Íslensk fyrirtæki setja markið hátt í sjálfbærni Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 21. október 2025 08:21 Daði Valdimarsson forstjóri Rotova og Ólöf Lovísa Jóhannsdóttir verkefnastjóri hjá Kaupfélagi Skagfirðinga tala um sjálfbærnistefnu fyrirtækjanna. Bæði fyrirtækin eru á lista Creditinfo um Framúrskarandi fyrirtæki 2025. Íslensk fyrirtæki hafa á undanförnum árum stigið stór skref í átt að markvissri sjálfbærni og sett sér skýra stefnu í málaflokknum. Forstöðumaður sjálfbærnimála hjá Creditinfo segir þróunina afar jákvæða. Fyrirtæki sýni metnað í þessum efnum og skrái sjálfbærniupplýsingar í Veru, gagnagrunn Creditinfo. Til að fá betri mynd af því hvernig íslensk fyrirtæki nálgast þetta verkefni, spurðum við tvö ólík fyrirtæki, Kaupfélag Skagfirðinga og Rotovia, um sjálfbærnistefnu þeirra, helstu áskoranir og framtíðarsýn, hvernig þau samþætta sjálfbærni í daglegan rekstur og hvernig þau telja sig geta haft jákvæð áhrif á samfélagið og umhverfið til lengri tíma. Bæði fyrirtækin eru á lista Creditinfo yfir Framúrskarandi fyrirtæki og skrá sjálfbærniupplýsingar sínar inn í gagnagrunn Veru. Vilja vera fyrirmynd í íslenskum matvælaiðnaði Ólöf Lovísa Jóhannsdóttir fer fyrir sjálfbærnimálum Kaupfélags Skagfirðinga. Hún segir meginmarkmið KS að draga úr umhverfisáhrifum, efla félagslega ábyrgð og tryggja góða stjórnarhætti til að skapa verðmæti til langs tíma fyrir hagaðila og samfélagið. Ólöf Lovísa Jóhannsdóttir verkefnastjóri sjálfbærni hjá Kaupfélagi Skagfirðinga „Þessi markmið birtast í daglegum rekstri hjá okkur með fullnýtingu afurða, ábyrgri auðlindanýtingu, vöktun og skráningu losunar. Einnig með áherslu á orkunýtni og endurnýjanlega orku, jöfnum tækifærum, öruggu starfsumhverfi og ábyrgum stjórnarháttum,“ útskýrir Ólöf. „Meginmarkmið stefnunnar byggja á samtölum við hagaðila, bæði innan félagsins og úr samfélaginu okkar. Nýr gufuketill dró úr losun gróðurhúsalofttegunda KS hefur árlega birt ófjárhagslega upplýsingagjöf í ársreikningi þar sem fram koma lykilmælikvarðar um losun gróðurhúsalofttegunda, orkunotkun, vatnsnotkun og úrgang og segir Ólöf einnig stefnt á að birta ítarlegri sjálfbærniskýrslu. Mjólkursamlag Kaupfélags Skagfirðinga „Við erum með verkefni í gangi þar sem við erum að sjálfvirknivæða gagnasöfnun til að tryggja gæði og rekjanleika ganga sem notuð eru í að meta losun gróðurhúsalofttegunda frá starfseminni. Losunin hefur dregist verulega saman eða um 86% frá 2021, m.a. eftir að rafmagnsgufuketill var tekinn í notkun í mjólkursamlaginu. Skapa verðmæti úr hráefnum sem áður var hent „Önnur verkefni sem hafa skilað árangri hjá okkur er aukin nýting afurða. Þar má nefna að ostamysa sem áður fór í fráveituna er nú nýtt til að framleiða mysuprótein og mjólkursykur sem einnig fer í fráveituna verður notaður í etanólframleiðslu. Einnig er stefnt á að bæta nýtingu afurða í kjötvinnslunni verulega. Núna er í gangi þróun á gæludýrafóðri þar sem nýtt er efni sem áður hafði engan annan