Fótbolti

Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Fílabeinsströndin varð Afríkumeistari fyrir tveimur árum.
Fílabeinsströndin varð Afríkumeistari fyrir tveimur árum. getty/Fareed Kotb

Frá og með 2028 verður Afríkukeppnin í fótbolta haldin á fjögurra ára fresti. Forseti Knattspyrnusambands Afríku (Caf), Patrice Motsepe, greindi frá þessu eftir fund framkvæmdastjórnar Caf í dag.

Frá 1968 hefur Afríkukeppnin jafnan farið fram á tveggja ára fresti en eftir mótið 2028 mun það fara fram á fjögurra ára fresti.

Aftur á móti verður þjóðadeild Afríku hleypt af stokkunum 2029 og verður haldin árlega.

Afríkukeppnin 2025 hefst í Marokkó á morgun og stendur fram til 18. janúar.

Afríkukeppnin 2027 verður haldin í Kenýu, Tansaníu og Úganda en ekki liggur enn fyrir hvar mótið 2028 fer fram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×