Hótað lífláti eftir mistökin Sindri Sverrisson skrifar 1. desember 2025 15:17 Kimi Antonelli hefur vonandi lesið sem minnst af viðbjóðnum sem sendur var á hann í gær. Getty/Clive Rose Forráðamenn Formúlu 1 liðs Red Bull hafa beðist afsökunar á sínum þætti í þeirri reiðiöldu sem beindist að Kimi Antonelli, ökuþór Mercedes, sem fékk líflátshótanir eftir kappaksturinn í Katar um helgina. Antonelli hefur breytt um prófílmynd á Instagram og er mynd þessa 19 ára Ítala nú einfaldlega alsvört, eftir aðkastið sem hann hefur orðið fyrir. Eins og fjallað var um á Vísi í morgun var Antonelli sakaður um að hafa viljandi hleypt Lando Norris hjá McLaren fram úr sér, upp í 4. sæti, á næstsíðasta hringnum í gær. Norris fékk tveimur stigum meira fyrir að komast úr 5. sætinu og er því enn með tíu stiga forskot á Max Verstappen, en ekki tólf stiga, fyrir lokakappaksturinn í Abu Dhabi um helgina. Það ýtti eflaust undir reiðina í garð Antonelli að það heyrðist þegar Gianpiero Lambiase, keppnisverkfræðingur Red Bull, heyrðist segja í talstöðinni við Verstappen að Antonelli hefði hleypt Norris fram úr sér þegar í raun var um að ræða mistök hjá Antonelli. „Við erum í baráttunni um 2. sæti í keppni bílasmiða, sem er mikilvægt fyrir okkur. Kimi var að berjast um að ná mögulega 3. sæti. Hversu heilalaus þarftu að vera til að segja eitthvað svona?“ sagði Toto Wolff, framkvæmdastjóri Mercedes en bætti við að Lambiase hefði beðist afsökunar á ummælunum. BBC hefur eftir Mercedes að sum af ljótustu skilaboðunum sem send hafi verið á Antonelli í gegnum samfélagsmiðla séu hreinlega líflátshótanir. Í yfirlýsingu frá Red Bull er þáttur liðsins í þessu harmaður: „Ummæli undir lok og strax eftir kappaksturinn í Katar, með getgátum um að Kimi Antonelli ökuþór Mercedes hefði viljandi hleypt Lando Norris fram úr sér, eru augljóslega ekki sönn. Endursýningar sýna að Antonelli missti um stundarsakir stjórn á bílnum sem varð til þess að Norris komst fram úr. Okkur þykir afskaplega leitt að þetta hafi leitt til þess að Kimi varð fyrir netníði.“ Samkvæmt Mercedes var „1.100% aukning í netníði miðað við það sem við sjáum venjulega eftir sunnudagskappakstur“. Fylgst er með Instagram-rás hans og hann þarf því ekki sjálfur að lesa ummælin. Akstursíþróttir Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Undirbýr Liverpool líf án Salah? Enski boltinn Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Körfubolti Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Fleiri fréttir Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Piastri vann sprettkeppnina og dró á Norris Vill ekki hjálpa liðsfélaganum að vinna heimsmeistaratitilinn Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sjá meira
Antonelli hefur breytt um prófílmynd á Instagram og er mynd þessa 19 ára Ítala nú einfaldlega alsvört, eftir aðkastið sem hann hefur orðið fyrir. Eins og fjallað var um á Vísi í morgun var Antonelli sakaður um að hafa viljandi hleypt Lando Norris hjá McLaren fram úr sér, upp í 4. sæti, á næstsíðasta hringnum í gær. Norris fékk tveimur stigum meira fyrir að komast úr 5. sætinu og er því enn með tíu stiga forskot á Max Verstappen, en ekki tólf stiga, fyrir lokakappaksturinn í Abu Dhabi um helgina. Það ýtti eflaust undir reiðina í garð Antonelli að það heyrðist þegar Gianpiero Lambiase, keppnisverkfræðingur Red Bull, heyrðist segja í talstöðinni við Verstappen að Antonelli hefði hleypt Norris fram úr sér þegar í raun var um að ræða mistök hjá Antonelli. „Við erum í baráttunni um 2. sæti í keppni bílasmiða, sem er mikilvægt fyrir okkur. Kimi var að berjast um að ná mögulega 3. sæti. Hversu heilalaus þarftu að vera til að segja eitthvað svona?“ sagði Toto Wolff, framkvæmdastjóri Mercedes en bætti við að Lambiase hefði beðist afsökunar á ummælunum. BBC hefur eftir Mercedes að sum af ljótustu skilaboðunum sem send hafi verið á Antonelli í gegnum samfélagsmiðla séu hreinlega líflátshótanir. Í yfirlýsingu frá Red Bull er þáttur liðsins í þessu harmaður: „Ummæli undir lok og strax eftir kappaksturinn í Katar, með getgátum um að Kimi Antonelli ökuþór Mercedes hefði viljandi hleypt Lando Norris fram úr sér, eru augljóslega ekki sönn. Endursýningar sýna að Antonelli missti um stundarsakir stjórn á bílnum sem varð til þess að Norris komst fram úr. Okkur þykir afskaplega leitt að þetta hafi leitt til þess að Kimi varð fyrir netníði.“ Samkvæmt Mercedes var „1.100% aukning í netníði miðað við það sem við sjáum venjulega eftir sunnudagskappakstur“. Fylgst er með Instagram-rás hans og hann þarf því ekki sjálfur að lesa ummælin.
Akstursíþróttir Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Undirbýr Liverpool líf án Salah? Enski boltinn Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Körfubolti Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Fleiri fréttir Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Piastri vann sprettkeppnina og dró á Norris Vill ekki hjálpa liðsfélaganum að vinna heimsmeistaratitilinn Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sjá meira