Enski boltinn

Sjóð­heitur Andri Lucas á­fram á skotskónum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Andri Guðjohnsen fagnar marki sínu fyrir Blackburn Rovers í kvöld.
Andri Guðjohnsen fagnar marki sínu fyrir Blackburn Rovers í kvöld. Getty/Kate McShane

Andri Lucas Guðjohnsen skoraði enn á ný fyrir Blackburn í ensku B-deildinni í kvöld en íslenski framherjinn er einn sá heitasti í enska boltanum í dag.

Andri Lucas skoraði fyrsta mark leiksins þegar Blackburn komst í 1-0 á 76. mínútu en markið skoraði hann eftir stoðsendingu frá George Pratt.

Andri Lucas var að skora í öðrum leiknum í röð og alls sitt sjötta deildarmark í síðustu átta leikjum.

Þegar Andri var tekinn af velli stuttu síðar stefndi allt í sigur heimamanna. Ipswich tókst hins vegar að tryggja sér jafntefli með marki á fjórðu mínútu í uppbótatíma. Markið skoraði Sindre Walle Egeli.

Grátleg niðurstaða fyrir Andra og félaga sem héldu að þrjú stig væru að koma í höfn.

Jafnteflið kemur Blackburn upp í átjánda sæti en liðið hefur náð í 14 af 23 stigum sínum í þessum síðustu átta leikjum þar sem Andri hefur verið sjóðandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×