Fastir pennar

Fastir pennar

Fréttamynd

Vísbending um einangrunarhyggju

Fyrsta skoðanakönnun eftir umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu sýnir afgerandi andstöðu þjóðarinnar við þau áform. Hún er um leið til marks um mikla neikvæða sveiflu.

Fastir pennar
Fréttamynd

Tilraunir

Hinn 18. ágúst 1634 var Urbain Grandier, prestur í bænum Loudun í Frakklandi, brenndur á báli fyrir galdra. Nunnur í klaustri þar í bæ höfðu tekið upp á þeim sið að hoppa fram og aftur með hinum afkáralegustu tilburðum, æpandi „ríddu mér“ og fleira í þeim dúr, og var prestinum gefið að sök að hafa ært þær með gjörningum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hugsjónir og raunsæi

Best fer á því í stjórnmálum að saman fari hugsjónir og raunsæi, reynsla og nýjabrum. Störf Alþingis á liðnu sumri urðu merkileg kennsla um afleiðingar þess þegar hugsjónagleði gengur alveg fram af reynslu og raunsæi.

Fastir pennar
Fréttamynd

Jóhrannar

Sæl Jóhanna. Þakka þér fyrir að veita mér þetta viðtal. Ég veit að slíkt gerist ekki á hverjum degi, að minnsta kosti þegar erlendir blaðamenn eins og ég eiga í hlut. En ég verð að viðurkenna að þú lítur aðeins öðruvísi út en ég hélt.“

Bakþankar
Fréttamynd

Fjandans sannleikurinn

Margir taka mikið mark á innihaldi Biblíunnar, þótt það sé svo þversagnakennt að það megi leggja til grundvallar nánast hvaða skoðun sem er. Þannig má bæði nota bókina til að fara með eldi gegn óvinum sínum og rétta hinn vangann – allt eftir því hvernig maður sjálfur er þenkj­andi.

Bakþankar
Fréttamynd

Stólar fyrir dyrum

Hlutur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í efnahagsáætlun ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans vekur tvær spurningar, sem varða umheiminn auk okkar sjálfra. Fjárþörf landsins árin 2008-10 er metin á fimm milljarða Bandaríkjadala og er mun meiri en svo, að sjóðurinn megni að svala henni. Þessa fjár er þörf til að tryggja, að ríkið geti staðið skil á erlendum skuldbindingum sínum, og til að verja krónuna enn frekara gengisfalli, þegar slakað verður á gjaldeyrishöftunum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Með opnum huga

Nú þegar við erum orðin umsækjendur að Evrópusambandinu má spyrja sig hvort almenningur í landinu viti í raun hverju aðild að ESB muni breyta hér á landi. Myndast hafa fylkingar þvert á stjórnmálaflokka, annars vegar með og hins vegar á móti aðild.

Fastir pennar
Fréttamynd

Laun og réttlátir skattar

Í mjög grófum dráttum má segja að hlutverk núverandi ríkis­stjórnar sé tvíþætt. Annars vegar að sjá til þess að ríkið hafi efni á að standa undir grunnþjónustuþáttum samfélagsins: heilbrigðisþjónustunni, menntamálunum, löggæslunni og viðhaldi og byggingu samgöngumannvirkja, svo allra brýnustu málaflokkarnir séu nefndir. Hins vegar að vera í forystu við mótun hins nýja Íslands sem svo margir þrá.

Fastir pennar
Fréttamynd

Fé og freistingar

Fréttir af viðskiptajöfrum sem virtust komast upp með alla skapaða hluti fengu mig stundum til að gæla við það viðhorf að eflaust væri gæfuríkast að vera frekur og óheiðarlegur. En það er liðin tíð, þökk sé nokkrum sauðum í spænska þorpinu Zújar.

Bakþankar
Fréttamynd

Mótmælendur Íslands

Stjórnmálamenn voru fljótir að stökkva á þá hugmynd að útbúa minnisvarða um Helga Hóseasson. „Þeir eru mjög margir sem hafa áhuga á þessu. Ég finn fyrir því í samfélaginu að þótt fólk sé ekki endilega sammála öllu sem Helgi sagði, þá ber það virðingu fyrir þeirri staðfestu sem hann sýndi í sinni áralöngu baráttu,“ sagði Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingar í borgarstjórn, inni á Vísi. Þá hafði RÚV þegar sagt frá því að margir hefðu skráð sig á síðu inni á Snjáldrinu til að lýsa yfir áhuga sínum á minnisvarða um Helga.

Bakþankar
Fréttamynd

Stærstu málin

Ég vorkenni fréttamönnum erlendra frétta þessa mánuðina. Þetta er svo sem ekki mikilsvirt stétt, einhvers staðar á milli lögmanna og fjármálaráðgjafa. Ekki svo að skilja að viðfangsefnin séu ekki til fyrir þessa stétt manna sem ásamt álitsgjöfum og fræðimönnum hafa tekjur sínar af hörmungum heimsins. Góðar erlendar fréttir eru fágætar þótt þeim sé fagnað jafn mikið af þeim sem skrifa þær og okkur hinum sem lesa þær. Það er hins vegar ekki æsandi að bíða eftir stefnu Obama í bankamálum, né húsnæðisstefnu Suður-Afríku. Stóru málin eru stóru málin og þola illa smæð. Það er eins og þau verði kúnstugri um leið og þau eru minnkuð. Svona einhvers konar Heljarslóðarorrusta.

