
Norðmenn slógu á sáttahönd ESB í makríldeilunni
Evrópusambandið lagði fram málamiðlun í makríldeilunni sem Ísland og Færeyjar samþykktu. Norðmenn höfnuðu leið ESB. Sögulegt tækifæri til sátta í makríldeilunni er runnið mönnum úr greipum, er almennur skilningur á viðræðuslitum í Skotlandi á miðvikudag.