Kauphöllin

Kauphöllin

Fréttir úr Kauphöllinni á Íslandi og af skráðum félögum á markaði.

Fréttamynd

Legómeistararnir Brynjar og Mikael byggja risastóra eftirlíkingu af flugvél

Tveir ungir legómeistarar vinna nú hörðum höndum að því að klára risastóra eftirlíkingu af Icelandair-flugvél, sem fær að líta dagsins ljós á næstu dögum. Vélin er fjörutíu kíló og hefur verið í smíðum í tæpar sex hundruð klukkustundir. Strákarnir segja verkefnið vissulega hafa tekið á þolinmæðina en eru vonum kátir með afraksturinn.

Lífið
Fréttamynd

Snæbjörn Ingi frá Origo til Itera

Snæbjörn Ingi Ingólfsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri alþjóðlega tæknifyrirtækisins Itera á Íslandi. Itera opnaði á síðasta ári skrifstofu í Reykjavík en aðalskrifstofur fyrirtækisins eru í Noregi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Skyldur stjórnenda hlutafélaga og krafan um sjálfbærni

Hluthafar hafa mikla hagsmuni af því að félögin stuðli að sjálfbærni í rekstri, enda getur það aukið lífvænleika félaganna og framtíðartekjumöguleika þeirra. Ekki fæst séð að það sé nauðsynlegt að beintengja trúnaðarskyldu stjórnenda við sjálfbærnisjónarmið enda sé það nú þegar hluti af hagsmunum félagsins.

Umræðan
Fréttamynd

Norski olíusjóðurinn með meira en 30 milljarða undir á Íslandi

Olíusjóður Noregs, stærsti fjárfestingasjóður í ríkiseigu í heiminum, jók talsvert við verðbréfaeign sína á Íslandi á síðasta ári. Eignir sjóðsins, sem eru einkum skuldabréf á ríkissjóð og íslensk félög, námu samtals 246 milljónum Bandaríkjadala í árslok 2021, jafnvirði um 32 milljarða króna, og hefur verðbréfaeign olíusjóðsins ekki verið meiri hér á landi í liðlega fimmtán ár.

Innherji
Fréttamynd

„Erum í brotsjó núna eins og allt íslenskt atvinnulíf“

Framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar segir að það taki tíma að finna út úr til hvaða markaða sé hægt að horfa til núna eftir að viðskipti við Úkraínu með sjávarafla stöðvuðust vegna stríðsátakanna þar. Fullkomin óvissa ríki um heildarútflutning íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja upp á 9-11 milljarða króna til landsins. 

Innlent
Fréttamynd

Óvissa umlykur mikilvægan markað fyrir íslenskar uppsjávarafurðir

Útflutningshagsmunir Íslands í Úkraínu hafa aukist verulega á síðustu árum. Íslensk sjávarútvegsfélög, sem hafa aukið sölu þangað með beinum og óbeinum hætti til að fylla í skarð Rússlands, geta þurft að koma afurðum sínum í verð á öðrum mörkuðum á meðan óvissa umlykur Úkraínumarkað.

Innherji
Fréttamynd

Innrás Rússa setur strik í reikning Síldarvinnslunnar

Síldarvinnslan er með útistandandi viðskiptakröfur í Úkraínu upp á 1,1 milljarð króna og hafði áformað að selja töluvert magn af loðnu inn á markaðinn áður en fréttir bárust af innrás Rússlands. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Síldarvinnslan sendi til Kauphallarinnar.

Innherji
Fréttamynd

Brot landlæknis á lögum bitni á mikilvægri samkeppni

„Það er alltaf alvarlegt þegar lögum er ekki fylgt. Þegar um er að ræða lög um opinber innkaup bitnar það á mikilvægri samkeppni," segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir nýsköpunarráðherra um nýfallinn úrskurð kærunefndar um útboðsmál þar sem Kara Connect kærði landlækni fyrir að brjóta gegn lögum um opinber innkaup og hafði betur.

Innherji
Fréttamynd

Markaðir rétta úr kútnum, Brim hækkar um meira en 11 prósent

Eftir einn svartasta dag í Kauphöllinni frá fjármálahruninu 2008 varð mikill viðsnúningur á hlutabréfamörkuðum í dag og hækkaði Úrvalsvísitalan um rúmlega 3,6 prósent eftir að hafa fallið um nærri 6 prósent daginn áður. Öll félögin á aðalmarkaði hækkuðu í verði, mest Brim, en gengi bréfa sjávarútvegsfélagsins hækkaði um 11,5 prósent og hefur virði þess á markaði aldrei verið meira.

Innherji
Fréttamynd

Íslensk fyrirtæki sett í vonlausa stöðu þegar landlæknir fylgir ekki lögum

Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, stofnandi Kara Connect sem kærði landlækni fyrir að brjóta gegn lögum um opinber innkaup og hafði betur segir yfirvöld þurfa að svara því hvernig framtíðarfyrirkomulag í heilsutækni eigi að líta út. Ráðamenn hafi tjáð sig með skýrum hætti en lítið hafi verið að gert. Landlæknir segir að farið verði ítarlega yfir úrskurðinn áður en embættið tjáir sig frekar um málið.

Innherji
Fréttamynd

Tilkynningarskyld viðskipti samkvæmt MAR

Gildistaka MAR hefur í för með sér töluverðar breytingar hvað varðar viðskipti æðstu stjórnenda einkum í ljósi þess að þeir þurfa ekki að óska eftir heimild til viðskipta og hafa að auki rýmri tíma til þess að upplýsa um slík viðskipti. Þá hverfur sú krafa sem gerð var til skráðra félaga um að þau haldi úti sérstökum lista yfir innherja.

Umræðan