
Landamæravörður
Þrjú albönsk börn á Íslandi fá ekki skólavist. Þau eru hælisleitendur og samkvæmt Útlendingastofnun var "þjónustuúrræðið fullnýtt“.
Þrjú albönsk börn á Íslandi fá ekki skólavist. Þau eru hælisleitendur og samkvæmt Útlendingastofnun var "þjónustuúrræðið fullnýtt“.
Við félagarnir spilum körfubolta í íþróttasal Háskóla Íslands á hverjum laugardegi. Þetta höfum við gert síðustu ár og fyrir tveimur árum tókum við skrefið og skráðum okkur í utandeild Breiðabliks. Þar spila lið sem eru yfirleitt skipuð vinahópum og félögum — allavega náungum sem hafa hvorki getu né tíma til spila í efri deildum.
Þegar frumvarp stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá var rætt á Alþingi eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna 20. október 2012 hringdi einn þingmaður þáverandi stjórnarflokka til mín til að spyrja hvort ég sæi eitthvað athugavert við að hann flytti breytingartillögur í þinginu um orðalag frumvarpsins á stöku stað.
Þingmaður Framsóknarflokks ætlar að leggja fram þingsályktunartillögu um að gúmmíkurl á fótboltavöllum verði fjarlægt. Ekki veit ég hvernig sú tillaga mun hljóma en hún mun eflaust fela í sér íhlutun gagnvart sveitarfélögum.
Undanfarið hafa kínversku verðbréfamarkaðirnir hrapað og skjálftinn hefur breiðst út til alþjóðamarkaða.
Gera má ráð fyrir að enn eigi eftir að vinda upp á sig hneykslið sem tilraunir Volkswagen, stærsta bílaframleiðanda heims, til að svindla á útblástursprófunum hafa valdið.
Þú getur "verið“ það sem þú vilt. Þú getur "verið“ réttlátur án þess að þurfa nokkurn tíma að taka afleiðingunum sem fylgja slíku eðlisfari.
Hvað svo sem mönnum finnst um einkarekstur í heilbrigðisþjónustu er ljóst að áskoranir hvað varðar fjármögnun heilbrigðiskerfisins til framtíðar eru á næsta leiti. Hvorki ríkisrekið heilbrigðiskerfi né einkarekið er að fara að leysa þann vanda. Við þurfum kerfi sem tekur mið af því besta sem bæði kerfi hafa upp á að bjóða.
Þegar ég var sjö ára orti ég mitt fyrsta og eina ljóð. Það fjallaði um afa minn og nafna og gönguferðir okkar um Þingholtin. Ég man fátt úr þessu ljóði annað en að hann sé að ganga um og leiða mig, góði maðurinn. Sá sem læsi þetta ljóð nú í ríkjandi umræðustemningu kynni að halda að ég væri þarna að veitast að honum, átelja hann: góði maðurinn!
Magabolir eru loksins komnir aftur í tísku. Fólk sem ólst upp í næntís fagnar af ákefð og finnst gott að láta haustgoluna leika um miðjuna. Sjálf er ég búin að klippa neðan af öllum bolum sem ég fann í skápnum og geng um götur bæjarins með naflann á undan mér.
Samkvæmt fjárlögum 2016 er gert ráð fyrir allnokkurri hækkun á fjárframlögum til Þjóðkirkjunnar og verður heildarupphæðin 5.848,4 milljónir króna. Það eru miklir peningar. Peningar sem koma úr vösum skattgreiðenda alveg óháð því með hvaða fótboltaliði viðkomandi heldur, hvort hann er ljóðelskur, rauðhærður eða hvað þá hver kynhneigð viðkomandi er.
Á dögunum voru birtar tilkynningar um nýsamþykkt lög á Alþingi. Mest fór fyrir umfjöllun um lög um stöðugleikaskatt svo og áætlun stjórnvalda um úrlausn slitabúa gömlu bankanna og afnám gjaldeyrishafta.
Ég hef verið að kljást við þennan mann alla ævina. Hann var pabbi minn, kennari, og strætóbílstjóri. Hann hefur verið yfirmaður minn. Hann hefur verið yfirvald sem hefur haft líf mitt og örlög í höndum sér.
Þáttarstjórnandinn John Oliver tók nýlega fyrir bandaríska íþróttaleikvanga í þætti sínum. Einn var með VIP-sundlaug á áhorfendapöllunum, annar hafði fiskabúr hringinn í kringum hafnaboltaflötinn og svo framvegis.
Margir kannast eflaust við tilfinninguna að vakna eftir að hafa verið úti á lífinu kvöldið áður og endað í partíi þar sem mátti reykja inni.
