að taka neitt af KA/Þór,“ sagði Stefán Arnarson, þjálfari Fram, eftir tapið gegn KA/Þór í Olís deild kvenna fyrr í dag.
Það gengur ekki né rekur hjá FH í Olís deild kvenna. Liðið fékk þriðja skellinn í röð er þær mættu ÍBV á heimavelli í dag. Lokatölur 27-14 sigur Eyjastúlkna.
KA/Þór vann góðan sigur á Fram í KA heimilinu í dag. Fyrir leikinn sátu liðin í þriðja og fjórða sæti Olísdeildar kvenna bæði með 8 stig en leikurinn átti eftir að vera hraður og skemmtilegur. Jafnræði var með liðunum til að byrjað með en í stöðunni 3-3 skoruðu gestirnir tvö mörk.
Það er boðið upp á heilar fimmtán beinar útsendingar á Stöð 2 Sport í dag. Handbolti, körfubolti, fótbolti, rafíþróttir og golf má finna á stöðvunum í dag.
Stjarnan fór létt með Hauka í Olís-deild kvenna í kvöld, lokatölur 32-23.
Steinunn Björnsdóttir, fyrirliði kvennaliðs Fram í handbolta, er á góðum batavegi eftir að hafa fengið þungt högg á augað í leik gegn FH um helgina og misst sjónina tímabundið.
Guðmundur Pedersen mun stýra kvennaliði FH í handbolta út tímabilið. Hann tekur við liðinu af Jakobi Lárussyni sem sagði starfi sínu lausu í gær.
Jakob Lárusson, þjálfari FH í Olís-deild kvenna, hefur sagt starfi sínu lausu frá og með deginum í dag. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem FH gaf frá sér í kvöld.
Thea Imani Sturludóttir gekk til liðs við Val í upphafi árs, hún segist enn vera að vinna sig inn í stórliðið en er spennt fyrir framhaldinu í Olís deildinni
KA/Þór sótti stig á Hlíðarenda í háspennuleik. Frábær skemmtun frá fyrstu mínútu.
Steinunn Björnsdóttir hélt að augað sitt væri lokað en það var í raun og veru opið. Seinni bylgjan fór betur yfir meiðsli fyrirliða Framliðsins.
Þrjár beinar útsendingar eru á dagskrá Stöðvar 2 Sports í dag en þær eru úr heimi handboltans og fótboltans.
Landsliðskonan Steinunn Björnsdóttir fór strax upp á sjúkrahús eftir að hafa fengið þungt högg í upphafi leiks Fram um helgina. Hér má sjá atvikið.