Borgarísjaki birtist í Húnafirði
Borgarísjaki birtist í Húnafirði um fjórum kílómetrum fyrir utan Blönduós í dag. Magnaðar myndir náðust af ísjakanum í sólarlaginu. Heimamaðurinn Róbert Daníel Jónsson flaug flygildi sínu að ísjakanum um eittleytið í dag og náði frábærum myndum og myndbandi af honum.