Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Samúel Karl Ólason skrifar 24. október 2025 15:03 Sanae Takaichi á japanska þinginu í morgun. AP/Eugene Hoshiko Sanae Takaichi, fyrsta konan til að gegna embætti forsætisráðherra Japans, hélt sína fyrstu stefnuræðu í morgun. Hún hét því að hraða hernaðaruppbyggingu í Japan og bæta varnir ríkisins til muna. Í ræðunni vísaði hún sérstaklega til aukinnar hervæðingar í Norður-Kóreu, Kína og Rússlandi og ógnina sem Japönum stafaði frá þeim ríkjum. Ræða forsætisráðherrans snerist annars að mestu um tillögur hennar til að blása auknu lífi í hagkerfi Japans. Það vill hún meðal annars gera með því að fjárfesta í hernaðaruppbyggingu og í senn sporna gegn verðbólgu, sem hún sagði í forgangi. Hún tók við embætti á þriðjudaginn eftir mikla óreiðu innan flokks hennar og afhroð í kosningum, sem leiddi til þess að Takaichi leiðir minnihlutastjórn. Sjá einnig: Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Samkvæmt frétt Japan Times vill hún lækka skuldahlutfall ríkisins en lagði einnig til að nota opinberar fjárfestingar til að hraða hjólum atvinnulífsins. Í ræðu sinni sagði Takaichi að Japanir myndu ná því markmiði að verja tveimur prósentum af landsframleiðslu á næsta ári, í stað ársins 2027. „Hin frjálsa, opna og stöðuga heimsmynd sem við vorum vön hefur beðið hnekki í ljósi sögulegra umbreytinga á valdajafnvægi og aukinni geopólitískri samkeppni,“ sagði Takaichi. „Á svæðinu kringum Japan hafa hernaðarumsvif nágranna okkar í Kína, Norður-Kóreu og Rússlandi vakið miklar áhyggjur.“ Þá sagði hún Japani þurfa að taka eigin varnarmál fastari tökum. Sjá einnig: Japanir óttast stríð og ætla að kaupa mikið magn vopna Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun heimsækja Japan á næstu dögum og funda með Takaichi. Samkvæmt AP fréttaveitunni er búist við því að hann muni krefjast þess að Japanir verji meira til varnar mála og kaupi hergögn frá Bandaríkjunum. Takaichi sagðist ætla að ræða við Trump um að styrkja samband Bandaríkjanna og Japan enn frekar. Hún sagði einnig að Japanar þyrftu að eiga í uppbyggilegu og stöðugu sambandi við Kína en þar væru ýmis teikn á lofti. Forsætisráðherrann sagði einnig í ræðu sinni að Japanir þyrftu á erlendu vinnuafli að halda, vegna skorts af innfæddum en japanskt samfélag hefur elst verulega á undanförnum árum og fólksfjöldi dregist saman. Hún sagðist þó eingöngu vilja hleypa þeim inn í landið sem samþykktu að fylgja lögum og reglu. Hún sagði það staðreynd að lagabrot og brot sumra útlendinga á reglum Japan hafa valdið óhug meðal íbúa. Ríkisstjórnin myndi bregðast við lagabrotum útlendinga. Opinber tölfræði í Japan sýnir þó, samkvæmt AP, að afbrotum útlendinga þar í landi hefur fækkað á sama tíma og þeim hefur fjölgað töluvert. Japan Hernaður Tengdar fréttir Forsætisráðherra Japan segir af sér Shigeru Ishiba, forsætisráðherra Japan, tilkynnti í dag að hann hygðist segja af sér, aðeins tæpu ári eftir að hann tók við embættinu. 7. september 2025 12:34 Drekinn beraði vígtennurnar Kínverjar héldu í morgun stærðarinnar hersýningu í Peking þar sem nýjustu hergögn ríkisins voru opinberuð og mörg þeirra í fyrsta sinn. Þar sýndu ráðamenn í Kína aukinn hernaðarmátt ríkisins. 3. september 2025 14:22 Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Norðurkóreskar skotflaugar sem Rússar skjóta nú reglulega að Úkraínu eru orðnar töluvert nákvæmari. Rússar hafa skotið þessum eldflaugum að skotmörkum í Úkraínu í rúm tvö ár en Úkraínumenn segja þær orðnar töluvert betri. 6. febrúar 2025 15:37 Vilja nota Patriot-kerfi á skipum til að skjóta niður kínverskar eldflaugar Forsvarsmenn sjóhers Bandaríkjanna vinna að því að koma Patriot-loftvarnarkerfum fyrir á herskipum. Er það vegna ótta um að Kínverjar gætu notað ofurhljóðfráar eldflaugar til að sökkva herskipum á Kyrrahafi. 26. október 2024 16:36 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Sjá meira
