Flestir eru óánægðir með formann Sjálfstæðisflokksins
Nýr forsætisráðherra er sá formaður sem flestir telja að hafi staðið sig vel, en formaður Sjálfstæðisflokksins mælist afar óvinsæll í nýrri könnun Maskínu. Prófessor í stjórnmálafræði segir hann í erfiðri stöðu, og að veiting hvalveiðileyfis kunni að hafa áhrif á það. Ánægja með nýja ríkisstjórn mælist meiri en kjörfylgi stjórnarflokkanna.