„Samfélagið harmi slegið“ Karlmaður var stunginn til bana í húsi á Ólafsfirði í nótt. Fjórir voru handteknir vegna málsins og njóta þeir allir réttarstöðu sakbornings á fyrstu stigum málsins. Bæjarstjóri Fjallabyggðar segir samfélagið harmi slegið. Innlent 3. október 2022 12:04
Stunginn til bana á Ólafsfirði í nótt Karlmaður var stunginn til bana í húsi á Ólafsfirði í nótt. Fjórir voru handteknir vegna málsins og hafa þeir allir réttarstöðu sakbornings á fyrstu stigum málsins. Enginn er eftirlýstur vegna málsins. Samkvæmt heimildum fréttastofu er hinn látni íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri búsettur á Ólafsfirði. Innlent 3. október 2022 10:36
Hundur beit skokkara í lærið Klukkan rétt rúmlega fimm í gær barst lögreglu tilkynningu um hund sem hafði stokkið á mann sem var úti að hlaupa í Laugardalnum og bitið hann í lærið. Maðurinn hlaut minniháttar áverka og verður atvikið tilkynnt til MAST. Innlent 3. október 2022 06:15
Ráðist á fjölskylduföður á meðan hann keypti mat Um klukkan sjö í gærkvöldi barst lögreglu tilkynning um líkamsárás á veitingastað í Breiðholti. Þar hafði fjölskyldufaðir ætlað að kaupa mat handa sér og fjölskyldu sinni þegar maður í annarlegu ástandi réðst að honum án nokkurs tilefnis. Innlent 2. október 2022 08:12
Kæra á hendur Arnari felld niður Lögreglurannsókn á meintri hatursorðræðu Arnars Sverrissonar sálfræðings hefur verið felld niður. Innlent 1. október 2022 14:33
Vöruðu unga drengi við því að príla Í gær hafði lögregla afskipti af ungum drengjum sem gómaðir voru uppi á þaki leikskóla í Kópavogi. Lögregluþjónar vöruðu drengina við hættunni sem fylgir slíku príli og tilkynntu foreldrum drengjanna athæfi þeirra. Innlent 1. október 2022 07:37
Fara ætti allar aðrar leiðir áður en lögregla fær rafbyssur Þingmaður Vinstri grænna hefur efasemdir um boðaða rafbyssuvæðingu lögreglu. Skoða eigi alla aðra möguleika til að auka öryggi lögreglumanna áður en þeim séu gefnar rafbyssur. Innlent 30. september 2022 21:00
Hafa hingað til þurft að forgangsraða forgangsmálum Rannsóknarlögreglumönnum hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur verið fjölgað um þrjá og í næsta mánuði ættu þau stöðugildi sem helguð eru rannsókn kynferðisbrotamála hjá embættinu að vera orðin sextán. Innlent 30. september 2022 06:45
Þrír handteknir grunaðir um ólöglega dvöl hér á landi Þrír erlendir einstaklingar voru vistaðir í fangageymslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt en grunur er um að þeir hafi dvalið of lengi hér á landi. Innlent 30. september 2022 06:23
Nafn föður ríkislögreglustjóra kom upp við skýrslutökur Sigríður Björk Guðjónsdóttir sagði sig frá rannsókn á hryðjuverkamálinu sem upp kom í síðustu viku vegna mögulegs vanhæfis. Samkvæmt heimildum fréttastofu var það vegna þess að nafn föður hennar kom upp við skýrslutökur sakborninga hjá lögreglu. Innlent 29. september 2022 17:51
Alveg klárt að fullt tilefni hafi verið fyrir aðgerðum lögreglu Það er alveg klárt að fullt tilefni hafi verið til að ráðast í þær aðgerðir sem ráðist var í síðustu viku vegna gruns um að einstaklingar væru að leggja á ráðin um að fremja hryðjuverk hér á landi, og að hættuástandi hafi verið afstýrt með aðgerðum lögreglu. Ríkislögreglustjóri hefur sagt sig frá rannsókn málsins vegna mögulegs vanhæfis. Innlent 29. september 2022 15:32
Konan er fundin Konan sem lýst var eftir og leitað hefur verið í dag er fundin heil á húfi. Hennar hafði verið saknað í heila viku. Innlent 29. september 2022 14:43
Sprengjuhótunin barst til UPS í Bandaríkjunum Keflavíkurflugvelli var lokað í nótt eftir að flugvél var lent vegna sprengjuhótunar sem barst bandaríska flutningafyrirtækinu UPS og beindist að pakka um borð. Í honum reyndust vera eftirlíkingar af skotvopnum, flugeldar og vökvi sem lögregla er með til rannsóknar. Innlent 29. september 2022 12:08
Margrét fær ekki endurgreitt og ætlar í hart við Icelandair Margrét Friðriksdóttir, ritstjóri vefsins Frettin.is, fær ekki endurgreitt frá Icelandair eftir að henni var vísað úr flugvél félagsins í lögreglufylgd í síðustu viku. Hún segist munu fara með málið fyrir dómstóla en Icelandair segir starfsfólk ekki átt annarra kost á völ en að fylgja henni frá borði. Innlent 29. september 2022 10:33
Fundu flugelda og eftirlíkingar af skotvopnum í pakka um borð Lögreglan á Suðurnesjum fann pakka um borð flugvélar UPS sem lenti á Keflavíkurflugvelli í gær en pakkinn innihélt flugelda og eftirlíkingar af skotvopnum. Málið er nú til rannsóknar en enginn var í hættu á meðan aðgerðum stóð að sögn lögreglu. Keflavíkurflugvelli var lokað í um fjóra klukkutíma í nótt vegna málsins. Innlent 29. september 2022 08:52
