Fótbolti

Simeone baðst af­sökunar á rifrildinu við Vinícius Junior

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Diego Simeone og Vinicius Junior of Real Madrid rifust í leiknum en nú sér Simeone eftir öllu saman og hefur beðist afsökunar.
Diego Simeone og Vinicius Junior of Real Madrid rifust í leiknum en nú sér Simeone eftir öllu saman og hefur beðist afsökunar. Getty/Diego Souto

Diego Simeone, þjálfari Atlético Madrid, hefur beðist afsökunar á rifrildi sínu við Vinícius Júnior á hliðarlínunni í undanúrslitum spænska Ofurbikarsins í síðustu viku og viðurkennir að hann hafi „ekki gert rétt“ í þessari stöðu.

Orðaskipti Simeone og Vinícius voru eitt helsta umræðuefnið eftir leikinn á fimmtudag í Sádi-Arabíu, þar sem Real Madrid vann 2-1 og komst í úrslitaleikinn, en tapaði þar 3-2 fyrir Barcelona á sunnudag.

Sjónvarpsupptökur sýndu Vinícius og Simeone ræða um vítaspyrnukröfu Atlético snemma í leiknum, áður en Simeone virtist ítrekað segja við Vinícius að Florentino Pérez, forseti Real Madrid, „myndi losa sig við hann“.

Simeone og Vinícius fengu báðir gult spjald síðar eftir orðaskipti sín þegar brasilíski landsliðsmaðurinn var tekinn af velli. Strax eftir leikinn vildi Simeone ekki tjá sig nánar um atvikið og sagðist „ekki muna“ hvað hefði verið sagt.

Herra Florentino og herra Vinícius

„Ég vil biðja herra Florentino og herra Vinícius afsökunar á því sem gerðist,“

Hins vegar neitaði Simeone að bregðast við gagnrýni frá Xabi Alonso, þjálfara Madrid, sem hafði sagt að hegðun þjálfara Atlético hefði „farið yfir strikið hvað varðar virðingu fyrir samstarfsmanni“ og fullyrti að Simeone „væri ekki fyrirmynd góðs íþróttamanns“.

„Ég hef engu við það að bæta,“ sagði Simeone á mánudag þegar þessi ummæli voru borin undir hann.

Atlético átti fleiri skot og var meira með boltann en Real Madrid í undanúrslitaleiknum á fimmtudag, en Simeone hrósaði andstæðingum sínum og sigurvegurum Supercopa, Barcelona.

„Liðið sem vinnur á skilið að komast áfram,“ sagði hann. „[Real] vann, þeir áttu skilið að komast áfram. Í úrslitaleiknum [gegn Barcelona] voru þeir nálægt því að jafna. Þeir keppa alltaf, eins og við erum vanir að sjá.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×