Enski boltinn

Carrick tekinn við Manchester United

Aron Guðmundsson skrifar
Michael Carrick er nýr þjálfari Manchester United
Michael Carrick er nýr þjálfari Manchester United

Michael Carrick hefur verið ráðinn þjálfari Manchester United út yfirstandandi tímabil. Frá þessu greinir Manchester United í yfirlýsingu í kvöld.

Carrick spilaði á sínum tíma 464 leiki fyrir félagið og vann allt sem hægt var að vinna með félaginu. Meðal annars varð hann fimm sinnum Englandsmeistari og einu sinni vann hann Meistaradeild Evrópu með liðinu. 

„Það að fá ábyrgðina að fara fyrir Manchester United er heiður fyrir mig,“ segir Carrick í yfirlýsingu Manchester United. „Ég veit hvað til þarf til þess að ná árangri hér. Mín einbeiting núna er að hjálpa leikmönnum liðsins að ná því gæðastigi sem ætlast er til af þeim hjá þessu magnaða félagi. Við vitum að leikmannahópurinn hefur burði til þess að ná því.“

Eftir að hann lagði skóna á hilluna sem leikmaður varð hann hluti af þjálfarateymi liðsins undir stjórn José Mourinho og síðar Ole Gunnar Solskjær. Eftir að Solskjær hafði verið sagt upp störfum tók Carrick við sem stjóri til bráðabirgða.

Seinna meir tók hann við þjálfarastöðu hjá Middlesborough og stýrði liðinu í tvö og hálft ár fram í október árið 2022.

Steve Holland, Jonathan Woodgate, Travis Binnion, Jonny Evans og Craig Mawson munu mynda þjálfarateymi Michael Carrick hjá Manchester United

Fréttin verður uppfærð




Fleiri fréttir

Sjá meira


×