Mannekla veldur 77 prósent lengri afgreiðslutíma nauðgunarmála Meðalafgreiðslutími nauðgunarmála hjá lögreglu hefur lengst um 77 prósent frá árinu 2016; var þá 232 en var 413 dagar árið 2021. Þá hefur meðalafgreiðslutími kynferðisbrotamála almennt fjölgað um 33 prósent; úr 253 dögum í 343 daga. Innlent 29. september 2022 06:40
Engin sprengja fundist enn sem komið er Lögregla er enn að störfum á Keflavíkurflugvelli eftir að sprengjuhótun um borð í flugvél barst í gærkvöldi. Flugvellinum var lokað um tíma en samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var opnað aftur fyrir umferð í nótt. Engin sprengja hefur enn fundist. Innlent 29. september 2022 06:23
Fleiri telja líkur á hryðjuverkaárás á Íslandi en áður Margfalt fleiri landsmenn telja líklegra en áður að mannskæð hryðjuverk verði framin á Íslandi. Þetta sýnir ný könnun en afbrotafræðingur segir niðurstöðurnar ekki koma á óvart og vera viðbrögð við nýlegum fréttum. Innlent 28. september 2022 19:13
Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds Lögreglan krefst áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir einum þeirra sem handtekinn var í umfangsmiklum aðgerðum í tengslum við mögulega hryðjuverkaógn. Búið er að boða til blaðamannafundar á morgun klukkan þrjú. Innlent 28. september 2022 18:23
Dularfullt lambsdráp í Skorradal Refaskytta í Borgarnesi birti myndskeið af sundurskotinni kind á Facebooksíðu sinni. Fyrir liggur að einhver hefur beint riffli sínum að kindinni og skotið hana. Innlent 28. september 2022 11:46
Enginn blaðamannafundur í dag vegna meintrar hryðjuverkaógnar Ekkert verður af blaðamannafundi ríkislögreglustjóra og lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í dag vegna rannsóknar þar sem grunur leikur á um skipulagningu hryðjuverka. Stefnt var að því að halda fundinn í dag en nú sé unnið út frá því að fundurinn verði á morgun samkvæmt upplýsingum frá ríkislögreglustjóra. Innlent 28. september 2022 10:57
Beitti seljanda loftriffils rafvopni Lögregla á höfuðborgarsvæðinu handtók í gærkvöldi tvo vegna brota á vopnalögum þar sem maður hafði ætlað að selja öðrum loftriffil. Kaupandinn hafði þar reynt að hafa af riffillinn af seljandanum án þess að greiða fyrir og beitt viðkomandi rafvopni (tazer). Innlent 28. september 2022 06:00
Konan sem leitað var að er komin í leitirnar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti síðdegis í dag eftir 25 ára konu. Innan við klukkustund eftir tilkynningu lögreglu var konan komin í leitirnar. Innlent 27. september 2022 16:33
Lögregla fann manninn Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ná tali af manninum á meðfylgjandi myndum og er hann vinsamlegast beðinn um að hafa samband við lögreglustöðina á Hverfisgötu 113-115 í Reykjavík í síma 444 1000. Innlent 27. september 2022 14:00
Ekki þannig að myndavélar verði settar í hvert horn og hver sem er hleraður Umræðan um frumvarp um rannsóknarheimildir lögreglu ber keim af áróðri að sögn dómsmálaráðherra. Frumvarpið hefur sætt nokkurri gagnrýni en ráðherrann segir ekki nógu skýr ákvæði um heimildir lögreglu til staðar. Það standi alls ekki til að setja myndavélar í hvert horn og hlera fólk sem ekkert hafi af sér gert heldur þurfi einfaldlega að tryggja öryggi borgara. Innlent 27. september 2022 11:14
Ekið á sextán ára strák á rafmagnshlaupahjóli í Hlíðunum Sextán ára strákur á rafmagnshlaupahjóli varð fyrir bíl í Hlíðunum í Reykjavík á sjötta tímanum í gærkvöldi en vitni sá strákinn fljúga í loftinu með alla anga úti áður en hann lenti á götunni, að því er kemur fram í dagbók lögreglu. Innlent 27. september 2022 06:25
Leit að stúlku í Vesturbæ Fjölmargir björgunarsveitarmenn hafa í samstarfi við lögreglu leitað að unglingsstúlku í Vesturbæ frá því klukkan ellefu í kvöld. Innlent 27. september 2022 00:45
Tilkynnt um torkennilegan hlut við Sæbraut Lögreglu barst í dag milli klukkan fimm og sex tilkynning um torkennilegan hlut við Olís við Sæbraut. Sprengjusveit ríkislögreglustjóra var send á svæðið. Innlent 26. september 2022 19:05
Stefna á að veita upplýsingar á blaðamannafundi á miðvikudag Ríkislögreglustjóri stefnir á að halda blaðamannnafund á miðvikudaginn vegna sakamáls þar sem tveir karlmenn á þrítugsaldri eru grunaðir um að hafa ætlað að skipuleggja hryðjuverk. Lögregla horfir frekar til upplýsingafunda til að veita fjölmiðlum upplýsingar heldur en að svara fyrirspurnum fjölmiðla daglega. Innlent 26. september 2022 14:23
Aflýsa óvissustigi vegna óveðursins á Norðurlandi Ríkislögreglustjóri í samráði við Lögreglustjóra á Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra ákveðið að aflýsa óvissustigi almannavarna vegna veðurs sem gekk yfir umdæmin um helgina. Innlent 26. september 2022 13:11