farveg en urðun og brennslu,“ segir Ólöf. Fjölbreytt starfsemi kallar á samræmingu Helstu áskoranir Kaupfélags Skagfirðinga segir Ólöf tengjast fjölbreyttri starfsemi samstæðunnar, þar sem hún spannar bæði vinnslu á landbúnaðarafurðum, sjávarútveg, fóðurframleiðslu og fjölbreytta þjónustu. Með því að safna gögnum megi ná yfirsýn og forgangsraða verkefnum. Sjálfbærni er grunnurinn að ábyrgri auðlindanýtingu og þar með samofin allri matvælaframleiðslu. Eins og er leggjum við mikla áherslu á að safna upplýsingum og gögnum um þá sjálfbærniþætti sem talið er að við getum haft mest áhrif á. Gögnin og upplýsingarnar munu síðar nýtast til ákvarðanatöku og til að forgangsraða verkefnum,“ segir Ólöf, KS ætli sér að vera fyrirmynd þegar kemur að matvælaiðnaði. Kaupfélag Skagfirðinga ætlar sér að vera fyrirmynd annarra í matvælaiðnaði. „KS sér hlutverk sitt í að stuðla að sjálfbærum samfélagsbreytingum með því að tryggja ábyrga matvælaframleiðslu, virða mannréttindi, efla atvinnu og lífsgæði á landsbyggðinni og vera fyrirmynd í gagnsæi, ábyrgum stjórnarháttum og umhverfisvitund í íslenskum matvælaiðnaði," segir Ólöf. Vilja hvetja önnur félög í sama geira til dáða Rotovia sérhæfir sig í hverfissteypu (e. rotomoulding) og framleiðir vörur fyrir m.a. landbúnað, orkuiðnað, flutningslausnir og umbúðageira en helstu vörumerki fyrirtækisins eru meðal annars Sæplast, iTUB, Tempra og VARIBOX. Daði Valdimarsson, forstjóri Rotovia segir fyrirtækið hafa sett sér metnaðarfull markmið til ársins 2028 sem snúa að umhverfislegum, félagslegum og stjórnarháttatengdum þáttum (ESG). Daði Valdimarsson forstjóri Rotovia. „Helstu markmið okkar eru auka vægi endurunnins hráefnis í framleiðsluvörum okkar en markmiðið er að árið 2028 verði 20% af öllu plasthráefni sem við notum endurunnið efni. Við munum taka í auknu mæli vörur til endurnýtingar og/eða endurvinnslu að loknum líftíma þeirra og gerum það með leigufélaginu okkar iTUB sem sérhæfir sig í að leigja Sæplast ker til viðskiptavina. Við munum draga úr notkun jarðefnaeldsneytis en Rotovia er með um 60 stóra ofna í rekstri og eru þeir að mestu leiti hitaðir með brennslu á jarðefnaeldsneyti í dag. Við höfum sett okkur það markmið að ígildi 15 framleiðsluofna verði komnir yfir í aðra orkugjafa en jarðefnaeldsneyti fyrir lok árs 2028. Við ætlum einnig að draga úr CO2 losun per framleitt tonn með því að bæta nýtingu núverandi framleiðslubúnaðar og velja orkusparandi búnað þegar farið er í nýfjárfestingar. Markmiðið er að lækka CO2 losun per framleitt tonn um 15% fram til ársins 2028. Þá ætlum við að auka velferð starfsfólks okkar með umbótum í öryggismálum og stuðla að aukinni starfsánægju. Við erum með núllslysastefnu og höfum sett markið á 85% starfsánægju árið 2028.