Enski boltinn

Semenyo vill að allt verði klárt fyrir ný­árs­dag

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Antoine Semenyo er eftirsóttur.
Antoine Semenyo er eftirsóttur. getty/Robin Jones

Antoine Semenyo, leikmaður Bournemouth, vill að framtíð sín verði ljós áður en nýja árið gengur í garð.

Semenyo hefur leikið einkar vel með Bournemouth undanfarna mánuði og mörg stærri félög renna hýru auga til Ganverjans.

Í samningi Semenyos við Bournemouth er riftunarákvæði sem nemur 65 milljónum punda en það gildir til 10. janúar og tekur svo aftur gildi í sumar.

Samkvæmt BBC er líklegast að Semenyo gangi í raðir Manchester City en viðræður félagsins við Bournemouth ku vera vel á veg komnar.

Liverpool, Manchester United, Chelsea og Tottenham hafa einnig áhuga á hinum 25 ára Semenyo sem hefur skorað níu mörk í ensku úrvalsdeildinni í vetur og lagt upp þrjú.

Eftir góða byrjun á tímabilinu hefur hallað undan fæti hjá Bournemouth að undanförnu og liðið er án sigurs í síðustu níu deildarleikjum sínum.

Næsti leikur Semenyos og félaga í Bournemouth er gegn Chelsea á Stamford Bridge annað kvöld.


Tengdar fréttir

Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann

Brentford kom sér upp í efri hluta ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag, með góðum 4-1 sigri gegn Bournmouth þar sem Kevin Schade gerði þrennu. Fulham vann dísætan sigur í Lundúnaslag gegn West Ham en Burnley og Everton gerðu markalaust jafntefli.

United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo

Manchester United leitar kantmanns til að styrkja sóknarleik liðsins fyrir síðari hluta tímabilsins. Liðið gerði hvað það gat að sannfæra Antoine Semenyo um að koma á Old Trafford en útlit er fyrir að hann gangi í raðir bláklæddra granna. En hvert leitar United næst?

Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo?

Stórlið Englands berjast þessi dægrin um undirskrift Ganamannsins Antoine Semenyo sem leikur með Bournemouth. Útlit er fyrir að Manchester City sigri það kapphlaup um mann sem hefur heillað mjög í vetur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×