Handbolti

Upp­runa­lega ein­takið af þýska skildinum í höndum þjófa

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Mathias Gidsel og félagar eru ekki lengur með þýska meistaraskjöldinn í höndunum.
Mathias Gidsel og félagar eru ekki lengur með þýska meistaraskjöldinn í höndunum.

Füchse Berlin varð Þýskalandsmeistari í handbolta í fyrsta sinn í vor en nú, rúmum fimm mánuðum síðar, hefur meistaraskildinum verið stolið af þeim.

Berlínarbúar bjuggust við því að halda í skjöldinn í að minnsta kosti eitt ár og jafnvel lengur ef liðinu gengi vel á þessu tímabili en síðastliðinn þriðjudag var brotist inn í heimili félagsins og látið greipar sópa.

Stuldurinn er til rannsóknar hjá lögreglu og þjófnaðurinn er til á upptöku, en fáar vísbendingar eru annars til staðar um sökudólgana, samkvæmt umfjöllun Bild.

Oliver Lücke, fjölmiðlafulltrúi hjá þýska handknattleikssambandinu, staðfesti svo að um væri að ræða upprunalega eintakið af meistaraskildinum.

Skjöldurinn er gerður úr 2.9 kílógrömmum af sterling silfri og er 46 sentímetrar að þvermáli. Andvirði hans er metið á um 12 þúsund evrur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×