Fótbolti

Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kylian Mbappé getur ekki sest undir stýri á nýja bílnum sínum.
Kylian Mbappé getur ekki sest undir stýri á nýja bílnum sínum. EPA/MAXIM SHIPENKOV

Franska stórstjarnan Kylian Mbappé fer hratt yfir á fótboltavöllunum en hann er ekki sinn eigin herra á götum úti.

Mbappé er orðinn 26 ára gamall og hefur verið lengi í hópi launahæstu fótboltamanna heims.

Frakkinn er með alls konar styrktarsamninga og þar á meðal við bílaframleiðanda.

Mbappé fékk nýlega sinn eigin sérútbúna BMW í gegnum samstarf Real Madrid og BMW en hann getur samt ekki keyrt bílinn sjálfur.

Ástæðan er að Mbappé hefur ekki enn náð ökuprófinu og má því ekki keyra bílinn löglega.

Mbappé hefur áður útskýrt að það hafi aldrei verið forgangsatriði að taka bílpróf þar sem fótboltaferill hans hófst svo snemma. Hann treystir yfirleitt á foreldra sína eða einkabílstjóra til að keyra sig á æfingar og viðburði.

Hvort nýi BMW-bíllinn sannfæri Mbappé loksins um að klára bílprófið verður að koma í ljós en margir klóra sér eflaust í höfðinu yfir því að kappinn hafi ekki drifið í þessu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×