Ræða forsætisráðherrans snerist annars að mestu um tillögur hennar til að blása auknu lífi í hagkerfi Japans. Það vill hún meðal annars gera með því að fjárfesta í hernaðaruppbyggingu og í senn sporna gegn verðbólgu, sem hún sagði í forgangi. Hún tók við embætti á þriðjudaginn eftir mikla óreiðu innan flokks hennar og afhroð í kosningum, sem leiddi til þess að Takaichi leiðir minnihlutastjórn. Sjá einnig: Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Samkvæmt frétt Japan Times vill hún lækka skuldahlutfall ríkisins en lagði einnig til að nota opinberar fjárfestingar til að hraða hjólum atvinnulífsins. Í ræðu sinni sagði Takaichi að Japanir myndu ná því markmiði að verja tveimur prósentum af landsframleiðslu á næsta ári, í stað ársins 2027. „Hin frjálsa, opna og stöðuga heimsmynd sem við vorum vön hefur beðið hnekki í ljósi sögulegra umbreytinga á valdajafnvægi og aukinni geopólitískri samkeppni,“ sagði Takaichi. „Á svæðinu kringum Japan hafa hernaðarumsvif nágranna okkar í Kína, Norður-Kóreu og Rússlandi vakið miklar áhyggjur.“ Þá sagði hún Japani þurfa að taka eigin varnarmál fastari tökum. Sjá einnig: Japanir óttast stríð og ætla að kaupa mikið magn vopna Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun heimsækja Japan á næstu dögum og funda með Takaichi. Samkvæmt AP fréttaveitunni er búist við því að hann muni krefjast þess að Japanir verji meira til varnar mála og kaupi hergögn frá Bandaríkjunum. Takaichi sagðist ætla að ræða við Trump um að styrkja samband Bandaríkjanna og Japan enn frekar. Hún sagði einnig að Japanar þyrftu að eiga í uppbyggilegu og stöðugu sambandi við Kína en þar væru ýmis teikn á lofti. Forsætisráðherrann sagði einnig í ræðu sinni að Japanir þyrftu á erlendu vinnuafli að halda, vegna skorts af innfæddum en japanskt samfélag hefur elst verulega á undanförnum árum og fólksfjöldi dregist saman. Hún sagðist þó eingöngu vilja hleypa þeim inn í landið sem samþykktu að fylgja lögum og reglu. Hún sagði það staðreynd að lagabrot og brot sumra útlendinga á reglum Japan hafa valdið óhug meðal íbúa. Ríkisstjórnin myndi bregðast við lagabrotum útlendinga. Opinber tölfræði í Japan sýnir þó, samkvæmt AP, að afbrotum útlendinga þar í landi hefur fækkað á sama tíma og þeim hefur fjölgað töluvert.
Japan Hernaður Tengdar fréttir Forsætisráðherra Japan segir af sér Shigeru Ishiba, forsætisráðherra Japan, tilkynnti í dag að hann hygðist segja af sér, aðeins tæpu ári eftir að hann tók við embættinu. 7. september 2025 12:34 Drekinn beraði vígtennurnar Kínverjar héldu í morgun stærðarinnar hersýningu í Peking þar sem nýjustu hergögn ríkisins voru opinberuð og mörg þeirra í fyrsta sinn. Þar sýndu ráðamenn í Kína aukinn hernaðarmátt ríkisins. 3. september 2025 14:22 Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Norðurkóreskar skotflaugar sem Rússar skjóta nú reglulega að Úkraínu eru orðnar töluvert nákvæmari. Rússar hafa skotið þessum eldflaugum að skotmörkum í Úkraínu í rúm tvö ár en Úkraínumenn segja þær orðnar töluvert betri. 6. febrúar 2025 15:37 Vilja nota Patriot-kerfi á skipum til að skjóta niður kínverskar eldflaugar Forsvarsmenn sjóhers Bandaríkjanna vinna að því að koma Patriot-loftvarnarkerfum fyrir á herskipum. Er það vegna ótta um að Kínverjar gætu notað ofurhljóðfráar eldflaugar til að sökkva herskipum á Kyrrahafi. 26. október 2024 16:36 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Sjá meira
Forsætisráðherra Japan segir af sér Shigeru Ishiba, forsætisráðherra Japan, tilkynnti í dag að hann hygðist segja af sér, aðeins tæpu ári eftir að hann tók við embættinu. 7. september 2025 12:34
Drekinn beraði vígtennurnar Kínverjar héldu í morgun stærðarinnar hersýningu í Peking þar sem nýjustu hergögn ríkisins voru opinberuð og mörg þeirra í fyrsta sinn. Þar sýndu ráðamenn í Kína aukinn hernaðarmátt ríkisins. 3. september 2025 14:22
Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Norðurkóreskar skotflaugar sem Rússar skjóta nú reglulega að Úkraínu eru orðnar töluvert nákvæmari. Rússar hafa skotið þessum eldflaugum að skotmörkum í Úkraínu í rúm tvö ár en Úkraínumenn segja þær orðnar töluvert betri. 6. febrúar 2025 15:37
Vilja nota Patriot-kerfi á skipum til að skjóta niður kínverskar eldflaugar Forsvarsmenn sjóhers Bandaríkjanna vinna að því að koma Patriot-loftvarnarkerfum fyrir á herskipum. Er það vegna ótta um að Kínverjar gætu notað ofurhljóðfráar eldflaugar til að sökkva herskipum á Kyrrahafi. 26. október 2024 16:36