Undirbýr Liverpool líf án Salah? Valur Páll Eiríksson skrifar 1. desember 2025 13:45 Mohamed Salah hafði átt fast sæti í byrjunarliði Liverpool í öllum deildarleikjum undir stjórn Arne Slot, þar til í gær. Getty/Stu Forster Mohamed Salah sat allan leikinn á varamannabekk Liverpool þegar liðið vann langþráðan 2-0 útisigur á West Ham United um helgina. Ákvörðun þjálfarans Arne Slot gæti gefið til kynna að hlutverk Egyptans fari minnkandi. Farið er að hitna undir stjórasæti Slot í Liverpool en Púllarar höfðu tapað níu af tólf leikjum í aðdraganda leiks helgarinnar. Þar á meðal voru 3-0 tap fyrir Nottingham Forest á heimavelli síðustu helgi og 4-1 tap á sama velli fyrir PSV í Meistaradeildinni í miðri viku. Mohamed Salah hefur verið besti leikmaður Liverpool síðan hann gekk í raðir félagsins fyrir tæpum áratug og var lykillinn að Englandsmeistaratitli liðsins í vor. Frammistaða hans hefur hins vegar verið ámælisverð það sem af er vetri. Liverpool vann loks leik á ný og hélt hreinu í fyrsta skipti um hríð þegar Salah sat allan tímann á bekknum um helgina. Það var í fyrsta sinn frá því í apríl 2024 sem hann situr heilan leik á varamannabekknum í ensku úrvalsdeildinni, þá hafði Jurgen Klopp hann á bekknum, einnig í leik við West Ham í Lundúnum. Slot tók stóra ákvörðun með því að láta Salah sitja á bekknum en var verðlaunaður fyrir með 2-0 sigri, einn af aðeins tveimur sigrum Liverpool í síðustu átta deildarleikjum. Salah var einnig á bekknum í 5-1 útisigri á Frankfurt í Meistaradeild Evrópu fyrr í haust og veltir margur því upp hvort liðið sé hreinlega betra án Egyptans. Ljóst er að Púllarar verða án hans um nokkurra vikna skeið þegar hann heldur á Afríkumótið í Marokkó með egypska landsliðinu síðar í þessum mánuði. Góðu tíðindin fyrir Liverpool eru þau að Svíanum Alexander Isak tókst loks að brjóta ísinn í ensku úrvalsdeildinni í sigri sunnudagsins. „Salah getur ekki kvartað yfir þessu því að hann hefur ekki verið að spila vel, og þegar svo er, þá verður maður að sætta sig við ákvörðunina,“ segir Alan Shearer, knattspyrnufræðingur hjá breska ríkisútvarpinu, BBC. „Þetta virkaði fyrir Liverpool, og það hefur virkað fyrir Isak, því hann var munurinn á liðunum,“ bætir Shearer við. Búast má við því að Salah snúi aftur í Liverpool-liðið þegar það mætir Sunderland á miðvikudagskvöldið kemur. Heil umferð fer fram í ensku úrvalsdeildinni frá þriðjudegi fram á fimmtudag. Allir leikir vikunnar verða sýndir beint á Sýn Sport en sjá má dagskránna að neðan. Þriðjudagur 2. desember 18:50 VARsjáin (Sýn Sport) 19:30 Fulham - Manchester City (Sýn Sport 2) 19:30 Bournemouth - Everton (Sýn Sport 3) 20:15 Newcastle - Tottenham (Sýn Sport) Miðvikudagur 3. desember 19:15 Doc Zone - allir leikirnir í beinni samtímis (Sýn Sport) 19:30 Arsenal - Brentford (Sýn Sport 3) 19:30 Brighton - Aston Villa (Sýn Sport 5) 19:30 Burnley - Crystal Palace (Sýn Sport 6) 19:30 Wolves - Nottingham Forest (Sýn Sport Ísland 3) 20:15 Leeds - Chelsea (Sýn Sport 4) 20:15 Liverpool - Sunderland (Sýn Sport 2) Fimmtudagur 4. desember 20:00 Manchester United - Everton (Sýn Sport) 22:10 Big Ben (Sýn Sport) Enski boltinn Mest lesið „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Handbolti Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Enski boltinn „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Körfubolti Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Enski boltinn Fleiri fréttir Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Sjá meira
