Fótbolti

EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það verður keppt um Henri Delaunay-bikarinn á Bretlandseyjum sumarið 2028.
Það verður keppt um Henri Delaunay-bikarinn á Bretlandseyjum sumarið 2028. Getty/ James Manning

Knattspyrnusamband Evrópu hefur gengið frá skipulagi sínu fyrir næsta Evrópumót karla í fótbolta og tilkynnti um áætlanir sínar í gær.

Cardiff verður gestgjafi opnunarleiksins á Evrópumóti karla í knattspyrnu í Bretlandi og Írlandi árið 2028. Undanúrslitaleikirnir og úrslitaleikurinn fara fram á Wembley í London.

Evrópumótið hefst 9. júní og úrslitaleikurinn fer fram 9. júlí 2028. 24 þjóðir munu taka þátt og verður þeim skipt niður í sex fjögurra þjóða riðla þar sem tvö efstu liðin fara í sextán liða úrslit auk fjögurra af sex þjóðum sem enda í þriðja sætinu.

Átta liða úrslitin fara fram á Principality-leikvanginum í Cardiff, Aviva-leikvanginum í Dublin, Hampden Park í Glasgow og Wembley sem var einnig notaður fyrir undanúrslit og úrslitaleik árið 1996 og í útgáfunni sem frestað var árið 2020.

Dregið verður í undankeppnina í Belfast þann 6. desember 2026.

Eins og við var að búast munu gestgjafaþjóðirnar leika í sínum heimalöndum ef þær komast áfram. England leikur sinn opnunarleik á heimavelli Manchester City og mun leika restina af leikjunum á Wembley, að sögn UEFA.

Auk Wembley verður Tottenham Hotspur Stadium einnig notaður í London. Leikvangar Everton, Newcastle og Aston Villa verða einnig notaðir í Englandi. Í Skotlandi verður leikið á Hampden Park í Glasgow en Írland leggur til Dublin Arena. 51 leikur verður spilaður á mótinu.

Hvorki Anfield (61.000 áhorfendur) né Old Trafford (74.000 áhorfendur) verða notaðir á mótinu.

Uefa



Fleiri fréttir

Sjá meira


×