Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. nóvember 2025 07:30 Heimir Hallgrímsson fagnar sigri Íra á Ungverjum á Puskás-leikvanginum í gær. Getty/ Stephen McCarthy Heimir Hallgrímsson fagnaði vel í leikslok en var yfirvegaður þegar hann mætti á blaðamannafundinn eftir dramatískan sigur á Ungverjum í Búdapest í gær. Undir hans stjórn gerðu Írar hið ótrúlega, unnu þrjá síðustu leiki sína í riðlinum og tryggðu sér sæti í umspilinu um laust HM-sæti. Blaðamaður Iris Mirror lýsti innkomu Eyjamannsins á blaðamannafundinn á Puskas-leikvanginum. „Hlátrasköllin og söngurinn heyrðust úr búningsklefa Íra niður ganginn frá risastóru blaðamannaherbergi Puskas-leikvangsins þegar írski landsliðsþjálfarinn settist niður til að kryfja það sem hann hafði nýverið orðið vitni að,“ skrifaði Mark McCadden hjá Irish Mirror. Súrrealískt að heyra þessi hljóð „Það var súrrealískt að heyra þessi hljóð og sjá í símunum okkar hvað var að gerast inni í búningsklefanum þökk sé Festy Ebosele, sem var með beina útsendingu af taumlausri gleðinni á Instagram. Á sama tíma var Hallgrímsson þó jafn svalur og búast mátti við af manni frá Íslandi,“ skrifaði McCadden. Hann sagði svo frá því sem Heimir talaði um á fundinum. „Ég veit hvar við erum stödd, ég veit hvað þetta þýðir, ekki bara fyrir þennan hóp,“ sagði Heimir. „Ég held að ef við höldum áfram að vaxa, ef við höldum áfram að vinna, þá snýst þetta ekki bara um þetta lið og vöxt þess og möguleikana á að komast á HM. Þetta mun hjálpa írska knattspyrnusambandinu fjárhagslega, sem mun svo aftur hjálpa öllum írskum fótbolta, kvennalandsliðinu, hverjum sem er,“ sagði Heimir. Fólk mun líta til baka eftir tíu ár „Þannig að nú er tími til að líta til baka og hugsa að þetta sé algjört tækifæri og möguleiki til vaxtar, ekki bara fyrir okkur heldur fyrir írskan fótbolta. Við ættum að meta það og hugsa um þessa stráka og ég vona að eftir tíu ár muni fólk líta til baka og segja að þessir strákar hafi byrjað þetta, að þetta sé liðið sem hóf þessa vegferð,“ sagði Heimir. Heimir hélt því fram á fundinum að hann lesi ekki blöðin og noti ekki samfélagsmiðla. Hann ætlar ekki að byrja á því eftir þennan frábæra árangur. „Þá væri kaldhæðnislegt að byrja að lesa allt þetta þegar maður afrekar eitthvað,“ sagði Heimir. Lýsti markinu við markið hans Arnórs á móti Austurríki Heimir lýsti sigurmarkinu hjá Troy Parrott samanborið við markið sem Arnór Ingvi Traustason skoraði í sigri Íslands á móti Austurríkismönnum á Stade de France á EM 2016. Hann var spurður hvort hann hefði upplifað eitthvað svipað og alsæluna sem fylgdi sigurmarki Parrott á síðustu stundu. „Já, það hef ég,“ sagði hann. „Á síðustu mínútunum skoraði Ísland gegn Austurríki í úrslitakeppni EM, það var alveg eins og þetta. En þessar stundir man maður það sem eftir er ævinnar þegar þær gerast svona,“ sagði Heimir. Blaðamaðurinn vildi þó gera lítið úr því og sagði að Ísland hefði nægt jafntefli í þessum leik á móti Austurríkismönnum en áttaði sig ekki á því að íslenska liðið átti þá í vök að verjast gegn Austurríkismönnum auk þess sem að sigurinn tryggði liðinu langþráðan leik á móti Englandi. HM 2026 í fótbolta Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Í beinni: Wolves - Manchester United | Án sigurs mæta Úlfarnir Rauðu djöflunum Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Fleiri fréttir Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Í beinni: Wolves - Manchester United | Án sigurs mæta Úlfarnir Rauðu djöflunum Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Óheppnin eltir Éder Militao: Frá í nokkra mánuði Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Barcelona stillti upp yngsta byrjunarliði félagsins í 95 ár Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Sjá meira
