Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. nóvember 2025 12:32 Sydney Joy Schertenleib fagnar einu af mörkum sínum fyrir Barcelona. Getty/ Javier Borrego Hinn nýi Nývangur er glæsileg bygging og hún kemur líka með ýmsar nýjungar fyrir knattspyrnufélagið Barcelona. Meðal þess er meira jafnrétti á milli kynjanna. Kvennalið Barcelona mun nefnilega fá búningsklefa á nýja Camp Nou sem er jafnstór og á sama stað á leikvanginum og sá hjá karlaliðinu. Þetta kemur fram í fyrstu teikningum sem spænskir fjölmiðlar hafa komist yfir, en þær sýna að kvennaliðið fær loksins jafnt pláss og karlaliðið á einum þekktasta leikvangi heims. Þetta kann að virðast einföld breyting á aðstöðu, en hún sendir skýr skilaboð um hvernig félagið vill meta kvennaliðið til framtíðar. Jafnt pláss, jöfn meðferð og alvöru heimili á aðalleikvanginum. „Þær geta skipt um föt og gert sig tilbúnar í sínu eigin rými, því þetta er þeirra heimili,“ sagði Xavi Puig, stjórnarmaður hjá Barcelona. Það vantar heldur ekki upp á afrek kvennaliðsins á síðustu árum. Meira að segja Barcelona-karlarnir geta ekki jafnað þær þar. Á rúmum áratug hafa þær unnið spænsku deildina átta sinnum, spænska bikarinn átta sinnum, Meistaradeild Evrópu þrisvar sinnum og alls spilað sex af síðustu sjö úrslitaleikjum Meistaradeildarinnar. Leikmenn Barcelona hafa líka unnið Gullknöttinn, Ballon d'Or Féminin, undanfarin fimm ár. Fyrst Alexia Putellas í tvö ár og svo Aitana Bonmatí undanfarin þrjú ár. View this post on Instagram A post shared by GIRLACTICO (@girlactico) Spænski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Enski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Sjá meira
Kvennalið Barcelona mun nefnilega fá búningsklefa á nýja Camp Nou sem er jafnstór og á sama stað á leikvanginum og sá hjá karlaliðinu. Þetta kemur fram í fyrstu teikningum sem spænskir fjölmiðlar hafa komist yfir, en þær sýna að kvennaliðið fær loksins jafnt pláss og karlaliðið á einum þekktasta leikvangi heims. Þetta kann að virðast einföld breyting á aðstöðu, en hún sendir skýr skilaboð um hvernig félagið vill meta kvennaliðið til framtíðar. Jafnt pláss, jöfn meðferð og alvöru heimili á aðalleikvanginum. „Þær geta skipt um föt og gert sig tilbúnar í sínu eigin rými, því þetta er þeirra heimili,“ sagði Xavi Puig, stjórnarmaður hjá Barcelona. Það vantar heldur ekki upp á afrek kvennaliðsins á síðustu árum. Meira að segja Barcelona-karlarnir geta ekki jafnað þær þar. Á rúmum áratug hafa þær unnið spænsku deildina átta sinnum, spænska bikarinn átta sinnum, Meistaradeild Evrópu þrisvar sinnum og alls spilað sex af síðustu sjö úrslitaleikjum Meistaradeildarinnar. Leikmenn Barcelona hafa líka unnið Gullknöttinn, Ballon d'Or Féminin, undanfarin fimm ár. Fyrst Alexia Putellas í tvö ár og svo Aitana Bonmatí undanfarin þrjú ár. View this post on Instagram A post shared by GIRLACTICO (@girlactico)
Spænski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Enski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Sjá meira