Fótbolti

Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undan­úr­slit

Sindri Sverrisson skrifar
Hinn grímuklæddi Victor Osimhen kom Nígeríu yfir í kvöld.
Hinn grímuklæddi Victor Osimhen kom Nígeríu yfir í kvöld. Getty/Ulrik Pedersen

Nígería sló út Alsír í dag, 2-0, og komst í undanúrslit Afríkukeppninnar í fótbolta þar sem liðið mun mæta heimaþjóðinni, Marokkó, á miðvikudaginn.

Ákveðin óvissa hafði ríkt um nígeríska liðið þegar leikmenn liðsins neituðu að ferðast í leikinn til að mótmæla því að hafa ekki fengið bónusgreiðslur sem þeim hafði verið lofað.

Þau mál voru hins vegar útkljáð og Nígeríumenn unnu með sannfærandi hætti í dag, þar sem mörk frá Victor Osimhen og Akor Adams á fyrstu tólf mínútum seinni hálfleiks skildu liðin að.

Mörkin hefðu getað orðið fleiri hjá Nígeríu en Luca Zidane þótti standa sig vel í marki Alsír, fyrir framan pabba sinn, goðsögnina Zinedine Zidane, sem fylgdist með úr stúkunni.

Seinna í kvöld mætast Egyptaland og Fílabeinsströndin í lokaleik 8-liða úrslitanna og mun sigurliðið þar mæta Senegal í undanúrslitum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×