Vá. Eitt augnablik hélt ég að Dagur B. Eggertsson hefði sparkað í hvolp, keyrt yfir pandabjörn, selt fjallkonuna í nektardans á Goldfinger, sagst ekki ætla að fylgjast með EM í fótbolta, safnað Hitlers-skeggi og gert innrás í Pólland.
Ein kona er skipaður dómari við Hæstarétt. Þar starfa tíu skipaðir dómarar; níu karlar. Frá upphafi hafa fjórar konur fengið dómaraskipun á móti 49 karlmönnum.
Reynslan frá Bandaríkjunum beinir athyglinni að einhæfu mannvali í stjórnum margra íslenzkra fyrirtækja
Það eru hvort sem er engar hugsjónir í pólitík, engin prinsipp, bara viðbjóður eins og einhver snillingurinn sagði um árið.
Taka má undir með Gunnari Braga Sveinssyni utanríkisráðherra að fagnaðarefni sé að lokið hafi verið samningum við Evrópusambandið um viðskipti með landbúnaðarvörur. Fella á niður tolla á 340 vörum og lækka tolla á tuttugu öðrum...
Frá hruni hefur það verið árleg frétt að færri feður taki fæðingarorlof en áður. Um fimmtungur feðra barna fæddra árið 2014 ákváðu að taka ekki fæðingarorlof. "Um leið og farið var að grípa til lagabreytinga og lækka greiðslur þá gerist þetta, skýr tenging er þar á milli,“ segir Leó Þorleifsson, forstöðumaður Fæðingarorlofssjóðs, í Fréttablaðinu í dag. Hann segir að þar sem feður nýti sér ekki mánuðina í núverandi ástandi séu þeir ekki að fara að nýta fleiri mánuði í lengdu fæðingarorlofi, því sé brýnt að hækka hámarksgreiðslur. Leó telur einnig slæmt ef mæður tækju áfram allt orlofið yrði það lengt, og yrðu þannig meiri eftirbátar á vinnumarkaði en nú.
Munurinn á stöðu fólksins í háhýsinu og þeirra sem nýta sér þjónustu borgarinnar stingur í augu.
Í fjörutíu ár hefur mamma mín farið í vinnuna á kvöldin og á nóttinni. Um helgar og á páskunum. Á afmælinu mínu og þegar það er opið hús í skólanum.
Borgarstjórn Reykjavíkur vakti vægast sagt mikla athygli í síðustu viku með kveðjugjöf sinni til Bjarkar Vilhelmsdóttur, fráfarandi borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, þegar ákveðið var að samþykkja viðskiptabann á Ísrael af hálfu borgarinnar. Samþykktin var að sögn gerð í nafni mannúðar og samstöðu með Palestínumönnum en sá hængur var á að borgarfulltrúarnir vissu í raun ekkert hvað þeir voru að gera og höfðu ekki hugmynd um hvaða vörur ætti að sniðganga eftir samþykktina.
Það er ekki fjarri lagi að segja að foreldrar séu stjórnvald í hverri fjölskyldu og í hverju heimilshaldi. Reyndar gegna foreldrar þessari ábyrgðarstöðu innan heimilisins ekki í krafti lýðræðis heldur aldurs, þroska og vonandi færni til þess að halda vel utan um fjölskyldu sína og heimili.
Í síðustu viku vakti athygli viðtal hjá RÚV við Úlfar Erlingsson, yfirmann tölvuöryggisrannsókna hjá Google, en íslenskir starfsmenn þess fyrirtækis hafa séð til þess að íslenskan er eina litla tungumálið í heimi sem komið hefur verið fyrir í máltæknigrunni þar.
Hvað finnst mér að Ísland eigi að taka á móti mörgum flóttamönnum? Finnst mér að Dagur B. Eggertsson eigi að segja af sér vegna Ísraelsmálsins? Treysti ég múslimum? Svo margar spurningar og ég hef ekki svar við neinni þeirra.
„Ég hugsa og þess vegna er ég,“ er heimspekileg staðhæfing sem yfirleitt er eignuð franska stærðfræðingnum, heimspekingnum og vísindamanninum René Descartes (1596-1650).
Lengi vel höfðu flokkarnir tangarhald á menningu og listum, réðu fjölmiðlum, bönkum, samtökum fyrirtækja og verkalýðshreyfingunni. Ítökin hafa minnkað. En nokkur fyrirtæki hafa illu heilli hert tökin á sínum flokkum.
Ég er stundum gáttaður á meintri heimsku fólks hér og þar og pæli mikið í “vondum skoðunum” og rugli sem sett er fram.