Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. nóvember 2025 09:03 Bólusetningarvandræði þriggja landsliðsmanna þýðir að bræðurnir Alexis Mac Allister og Kevin Mac Allister fá að vera saman í argentínska landsliðinu í fyrsta sinn. Getty/Andrew Powell Kevin Mac Allister, eldri bróðir miðjumanns Liverpool, Alexis Mac Allister, hefur verið valinn í argentínska landsliðið í fótbolta í fyrsta sinn en hann fékk útkall eftir að þrír leikmenn forfölluðust úr hópnum. Ástæðan fyrir því að þrír leikmenn Atlético Madrid, þeir Nahuel Molina, Julián Álvarez og Giuliano Simeone, geta ekki verið með í þessum glugga er afar sérstök. Þeir fá ekki að fara með í ferðina til Afríku því þeir hafa ekki verið bólusettir fyrir gulusótt, sem er skilyrði fyrir því að koma til Angóla, að sögn argentínska knattspyrnusambandsins. 💣🚨 BREAKING - OFFICIAL: Julián Álvarez, Giuliano Simeone and Nahuel Molina have been left out of the Argentina national team for their upcoming friendly.They did not complete in time the health procedures related to the yellow fever vaccine required for entry into Angola. pic.twitter.com/gxOpVSw7eV— Atletico Universe (@atletiuniverse) November 10, 2025 Auk Mac Allister mun varnarmaður Manchester United, Lisandro Martínez, einnig koma til móts við landsliðið þrátt fyrir að hafa ekki spilað með úrvalsdeildarliðinu síðan í febrúar vegna alvarlegra hnémeiðsla. Þeir voru kallaðir inn í argentínska hópinn ásamt Emiliano Buendía úr Aston Villa. Argentínska knattspyrnusambandið staðfesti að Martínez, sem er að nálgast fullan bata eftir að hafa slitið krossband í tapi United á heimavelli gegn Crystal Palace þann 2. febrúar, verði skoðaður af læknateymi þeirra og verði með restinni af hópnum en muni þó ekki spila gegn Angóla. Stóra fréttin er því að Kevin Mac Allister mun vera í landsliðsverkefni með bróður sínum í fyrsta sinn. Alexis Mac Allister hefur verið landsliðsmaður í mörg ár en nú fær stóri bróðir einnig að vera með. Kevin, 28 ára, þakkaði liðsfélögum sínum hjá Union St.-Gilloise fyrir að hjálpa sér að láta draum sinn rætast. „Ég vil bara þakka öllum,“ sagði hann í myndbandi sem félagið hans birti á meðan hann ávarpaði liðsfélaga sína í búningsklefanum á sunnudag. „Því tveimur tímum fyrir leikinn í dag [1-1 jafntefli í deildinni gegn Mechelen] fékk ég símtal. Á morgun flýg ég til Alicante til að vera með landsliðinu. Þetta verður í fyrsta skiptið mitt og ég veit að ég er ekki þar bara fyrir sjálfan mig heldur líka þökk sé fólkinu í þessum búningsklefa,“ sagði Kevin Mac Allister. „Þannig að ég vil nota þetta tækifæri til að þakka öllum.“ Kevin, sem gekk til liðs við belgíska liðið Union St.-Gilloise sumarið 2023 frá Argentinos Juniors, sagði að fjölskylda hans væri himinlifandi. „Fjölskyldan mín er mjög ánægð. Þegar ég hringdi í konuna mína var hún þegar farin að gráta svo þetta er virkilega góð tilfinning. Á morgun mun ég láta draum rætast,“ sagði Mac Allister. Bróðir Kevins, Alexis, vann heimsmeistarakeppnina 2022 og Copa América 2024 með Argentínu. Hann hefur skorað sex mörk í 41 leik fyrir landsliðið. Liverpool’s Alexis Mac Allister will now be joined by his older brother Kevin Mac Allister who just received his first call-up to the Argentinian National team 👏 pic.twitter.com/NWYjHh3c8l— ESPN FC (@ESPNFC) November 10, 2025 HM 2026 í fótbolta Angóla Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Í beinni: Wolves - Manchester United | Án sigurs mæta Úlfarnir Rauðu djöflunum Enski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Enski boltinn Fleiri fréttir Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Í beinni: Wolves - Manchester United | Án sigurs mæta Úlfarnir Rauðu djöflunum Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Óheppnin eltir Éder Militao: Frá í nokkra mánuði Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Barcelona stillti upp yngsta byrjunarliði félagsins í 95 ár Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Sjá meira