Farið er að hitna undir stjórasæti Slot í Liverpool en Púllarar höfðu tapað níu af tólf leikjum í aðdraganda leiks helgarinnar. Þar á meðal voru 3-0 tap fyrir Nottingham Forest á heimavelli síðustu helgi og 4-1 tap á sama velli fyrir PSV í Meistaradeildinni í miðri viku. Mohamed Salah hefur verið besti leikmaður Liverpool síðan hann gekk í raðir félagsins fyrir tæpum áratug og var lykillinn að Englandsmeistaratitli liðsins í vor. Frammistaða hans hefur hins vegar verið ámælisverð það sem af er vetri. Liverpool vann loks leik á ný og hélt hreinu í fyrsta skipti um hríð þegar Salah sat allan tímann á bekknum um helgina. Það var í fyrsta sinn frá því í apríl 2024 sem hann situr heilan leik á varamannabekknum í ensku úrvalsdeildinni, þá hafði Jurgen Klopp hann á bekknum, einnig í leik við West Ham í Lundúnum. Slot tók stóra ákvörðun með því að láta Salah sitja á bekknum en var verðlaunaður fyrir með 2-0 sigri, einn af aðeins tveimur sigrum Liverpool í síðustu átta deildarleikjum. Salah var einnig á bekknum í 5-1 útisigri á Frankfurt í Meistaradeild Evrópu fyrr í haust og veltir margur því upp hvort liðið sé hreinlega betra án Egyptans. Ljóst er að Púllarar verða án hans um nokkurra vikna skeið þegar hann heldur á Afríkumótið í Marokkó með egypska landsliðinu síðar í þessum mánuði. Góðu tíðindin fyrir Liverpool eru þau að Svíanum Alexander Isak tókst loks að brjóta ísinn í ensku úrvalsdeildinni í sigri sunnudagsins. „Salah getur ekki kvartað yfir þessu því að hann hefur ekki verið að spila vel, og þegar svo er, þá verður maður að sætta sig við ákvörðunina,“ segir Alan Shearer, knattspyrnufræðingur hjá breska ríkisútvarpinu, BBC. „Þetta virkaði fyrir Liverpool, og það hefur virkað fyrir Isak, því hann var munurinn á liðunum,“ bætir Shearer við. Búast má við því að Salah snúi aftur í Liverpool-liðið þegar það mætir Sunderland á miðvikudagskvöldið kemur. Heil umferð fer fram í ensku úrvalsdeildinni frá þriðjudegi fram á fimmtudag. Allir leikir vikunnar verða sýndir beint á Sýn Sport en sjá má dagskránna að neðan. Þriðjudagur 2. desember 18:50 VARsjáin (Sýn Sport) 19:30 Fulham - Manchester City (Sýn Sport 2) 19:30 Bournemouth - Everton (Sýn Sport 3) 20:15 Newcastle - Tottenham (Sýn Sport) Miðvikudagur 3. desember 19:15 Doc Zone - allir leikirnir í beinni samtímis (Sýn Sport) 19:30 Arsenal - Brentford (Sýn Sport 3) 19:30 Brighton - Aston Villa (Sýn Sport 5) 19:30 Burnley - Crystal Palace (Sýn Sport 6) 19:30 Wolves - Nottingham Forest (Sýn Sport Ísland 3) 20:15 Leeds - Chelsea (Sýn Sport 4) 20:15 Liverpool - Sunderland (Sýn Sport 2) Fimmtudagur 4. desember 20:00 Manchester United - Everton (Sýn Sport) 22:10 Big Ben (Sýn Sport)
Enski boltinn Mest lesið „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Handbolti Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Enski boltinn „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Körfubolti Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Enski boltinn Fleiri fréttir Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Sjá meira