Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Aron Guðmundsson skrifar 16. desember 2025 22:22 Lýsandi mynd fyrir leik kvöldsins. Börsungar þurftu að hafa sig alla við að ná í sigurinn. Hér má sjá Lamine Yamal, gulldreng liðsins. Vísir/Getty Stjörnum prýtt lið Barcelona þurfti að hafa fyrir sigri sínum gegn þriðju deildar liði Guadalajara í spænska bikarnum í fótbolta í kvöld. Milljarði evra munar á markaðsvirði leikmannahópa liðanna en leiknum lauk með 2-0 sigri Barcelona. Þess ber að geta að Hansi Flick, þjálfari Börsunga, stillti ekki upp einhverju varaliði í leik kvöldsins. Heldur var þar að finna stjörnuleikmenn á borð við Lamine Yamal, Marcus Rashford og Frenkie de Jong svo einhverjir séu nefndir. Byrjunarlið Barcelona í leik kvöldsins. Valinn maður í hverju rúmiVísir/Getty Bilið milli liðanna tveggja er mikið en kannski myndu einhverjir segja að fegurð fótboltans hafi skinið skært í kvöld. Markaðsvirði leikmannahóps Guadalajara metið á um 3,4 milljónir evra samkvæmt Transfermarkt, lægra markaðsvirði en síðan virta metur leikmannahóp Íslandsmeistara Víkings Reykjavíkur á (4,2 milljónir evra). Og markaðsvirði leikmannahóps Barcelona, risa í Evrópuboltanum, er rétt norðan við einn milljarð evra. Barcelona vermir toppsæti spænsku úrvalsdeildarinnar um þessar mundir en Guadalajara er í fallsæti í þriðju deildinni. Heimamenn nutu góðs stuðnings í kvöld en ekki hefur gengið vel hjá liðinu í þriðju deildinni upp á síðkastiðVísir/Getty Milljarðurinn á milli liðanna í kvöld skein ekki í gegn inn á vellinum í kvöld. Vissulega voru Börsungar nær eingöngu með boltann og sköpuðu mun fleiri færi en þeim gekk erfiðlega að koma boltanum í netið. Komið var fram á síðasta stundarfjórðung leiksins þegar að ísinn var brotinn. Andreas Christensen kom Barcelona yfir á 76.mínútu. Heimamenn brotnuðu þó ekki. Skömmu eftir mark Börsunga komust þeir nálægt því að jafna metin með skoti frá Salifo Caropiche en frábær markvarsla Ter Stegen í marki gestanna sá til þess að Barcelona var enn yfir. Þegar komið var fram í uppbótartíma tryggði enski landsliðsmaðurinn Marcus Rashford, Börsungum sigur með öðru marki liðsins. Lokatölur 2-0 sigur Barcelona og fer liðið áfram í 16-liða úrslit. Spænski boltinn Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Fleiri fréttir Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Sjá meira
Þess ber að geta að Hansi Flick, þjálfari Börsunga, stillti ekki upp einhverju varaliði í leik kvöldsins. Heldur var þar að finna stjörnuleikmenn á borð við Lamine Yamal, Marcus Rashford og Frenkie de Jong svo einhverjir séu nefndir. Byrjunarlið Barcelona í leik kvöldsins. Valinn maður í hverju rúmiVísir/Getty Bilið milli liðanna tveggja er mikið en kannski myndu einhverjir segja að fegurð fótboltans hafi skinið skært í kvöld. Markaðsvirði leikmannahóps Guadalajara metið á um 3,4 milljónir evra samkvæmt Transfermarkt, lægra markaðsvirði en síðan virta metur leikmannahóp Íslandsmeistara Víkings Reykjavíkur á (4,2 milljónir evra). Og markaðsvirði leikmannahóps Barcelona, risa í Evrópuboltanum, er rétt norðan við einn milljarð evra. Barcelona vermir toppsæti spænsku úrvalsdeildarinnar um þessar mundir en Guadalajara er í fallsæti í þriðju deildinni. Heimamenn nutu góðs stuðnings í kvöld en ekki hefur gengið vel hjá liðinu í þriðju deildinni upp á síðkastiðVísir/Getty Milljarðurinn á milli liðanna í kvöld skein ekki í gegn inn á vellinum í kvöld. Vissulega voru Börsungar nær eingöngu með boltann og sköpuðu mun fleiri færi en þeim gekk erfiðlega að koma boltanum í netið. Komið var fram á síðasta stundarfjórðung leiksins þegar að ísinn var brotinn. Andreas Christensen kom Barcelona yfir á 76.mínútu. Heimamenn brotnuðu þó ekki. Skömmu eftir mark Börsunga komust þeir nálægt því að jafna metin með skoti frá Salifo Caropiche en frábær markvarsla Ter Stegen í marki gestanna sá til þess að Barcelona var enn yfir. Þegar komið var fram í uppbótartíma tryggði enski landsliðsmaðurinn Marcus Rashford, Börsungum sigur með öðru marki liðsins. Lokatölur 2-0 sigur Barcelona og fer liðið áfram í 16-liða úrslit.
Spænski boltinn Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Fleiri fréttir Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Sjá meira