Fastir pennar
Fréttamynd

Þetta lagast kannski seinna

Stutt saga Borgarahreyfingarinnar er sorgarsaga. Tilraun hennar til að bæta stjórnmálin mistókst gjörsamlega. Í framhaldi af landsfundi á laugardag íhuga þingmenn hreyfingarinnar að segja skilið við hana. Þeir segjast ætla að taka sér þann tíma sem þeir þurfa til að ákveða sig í þeim efnum. Þeir hljóta samt að vita að þeir geta ekki tekið sér langan tíma til þess verks. Birgitta Jónsdóttir, Margrét Tryggvadóttir og Þór Saari verða að ákveða sem fyrst hvort þau ætli að vera þingmenn Borgarahreyfingarinnar eða ekki.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hver á að borga brúsann?

Umræður um kostnaðargreiðslur Landsvirkjunar til sveitarfélaga sem liggja að Þjórsá hafa verið sérkennilegar í meira lagi. Þær sýna vel hvernig ómálefnalegar umræður geta leitt menn í blindgötu.

Fastir pennar
Fréttamynd

Orkuleysi stjórnarformannsins

Guðlaugur G. Sverrisson, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, skrifar grein í Fréttablaðið fimmtudaginn 10. september þar sem hann sakar undirritaðan um rangfærslur. Manni bregður óneitanlega nokkuð við slík stóryrði en mér til léttis sé ég að stjórnarformaðurinn virðist hafa mislesið grein mína. Þar ræddi ég um einhliða gengisáhættu Orkuveitunnar vegna láns til Magma fyrir 70% verðsins. Stjórnarformaður virðist hafa mislesið skrif mín þar sem hann ræðir gengisáhættu af allri sölunni. Mér þykir raunar miður að hann hafi ekki einbeitt sér meira við lesturinn þar sem fólk sem les greinar okkar beggja kynni að halda að svar hans væri útúrsnúningur þar sem hann vildi ekki ræða lánakjörin efnislega. Það getur örugglega ekki verið ástæðan.

Fastir pennar
Fréttamynd

Grunur, rannsókn, dómur og typt

Helgi Magnús Gunnarsson, saksóknari efnahagsbrota, kallar ný saksóknaraembætti til að rannsaka og ákæra menn grunaða um lögbrot „ambögu“ og „skipulagslega órökrétt“ og lýsir vantrú sinni á það fyrirkomulag að stofna og styrkja myndarlega ný saksóknaraembætti: það valdi skörun á viðfangsefnum og rugli í rannsóknum á sakamálum. Gagnrýni Helga er málefnaleg: það er ekki trúverðugt að á sama tíma og skorið sé „myndarlega“ niður í rannsóknardeildum efnahagsbrota sé hlaupið til og fjármunum ausið í sérstaka saksóknara.

Fastir pennar
Fréttamynd

Að geta sofið rólegur

Fátt er betra eftir annasaman dag en að skríða upp í mjúkt rúmið sitt og draga sængina upp að höku. Finna augnlokin þyngjast, þreytuna líða úr líkamanum og geta sofið rólegur. „Ég svaf bara eins og ungbarn" segir fólk gjarnan þegar það hefur sofið sérstaklega vel og lengi. Endurnært rís það úr rekkju, teygir sig og dæsir ánægjulega og vindur sér svo í verk dagsins af fullum krafti. Batteríin fullhlaðin og skapið svona ljómandi gott.

Bakþankar
Fréttamynd

Hvað næst?

Innan tíðar fæst úr því skorið, hvað verður um efnahagsáætlun ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans með fulltingi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS). Sjóðurinn er engin boðflenna á Íslandi. Hann er hér í boði stjórnvalda. Sumir vara við sjóðnum og hampa þeirri gagnrýni, sem hann hefur sætt á fyrri tíð, einkum vegna aðkomu hans að nokkrum Asíulöndum 1997-98 og Argentínu 2002. Atlagan missir þó marks, því að efnahagsáætlun Íslands nú víkur í veigamiklum atriðum frá fyrri áætlunum, sem sjóðurinn hefur stutt annars staðar. Fyrri gagnrýni á sjóðinn á því ekki við nú um Ísland.

Fastir pennar
Fréttamynd

Fordæmi og fyrirmyndir

Þegar fyrri ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur gekk á fund forseta hinn 10. maí síðastliðinn voru tíu ráðherrar í hópnum. Þegar núverandi ríkisstjórn kvaddi forsetann síðar sama dag gengu tólf ráðherra út um dyrnar á Bessastöðum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Aldrei aftur

Nokkuð er um liðið síðan Breiðavíkurskýrslan svonefnda kom út en í henni var að mestu staðfest það sem áður hafði komið fram um, oft á tíðum, illa meðferð drengja sem þar dvöldu.

