Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Íslendingaliðin Pick Szeged og Veszprem mættust í sannkölluðum toppslag í ungversku deildinni í handknattleik í dag. Janus Daði Smárason hafði þar betur gegn tveimur félögum sínum úr landsliðinu. Handbolti 16. nóvember 2024 18:47
Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Eftir tap fyrir Sporting í síðustu komst Porto aftur á sigurbraut þegar liðið vann stórsigur á Vitória, 21-36, í portúgölsku úrvalsdeildinni í dag. Þorsteinn Leó Gunnarsson var markahæstur í liði Porto. Handbolti 16. nóvember 2024 16:42
Frækinn sigur Vals í Kristianstad Íslands- og bikarmeistarar Vals eru komnir í sextán liða úrslit EHF-bikars kvenna í handbolta eftir sigur á Íslendingaliði Kristianstad, 24-29, í Svíþjóð í dag. Valskonur unnu einvígið, 56-48 samanlagt. Handbolti 16. nóvember 2024 14:30
Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Danski markvörðurinn Sandra Toft verður óvænt ekki með danska landsliðinu á Evrópumótinu í handbolta sem hefst seinna í þessum mánuði. Hún komst ekki í lokahópinn. Handbolti 16. nóvember 2024 07:01
Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með HK-inga í Olís deild karla í handbolta í kvöld. Handbolti 15. nóvember 2024 20:56
Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Kristján Örn Kristjánsson fór fyrir sínu liði í kvöld í eins marks útisigri í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta. Handbolti 15. nóvember 2024 20:43
Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Stiven Valencia og félagar í Benfica héldu sigurgöngu sinni áfram í portúgalska handboltanum í kvöld. Handbolti 15. nóvember 2024 18:44
Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Eftir að hafa náð frábærum árangri með Gummersbach síðan hann tók við liðinu 2020 hefur Guðjón Valur Sigurðsson framlengt samning sinn við það til 2027. Handbolti 15. nóvember 2024 14:51
Elliði segir HM ekki í hættu Elliði Snær Viðarsson, fremsti línumaður íslenska landsliðsins í handbolta, segir ekki hættu á því að hann missi af HM í janúar þó að hann glími nú við meiðsli. Handbolti 15. nóvember 2024 14:30
Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Afturelding náði FH á stigum á toppi Olís deildar karla í handbolta en þurfti að hafa mikið fyrir sigri sínum á móti Fjölni. Stjarnan vann öruggan sigur á ÍR á sama tíma. Handbolti 14. nóvember 2024 21:03
Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Selfosskonur fóru heim með bæði stigin eftir sigur á Gróttu í Olís deild kvenna í handbolta í kvöld. Handbolti 14. nóvember 2024 19:46
Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Guðjón Valur Sigurðsson stýrði Gummersbach áfram í átta liða úrslit þýsku bikarkeppninnar í handbolta í kvöld. Handbolti 14. nóvember 2024 19:40
Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu Haukar voru í miklum ham gegn Gróttu í kvöld en lokatölur voru 25-42 fyrir Hafnarfjarðarliðinu. Handbolti 14. nóvember 2024 19:33
FH-ingar í fínum gír án Arons FH-ingar áttu ekki í miklum vandræðum með að tryggja stöðu sína á toppi Olís deildar karla í handbolta í kvöld en þeir unnu þá öruggan 36-25 sigur á KA-mönnum. Handbolti 14. nóvember 2024 19:28
„Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Arnar Pétursson, þjálfari Fram, landaði sigri á móti Haukum í 9. umferð Olís-deildar kvenna í handbolta í kvöld. Fyrir leikinn voru liðin jöfn að stigum í 2. og 3. sæti deildarinnar en Fram var ekki vandræðum með Hafnfirðinga í kvöld og endaði leikurinn 28-20. Handbolti 13. nóvember 2024 21:20
Embla tryggði Stjörnunni sigur Embla Steindórsdóttir var hetja Stjörnukvenna í kvöld þegar Stjarnan vann eins marks sigur á ÍR, 29-28, í Olís deild kvenna í handbolta. Handbolti 13. nóvember 2024 21:17
Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Rúnar Kárason átti stórleik þegar Fram sótti tvö stig út í Vestmannaeyjar í Olís deild karla í handbolta í kvöld. Handbolti 13. nóvember 2024 21:06
Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Íslendingaliðið Kolstad er komið í bikarúrslitaleikinn í Noregi eftir 33-29 sigur á Drammen í undanúrslitaleiknum í kvöld. Handbolti 13. nóvember 2024 20:56
Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Fram sigraði Hauka örugglega með átta mörkum í 9. umferð Olís-deildar kvenna á Ásvöllum í kvöld. Liðin voru jöfn að stigum í 2. og 3. sæti deildarinnar fyrir leikinn og mátti búast við spennandi leik. Framarar áttu þó ekki í vandræðum með Hafnfirðinga í kvöld og endaði leikurinn 28-20. Handbolti 13. nóvember 2024 20:30
Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Einar Bragi Aðalsteinsson var í stuði í kvöld þegar Kristianstad vann flottan tíu marka útisigur í sænsku deildinni. Handbolti 13. nóvember 2024 19:49
Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Valskonur héldu sigurgöngu sinni áfram í kvennahandboltanum í kvöld með átta marka sigri á Eyjakonum á Hlíðarenda en leikurinn var í níundu umferð Olís deild kvenna í handbolta. Handbolti 13. nóvember 2024 18:53
Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Athygli vakti að landsliðsþjálfarar og starfsmenn HSÍ voru klæddir í fatnað frá Adidas á blaðamannafundi vegna landsliðshóps Íslands fyrir komandi Evrópumót kvenna í handbolta. Ekkert var minnst á samstarf við íþróttaframleiðandann á fundinum. Handbolti 13. nóvember 2024 16:50
„Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Arnar Pétursson er ánægður að hafa tilkynnt leikmannahóp fyrir komandi Evrópumót kvenna í handbolta sem Ísland tekur þátt í. Mótið hefst í lok mánaðar. Handbolti 13. nóvember 2024 16:49
Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari kvenna í handbolta, segir því hafa fylgt jákvæður hausverkur að velja hópinn sem fer á Evrópumótið í Austurríki síðar í þessum mánuði. Handbolti 13. nóvember 2024 14:54
Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Arnar Pétursson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta, hefur tilkynnt hvaða átján leikmenn keppa fyrir hönd þess á EM. Handbolti 13. nóvember 2024 14:12
Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi HSÍ þar sem hópur íslenska kvennalandsliðsins sem keppir á EM 2024 var kynntur. Handbolti 13. nóvember 2024 13:30
Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Íslenski landsliðsmaðurinn í handbolta, Þorsteinn Leó Gunnarsson, hefur stimplað sig inn í atvinnumennskuna af krafti með liði sínu Porto. Þorsteinn, sem minnti rækilega á sig með skotsýningu í landsleik Íslands gegn Bosníu á dögunum, tók skrefið út í atvinnumennskuna og samdi við sigursælasta lið Portúgal, Porto fyrir yfirstandandi tímabil frá Aftureldingu þar sem hann hefur náð að fóta sig vel og býr úti ásamt kærustu sinni. Handbolti 13. nóvember 2024 10:01
Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Til stóð að að Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta myndi tilkynna EM hóp Íslands í höfuðstöðvum Icelandair núna klukkan tvö. Blaðamannafundinum var hins vegar aflýst á síðustu stundu. Handbolti 12. nóvember 2024 13:51
Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Viktor Gísli Hallgrímsson, markvörður Wisla Plock í Póllandi og íslenska landsliðsins í handbolta, var valinn í úrvalslið fyrstu tveggja umferða undankeppni Evrópumóts karla í handbolta sem fram fer 2026. Handbolti 11. nóvember 2024 21:45
Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Íslendingalið Blomberg-Lippe fór létt með Metzungen, lið Söndru Erlingsdóttur, þegar þau mættust í Evrópudeild kvenna í handbolta. Handbolti 10. nóvember 2024 17:31