Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Kjartan Kjartansson skrifar 12. nóvember 2025 09:08 Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, á ekki sjö dagana sæla. Hann er sögulega óvinsæll, flokkur hans hefur hrapað í könnunum og ríkisstjórn hans er líklega til að leggja fram tillögur um skattahækkanir á næstu vikum. Vísir/EPA Staða Keirs Starmer, forsætisráðherra Bretlands, er talin vera í hættu og bandamenn hans óttast að ósáttir þingmenn eða ráðherrar gætu skorað hann á hólm, jafnvel á allra næstu vikum. Ríkisstjórn Starmer er gríðarlega óvinsæl og er í þann veginn að leggja fram fjárlög með miklum skattahækkunum. Breska ríkisútvarpið BBC segir að vinir forsætisráðherrans séu með böggum hildar vegna þess að þeir telji að óvildarmenn hans bruggi honum nú launráð. Þeir gætu jafnvel reynt að steypa honum af stóli fljótlega eftir fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar verður tekið fyrir eftir tvær vikur. Nokkrir nánustu bandamanna Starmer í ráðherraliðinu eru sagðir geta reynt að taka stöðu hans. Í því samhengi hafa nöfn Wes Streeting, heilbrigðisráðherra, og Shabönu Mahmood, innanríkisráðherra, sérstaklega verið nefnd. Eins og langt og það nær hefur Streeting hafnað því algerlega að hann ætli gegn forsætisráðherranum. „Ég get ekki séð fyrir mér aðstæður þar sem ég gerði forsætisráðherranum það,“ sagði ráðherrann við BBC. Til þess að velta Starmer úr sessi þarf fimmtungur þingmanna flokksins að tilnefna áskoranda. Þannig þyrfti 81 þingmaður að koma sér saman um valkost við Starmer. Óvinsæll og skattahækkanir í farvatninu Ríkisstjórn Verkamannaflokksins hefur átt í vök að verjast frá því að hún tók við völdum í fyrra. Innan við fimmtungur segist styðja flokkinn í skoðanakönnunum og hægrijaðarflokkurinn Umbætur í Bretlandi hefur tekið fram úr bæði Verkamannaflokknum og Íhaldsflokknum. Þá er Starmer sjálfur mögulega óvinsælasti forsætisráðherra Bretlands í skoðanakönnunum seinni ára. Ólíklegt er að vinsældir flokksins aukist þegar fjárlagafrumvarp hans verið tekið fyrir í vetur. Flokkurinn lofaði að hækka ekki tekjuskatt eða virðisaukaskatt fyrir kosningar en nýlega hefur Rachel Reeves, fjármálaráðherra, gefið til kynna að skattahækkanir séu líklegar vegna breyttra aðstæðna og þröngrar stöðu ríkissjóðs. Wes Streeting, heilbrigðisráðherra, hefur verið nefndur sem mögulegur eftirmaður Starmer. Hann vill ekki kannast við það sjálfur.Vísir/EPA Margir innan Verkamannaflokksins telja að ögurstund fyrir hann verði í maí þegar sveitarstjórnarkosningar fara fram víða á Englandi og þingkosningar í Skotlandi og Wales. Miðað við núverandi andstæður má reikna með að Verkamannaflokkurinn gjaldi afhroð. Í frétt BBC, sem aðalstjórnmálaskrifendur miðilsins leggja nafn sitt við, kemur fram að vaxandi áhyggjur sé af því innan flokksins að hann geti ekki beðið fram að kosningum með að gera breytingar á forystusveitinni. Bretland Kosningar í Bretlandi Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Breska ríkisútvarpið BBC segir að vinir forsætisráðherrans séu með böggum hildar vegna þess að þeir telji að óvildarmenn hans bruggi honum nú launráð. Þeir gætu jafnvel reynt að steypa honum af stóli fljótlega eftir fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar verður tekið fyrir eftir tvær vikur. Nokkrir nánustu bandamanna Starmer í ráðherraliðinu eru sagðir geta reynt að taka stöðu hans. Í því samhengi hafa nöfn Wes Streeting, heilbrigðisráðherra, og Shabönu Mahmood, innanríkisráðherra, sérstaklega verið nefnd. Eins og langt og það nær hefur Streeting hafnað því algerlega að hann ætli gegn forsætisráðherranum. „Ég get ekki séð fyrir mér aðstæður þar sem ég gerði forsætisráðherranum það,“ sagði ráðherrann við BBC. Til þess að velta Starmer úr sessi þarf fimmtungur þingmanna flokksins að tilnefna áskoranda. Þannig þyrfti 81 þingmaður að koma sér saman um valkost við Starmer. Óvinsæll og skattahækkanir í farvatninu Ríkisstjórn Verkamannaflokksins hefur átt í vök að verjast frá því að hún tók við völdum í fyrra. Innan við fimmtungur segist styðja flokkinn í skoðanakönnunum og hægrijaðarflokkurinn Umbætur í Bretlandi hefur tekið fram úr bæði Verkamannaflokknum og Íhaldsflokknum. Þá er Starmer sjálfur mögulega óvinsælasti forsætisráðherra Bretlands í skoðanakönnunum seinni ára. Ólíklegt er að vinsældir flokksins aukist þegar fjárlagafrumvarp hans verið tekið fyrir í vetur. Flokkurinn lofaði að hækka ekki tekjuskatt eða virðisaukaskatt fyrir kosningar en nýlega hefur Rachel Reeves, fjármálaráðherra, gefið til kynna að skattahækkanir séu líklegar vegna breyttra aðstæðna og þröngrar stöðu ríkissjóðs. Wes Streeting, heilbrigðisráðherra, hefur verið nefndur sem mögulegur eftirmaður Starmer. Hann vill ekki kannast við það sjálfur.Vísir/EPA Margir innan Verkamannaflokksins telja að ögurstund fyrir hann verði í maí þegar sveitarstjórnarkosningar fara fram víða á Englandi og þingkosningar í Skotlandi og Wales. Miðað við núverandi andstæður má reikna með að Verkamannaflokkurinn gjaldi afhroð. Í frétt BBC, sem aðalstjórnmálaskrifendur miðilsins leggja nafn sitt við, kemur fram að vaxandi áhyggjur sé af því innan flokksins að hann geti ekki beðið fram að kosningum með að gera breytingar á forystusveitinni.
Bretland Kosningar í Bretlandi Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira