Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Sesselja Ósk Gunnarsdóttir skrifar 13. desember 2025 14:47 Sara Odden átti frábæran leik í dag fyrir Haukakonur. Vísir/Hulda Margrét Haukakonur völtuðu yfir KA/Þór 35-20 í 10. umferð Olís deildar kvenna í dag. Eftir þrjá tap leiki í röð komu Haukar sterkar til baka eftir HM pásuna og sýndu sínar bestu hliðar í dag. HM fararnir og Haukakonurnar Rakel Oddný Guðmundsdóttir og Alexandra Líf Arnarsdóttir snéru aftur í Olís-deildina í dag. Haukar tóku á móti KA/Þór á Ásvöllum og gjörsamlega völtuðu yfir gestina í fyrri hálfleik. Haukar byrjuðu leikinn af miklum krafti og það gekk hreinlega allt upp bæði varnar og sóknarlega. Liðið var komið með sjö marka forystu þegar 12 mínútur voru liðnar af fyrri hálfleik og eftir 18 mínútna leik var forystan komin í 10 mörk. Haukar fóru inn í hálfleik með miklum yfirburðum og með 14 marka forystu. Síðari hálfleikur var töluvert jafnari hjá liðunum en Haukakonur gáfu ekki tommu eftir og lokatölur urðu 35-20 fyrir Haukum. Atvik leiksins Það gekk allt upp hjá Haukum sem byrjuðu leikinn af krafti. Liðið stakk af strax í byrjun leiks og gáfu ekki tommu eftir. Stjörnur og skúrkar Rakel Oddný Guðmundsdóttir átti frábæran leik og var með 11 mörk. Jóhanna Margrét Sigurðardóttir var einnig frábær í dag og skoraði 9 mörk. Sara Marie Odden var með 8 mörk í þessum mikilvæga sigri Hauka í dag. Það má ekki gleyma Söru Sif Helgadóttur sem var með 11 skot varin og átti stóran þátt í þessum sigri. Stemning og umgjörð Frábær stemning í Kuehne + Nagel höllinni í Hafnarfirði. Fámennt en góðmennt í stúkunni góðu. Dómarar Árni Snær Magnússon og Bóas Börkur Bóasson stóðu vaktina hér í dag með prýði. Eftirlitsmaður leiksins var Hlynur Leifsson. Olís-deild kvenna Haukar KA Þór Akureyri
Haukakonur völtuðu yfir KA/Þór 35-20 í 10. umferð Olís deildar kvenna í dag. Eftir þrjá tap leiki í röð komu Haukar sterkar til baka eftir HM pásuna og sýndu sínar bestu hliðar í dag. HM fararnir og Haukakonurnar Rakel Oddný Guðmundsdóttir og Alexandra Líf Arnarsdóttir snéru aftur í Olís-deildina í dag. Haukar tóku á móti KA/Þór á Ásvöllum og gjörsamlega völtuðu yfir gestina í fyrri hálfleik. Haukar byrjuðu leikinn af miklum krafti og það gekk hreinlega allt upp bæði varnar og sóknarlega. Liðið var komið með sjö marka forystu þegar 12 mínútur voru liðnar af fyrri hálfleik og eftir 18 mínútna leik var forystan komin í 10 mörk. Haukar fóru inn í hálfleik með miklum yfirburðum og með 14 marka forystu. Síðari hálfleikur var töluvert jafnari hjá liðunum en Haukakonur gáfu ekki tommu eftir og lokatölur urðu 35-20 fyrir Haukum. Atvik leiksins Það gekk allt upp hjá Haukum sem byrjuðu leikinn af krafti. Liðið stakk af strax í byrjun leiks og gáfu ekki tommu eftir. Stjörnur og skúrkar Rakel Oddný Guðmundsdóttir átti frábæran leik og var með 11 mörk. Jóhanna Margrét Sigurðardóttir var einnig frábær í dag og skoraði 9 mörk. Sara Marie Odden var með 8 mörk í þessum mikilvæga sigri Hauka í dag. Það má ekki gleyma Söru Sif Helgadóttur sem var með 11 skot varin og átti stóran þátt í þessum sigri. Stemning og umgjörð Frábær stemning í Kuehne + Nagel höllinni í Hafnarfirði. Fámennt en góðmennt í stúkunni góðu. Dómarar Árni Snær Magnússon og Bóas Börkur Bóasson stóðu vaktina hér í dag með prýði. Eftirlitsmaður leiksins var Hlynur Leifsson.