Formúla 1

Norris með aðra höndina á titlinum

Siggeir Ævarsson skrifar
Lando Norris fagnar sigrinum í dag.
Lando Norris fagnar sigrinum í dag. Vísir/Getty

Lando Norris, ökumaður McLaren, kom sá og sigraði í Sao Paolo kappakstrinum í Brasilíu í dag og leiðir keppni ökumanna með 24 stigum þegar þrjár keppnir eru eftir.

Það gekk töluvert á í upphafi keppninnar þar sem Oscar Piastri keyrði utan í Charles Leclerc sem freistaði þess að taka fram úr og gat Leclerc ekki haldið áfram keppni í kjölfarið. Lewis Hamilton dró sig einnig úr keppni eftir að undirvagninn í bíl hans varð fyrir skemmdum svo að hvorugur ökumanna Ferrari lauk keppni í dag.

Heimsmeistarinn Max Verstappen var valinn besti ökumaður dagsins en hann vann sig úr 16. sæti í það þriðja. Hann er 49 stigum á eftir Norris í keppni ökumanna en það eru 83 stig í mesta lagi í boði í næstu þremur keppnum. Piastri er í öðru sæti, 24 stigum á eftir Norris og 25 stigum á undan Verstappen.

Verstappen þarf í raun að treysta á að Norris og Piastri misstígi sig ef hann ætlar sér að skjótast alla leið á toppinn en það má segja að Norris hafi þetta í sínum höndum í næstu keppnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×