Fastir pennar
Fréttamynd

Minnisvarðinn

Nú fer eins og eldur í sinu um óravíddir internetsins hvatningarboðskapur um að reisa eigi líkneskju, ellegar einhvers konar minnismerki, um Helga Hóseasson. Hugmyndin er góðra gjalda verð, enda meira um vert að minnast manns sem stóð á rétti sínum einn og óstuddur gegn kerfisbákninu, en góðskálda og broddborgara þessa lands.

Bakþankar
Fréttamynd

Íshokkísteingeit

Það stefnir í metfjölda fæðinga á þessu ári. Sjálf hef ég lagt eitt þeirra í púkkið og heyrt glens um kreppubörn og framlag mitt við afborganir af Icesave-inu. Ég þvertek fyrir allt slíkt enda dóttir mín fædd í janúar og því getin löngu fyrir mest allt krepputalið.

Bakþankar
Fréttamynd

Auðlindir á útsölu

Einungis hefur liðið rúmlega hálft ár frá því að mynduð var ríkisstjórn án þátttöku Sjálfstæðisflokks eða Framsóknarflokks, en það verður að teljast fádæmi í sögu lýðveldisins. Það er greinilegt að óþol þessara flokka eftir því að komast aftur á valdastóla er einnig fádæmalaust, en ekki má þó gleyma því að valdasetu þeirra er ekki enn að fullu lokið. Þeir sitja t.d. enn þá í meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur og verk þess meirihluta segja meira um stefnu flokkanna en mörg orð.

Fastir pennar
Fréttamynd

Bifvélavirkinn

Þegar þess var minnst með pompi og prakt í júní síðastliðnum að sextíu og fimm ár voru liðin síðan innrásin var gerð í Normandí vakti það athygli að Sarkozy Frakklandsforseti skyldi einungis bjóða Obama, forseta Bandaríkjanna, til hátíðahaldanna en láta alveg undir höfuð leggjast að bjóða Elísabetu Englandsdrottningu. Um það varð þó ekki deilt að Englendingar áttu mjög stóran þátt í innrásinni ásamt Bandaríkjamönnum, bæði í undirbúningi hennar, sem fór fram að verulegu leyti í Englandi, í landgöngunni sjálfri og sókninni inn í meginland Evrópu.

Fastir pennar
Fréttamynd

Sáningamaðurinn

Nú fer brátt í hönd tími fræsöfnunar hjá okkur sem höfum áhuga á svoleiðis föndri. Síðustu daga hefur maður haft augun hjá sér og skimað hvernig ástand er á plöntum sem eru teknar að sölna, hvort ekki sé kominn tími á að leggjast í gripdeildir. Þannig er eldliljutíminn við það að hefjast hjá mér.

Bakþankar
Fréttamynd

Ekki í mínu nafni

Þorkell Helgason skrifar um kjör aldraðra Margir kunna að halda af fyrirsögninni að greinarstúfur þessi fjalli um Icesave-málið. Svo er ekki – og þó. Alls kyns talsmenn aldraðra (eða „eldri borgara“ eins og það heitir á teprulegu máli) hafa undanfarið andmælt því að stjórnvöld hafa neyðst til að draga úr ríkisútgjöldum og afla tekna m.a. með því að auka skerðingu ellilífeyris vegna annarra tekna.

Fastir pennar
Fréttamynd

Íslenskt kraftaverk

Það er auðvelt að hrífast með, þegar góð mál fá stuðning. Þannig var það um daginn þegar þjóðin gaf um fimmtíu milljónir fyrir hvíldarheimili handa krabbameinssjúkum börnum, fyrir utan lóðir, loforð um vinnu, efni og fleira sem að gagni má koma við að reisa slíkt hús. Kraftaverkaþjóð, var það sem kom upp í hugann að kvöldi loknu.

Fastir pennar
Fréttamynd

Er úthald baklandsins á þrotum?

Viðbrögðin við OECD-skýrslunni varpa ágætu ljósi á glímutökin í pólitíkinni bæði milli flokka og ekki síður innan þeirra. Af þeim má einnig draga málefnalegar ályktanir um hvert stefnir.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ást á sekum

Hinn 23. ágúst árið 1973 notaði Jan Erik Olsson bæjarleyfi sitt frá fangelsi til að ræna Kreditbankann í Stokkhólmi.

Bakþankar
Fréttamynd

Nauðsynlegt að bregðast við

Mansal er talið þriðja umfangsmesta glæpastarfsemi í heiminum, á eftir vopna- og fíkniefnasölu. Augunum verður ekki lokað fyrir því að mansal viðgengst ekki bara úti í hinum stóra heimi heldur er það blákaldur raunveruleiki hér á Íslandi.

Fastir pennar