Blaðamaður Iris Mirror lýsti innkomu Eyjamannsins á blaðamannafundinn á Puskas-leikvanginum. „Hlátrasköllin og söngurinn heyrðust úr búningsklefa Íra niður ganginn frá risastóru blaðamannaherbergi Puskas-leikvangsins þegar írski landsliðsþjálfarinn settist niður til að kryfja það sem hann hafði nýverið orðið vitni að,“ skrifaði Mark McCadden hjá Irish Mirror. Súrrealískt að heyra þessi hljóð „Það var súrrealískt að heyra þessi hljóð og sjá í símunum okkar hvað var að gerast inni í búningsklefanum þökk sé Festy Ebosele, sem var með beina útsendingu af taumlausri gleðinni á Instagram. Á sama tíma var Hallgrímsson þó jafn svalur og búast mátti við af manni frá Íslandi,“ skrifaði McCadden. Hann sagði svo frá því sem Heimir talaði um á fundinum. „Ég veit hvar við erum stödd, ég veit hvað þetta þýðir, ekki bara fyrir þennan hóp,“ sagði Heimir. „Ég held að ef við höldum áfram að vaxa, ef við höldum áfram að vinna, þá snýst þetta ekki bara um þetta lið og vöxt þess og möguleikana á að komast á HM. Þetta mun hjálpa írska knattspyrnusambandinu fjárhagslega, sem mun svo aftur hjálpa öllum írskum fótbolta, kvennalandsliðinu, hverjum sem er,“ sagði Heimir. Fólk mun líta til baka eftir tíu ár „Þannig að nú er tími til að líta til baka og hugsa að þetta sé algjört tækifæri og möguleiki til vaxtar, ekki bara fyrir okkur heldur fyrir írskan fótbolta. Við ættum að meta það og hugsa um þessa stráka og ég vona að eftir tíu ár muni fólk líta til baka og segja að þessir strákar hafi byrjað þetta, að þetta sé liðið sem hóf þessa vegferð,“ sagði Heimir. Heimir hélt því fram á fundinum að hann lesi ekki blöðin og noti ekki samfélagsmiðla. Hann ætlar ekki að byrja á því eftir þennan frábæra árangur. „Þá væri kaldhæðnislegt að byrja að lesa allt þetta þegar maður afrekar eitthvað,“ sagði Heimir. Lýsti markinu við markið hans Arnórs á móti Austurríki Heimir lýsti sigurmarkinu hjá Troy Parrott samanborið við markið sem Arnór Ingvi Traustason skoraði í sigri Íslands á móti Austurríkismönnum á Stade de France á EM 2016. Hann var spurður hvort hann hefði upplifað eitthvað svipað og alsæluna sem fylgdi sigurmarki Parrott á síðustu stundu. „Já, það hef ég,“ sagði hann. „Á síðustu mínútunum skoraði Ísland gegn Austurríki í úrslitakeppni EM, það var alveg eins og þetta. En þessar stundir man maður það sem eftir er ævinnar þegar þær gerast svona,“ sagði Heimir. Blaðamaðurinn vildi þó gera lítið úr því og sagði að Ísland hefði nægt jafntefli í þessum leik á móti Austurríkismönnum en áttaði sig ekki á því að íslenska liðið átti þá í vök að verjast gegn Austurríkismönnum auk þess sem að sigurinn tryggði liðinu langþráðan leik á móti Englandi.
HM 2026 í fótbolta Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Í beinni: Wolves - Manchester United | Án sigurs mæta Úlfarnir Rauðu djöflunum Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Fleiri fréttir Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Í beinni: Wolves - Manchester United | Án sigurs mæta Úlfarnir Rauðu djöflunum Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Óheppnin eltir Éder Militao: Frá í nokkra mánuði Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Barcelona stillti upp yngsta byrjunarliði félagsins í 95 ár Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Sjá meira