Ástæðan fyrir því að þrír leikmenn Atlético Madrid, þeir Nahuel Molina, Julián Álvarez og Giuliano Simeone, geta ekki verið með í þessum glugga er afar sérstök. Þeir fá ekki að fara með í ferðina til Afríku því þeir hafa ekki verið bólusettir fyrir gulusótt, sem er skilyrði fyrir því að koma til Angóla, að sögn argentínska knattspyrnusambandsins. 💣🚨 BREAKING - OFFICIAL: Julián Álvarez, Giuliano Simeone and Nahuel Molina have been left out of the Argentina national team for their upcoming friendly.They did not complete in time the health procedures related to the yellow fever vaccine required for entry into Angola. pic.twitter.com/gxOpVSw7eV— Atletico Universe (@atletiuniverse) November 10, 2025 Auk Mac Allister mun varnarmaður Manchester United, Lisandro Martínez, einnig koma til móts við landsliðið þrátt fyrir að hafa ekki spilað með úrvalsdeildarliðinu síðan í febrúar vegna alvarlegra hnémeiðsla. Þeir voru kallaðir inn í argentínska hópinn ásamt Emiliano Buendía úr Aston Villa. Argentínska knattspyrnusambandið staðfesti að Martínez, sem er að nálgast fullan bata eftir að hafa slitið krossband í tapi United á heimavelli gegn Crystal Palace þann 2. febrúar, verði skoðaður af læknateymi þeirra og verði með restinni af hópnum en muni þó ekki spila gegn Angóla. Stóra fréttin er því að Kevin Mac Allister mun vera í landsliðsverkefni með bróður sínum í fyrsta sinn. Alexis Mac Allister hefur verið landsliðsmaður í mörg ár en nú fær stóri bróðir einnig að vera með. Kevin, 28 ára, þakkaði liðsfélögum sínum hjá Union St.-Gilloise fyrir að hjálpa sér að láta draum sinn rætast. „Ég vil bara þakka öllum,“ sagði hann í myndbandi sem félagið hans birti á meðan hann ávarpaði liðsfélaga sína í búningsklefanum á sunnudag. „Því tveimur tímum fyrir leikinn í dag [1-1 jafntefli í deildinni gegn Mechelen] fékk ég símtal. Á morgun flýg ég til Alicante til að vera með landsliðinu. Þetta verður í fyrsta skiptið mitt og ég veit að ég er ekki þar bara fyrir sjálfan mig heldur líka þökk sé fólkinu í þessum búningsklefa,“ sagði Kevin Mac Allister. „Þannig að ég vil nota þetta tækifæri til að þakka öllum.“ Kevin, sem gekk til liðs við belgíska liðið Union St.-Gilloise sumarið 2023 frá Argentinos Juniors, sagði að fjölskylda hans væri himinlifandi. „Fjölskyldan mín er mjög ánægð. Þegar ég hringdi í konuna mína var hún þegar farin að gráta svo þetta er virkilega góð tilfinning. Á morgun mun ég láta draum rætast,“ sagði Mac Allister. Bróðir Kevins, Alexis, vann heimsmeistarakeppnina 2022 og Copa América 2024 með Argentínu. Hann hefur skorað sex mörk í 41 leik fyrir landsliðið. Liverpool’s Alexis Mac Allister will now be joined by his older brother Kevin Mac Allister who just received his first call-up to the Argentinian National team 👏 pic.twitter.com/NWYjHh3c8l— ESPN FC (@ESPNFC) November 10, 2025
HM 2026 í fótbolta Angóla Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Í beinni: Wolves - Manchester United | Án sigurs mæta Úlfarnir Rauðu djöflunum Enski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Enski boltinn Fleiri fréttir Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Í beinni: Wolves - Manchester United | Án sigurs mæta Úlfarnir Rauðu djöflunum Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Óheppnin eltir Éder Militao: Frá í nokkra mánuði Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Barcelona stillti upp yngsta byrjunarliði félagsins í 95 ár Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Sjá meira