Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. nóvember 2025 23:18 Nik Chamberlain kvaddi Breiðablik eftir að hafa komið liðinu í átta liða úrslit Evrópubikars kvenna í fótbolta. vísir/anton Breiðablik tryggði sér sæti í átta liða úrslitum Evrópubikars kvenna í fótbolta með dramatískum sigri á Fortuna Hjørring á útivelli, 2-4. Sigurgleði Blikaliðsins í leikslok var ósvikin og fráfarandi þjálfari þess fór fögrum orðum um það í kveðjuræðu sinni. Breiðablik tapaði fyrri leiknum gegn Fortuna Hjørring á Kópavogsvelli, 0-1, og lenti 2-0 undir í leiknum á Jótlandi í dag. En Íslands- og bikarmeistararnir gáfust ekki upp, skoruðu þrjú mörk og því þurfti að framlengja. Í framlengingunni skoraði hin sautján ára Edith Kristín Kristjánsdóttir fjórða mark Blika og tryggði þeim sæti í næstu umferð. Breiðablik vann einvígið, 4-3 samanlagt. Eins og við mátti búast fögnuðu leikmenn og starfslið Breiðabliks vel og innilega í leiknum eins og sást á myndböndum sem birtust á Instagram-síðu félagsins. View this post on Instagram A post shared by Breiðablik FC (@breidablikfc) Nik Chamberlain stýrði Breiðabliki í síðasta sinn í kvöld en hann hefur verið ráðinn þjálfari Kristianstad í Svíþjóð. Nik hélt smá tölu úti á velli eftir leikinn í dag þar sem hann hrósaði Breiðabliksliðinu í hástert. „Þetta var ótrúlegt. Að koma til baka eins og við gerðum eftir að hafa lent 2-0 undir. Eins og við töluðum um í gær og fyrradag hafa allir hlutverk. Það skiptir ekki máli hvort þú spilar tíu mínútur eða 120. Allir gerðu sitt í dag,“ sagði Nik. „Við komum á helvíti erfiðan stað, 2-0 undir og unnum í fjandans framlengingu. Ég gat ekki beðið um meira þessi tvö ár sem ég hef verið hérna. Þetta var fullkominn endir.“ View this post on Instagram A post shared by Breiðablik FC (@breidablikfc) Í lokin sagðist Nik vonast til þess að Breiðablik myndi mæta Häcken í næstu umferð Evrópubikarsins. Og honum varð að ósk sinni því sænsku meistararnir slógu Inter út, 1-0 samanlagt. Leikir Breiðabliks og Häcken fara fram í febrúar á næsta ári. Þar stýrir Ian Jeffs Blikaliðinu en hann var ráðinn þjálfari þess á dögunum. Á þeim tveimur árum sem Nik stýrði Breiðabliki varð liðið tvívegis Íslandsmeistari og einu sinni bikarmeistari. Evrópubikar kvenna í fótbolta Breiðablik Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Sjá meira
Breiðablik tapaði fyrri leiknum gegn Fortuna Hjørring á Kópavogsvelli, 0-1, og lenti 2-0 undir í leiknum á Jótlandi í dag. En Íslands- og bikarmeistararnir gáfust ekki upp, skoruðu þrjú mörk og því þurfti að framlengja. Í framlengingunni skoraði hin sautján ára Edith Kristín Kristjánsdóttir fjórða mark Blika og tryggði þeim sæti í næstu umferð. Breiðablik vann einvígið, 4-3 samanlagt. Eins og við mátti búast fögnuðu leikmenn og starfslið Breiðabliks vel og innilega í leiknum eins og sást á myndböndum sem birtust á Instagram-síðu félagsins. View this post on Instagram A post shared by Breiðablik FC (@breidablikfc) Nik Chamberlain stýrði Breiðabliki í síðasta sinn í kvöld en hann hefur verið ráðinn þjálfari Kristianstad í Svíþjóð. Nik hélt smá tölu úti á velli eftir leikinn í dag þar sem hann hrósaði Breiðabliksliðinu í hástert. „Þetta var ótrúlegt. Að koma til baka eins og við gerðum eftir að hafa lent 2-0 undir. Eins og við töluðum um í gær og fyrradag hafa allir hlutverk. Það skiptir ekki máli hvort þú spilar tíu mínútur eða 120. Allir gerðu sitt í dag,“ sagði Nik. „Við komum á helvíti erfiðan stað, 2-0 undir og unnum í fjandans framlengingu. Ég gat ekki beðið um meira þessi tvö ár sem ég hef verið hérna. Þetta var fullkominn endir.“ View this post on Instagram A post shared by Breiðablik FC (@breidablikfc) Í lokin sagðist Nik vonast til þess að Breiðablik myndi mæta Häcken í næstu umferð Evrópubikarsins. Og honum varð að ósk sinni því sænsku meistararnir slógu Inter út, 1-0 samanlagt. Leikir Breiðabliks og Häcken fara fram í febrúar á næsta ári. Þar stýrir Ian Jeffs Blikaliðinu en hann var ráðinn þjálfari þess á dögunum. Á þeim tveimur árum sem Nik stýrði Breiðabliki varð liðið tvívegis Íslandsmeistari og einu sinni bikarmeistari.
Evrópubikar kvenna í fótbolta Breiðablik Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Sjá meira