“ Olíunotkun niður um hundruð þúsunda lítra á ári Til að mæla árangurinn notar Rotovia mælikvarða (KPI‘s) sem rýndir eru mánaðarlega eða oftar; hlutfall endurunnins hráefnis af heildarnotkun hráefnis, orkunotkun í kwh á hvert framleitt tonn, hlutfall grænnar orku í heildarorkunotkun okkar og slysatíðni. Daði segir jákvæðra áhrifa gæta. Rotovia hefur sett sér metnaðarfull markmið til ársins 2028 sem snúa að umhverfislegum, félagslegum og stjórnarháttatengdum þáttum „Við sáum mjög jákvæð áhrif af því að skipta út orkugjafa á gufukatli hjá Tempru fyrir 10-15 árum síðan. Tempra keyrir nú alla framleiðslu sína á grænni orku og er klárlega á meðal umhverfisvænstu frauðplastkassaframleiðendum í heimi í dag. Við höfum einnig séð mjög jákvæð áhrif af því að skipta út orkugjöfum á tveimur hverfisteypvélum í Sæplast verksmiðjunni okkar á Dalvík á undanförnum árum en þær eru nú hitaðar með rafmagni í stað díselolíu. Þessi verkefni hafa minnkað olíunotkun Sæplast um ca. 250 þúsund lítra á ári og minnkað kolefnislosun um ca 700 þús kgCO2íg á ári. Annað verkefnið var að hluta til styrkt af Loftslags og orkusjóði sem hefur það hlutverk að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis,“ útskýrir Daði. Þá geti einni jákvæðra áhrifa af því að auka notkun á endurunnu polyethylene (PE) hráefni. „Á síðasta rekstrarári notuðum við um 600 tonn af endurunnu PE hráefni í framleiðsluvörur okkar. Kolefnisfótsport endurunnins PE hráefnis er 3-4 sinnum lægra en kolefnisfótspor á nýju PE.“ Áskoranir í regluverki og nauðsynlegt að fylgjast með Spurður um helstu áskoranir þegar kemur að sjálfbærni segir Daði rekstrarleg markmið og sjálfbærni oft fara saman. Þetta eigi til dæmis við um sóun en út frá sjálfbærnisjónarmiðum er sóun neikvæð og það sama gildir um rekstrarlegu sjónarmiðin. Þetta eigi líka við um velferð starfsfólks, hún er jákvæð út frá sjálfbærnisjónarmiðum og það sama gildir um rekstrarsjónarmiðin. "Við höfum sett okkur það markmið að ígildi 15 framleiðsluofna verði komnir yfir í aðra orkugjafa en jarðefnaeldsneyti fyrir lok árs 2028." „Það felast vissulega áskoranir í að fylgjast með og samræma starfsemina við nýjar evrópskar reglugerðir (EU Taxonomy og CSRD) sem krefjast ítarlegrar upplýsingagjafar og aðlögunar en við höfum stofnað til samstarfs við sérfræðinga í þessum málum til að aðstoða okkur við að finna bestu og hagkvæmustu leiðirnar,“ útskýrir Daði. Hann hvetur fyrirtæki til að vinna saman að sjálfbærni. Láta gott af sér leiða í nærsamfélaginu „Við leggjum okkur fram við að deila sjálfbærnivegferð okkar með öðrum, sérstaklega með fyrirtækjum sem starfa í sama geira og við. Ég hef sjálfur haldið fyrirlestra um sjálfbærnivegferð Rotovia á opnum fundum hjá bæði Evrópsku og Amerísku hverfisteypusamtökunum þar sem saman eru komnir allir helstu hagaðilar í hverfisteypugeiranum,“ segir Daði. „Framleiðsluvörur okkar styðja einnig við sjálbærni á mörgum sviðum en um 40% af veltu Rotovia kemur frá endurnýtanlegum endurvinnanlegum umbúðum. Þessar vörur tryggja forsvaranlega nýtingu auðlinda og hafa jákvæð áhrif á kolefnisfótspor viðskiptavina okkar. Þá koma um 50% af veltu Rotovia frá sérhæfðri framleiðslu þar sem við erum að framleiða íhluti fyrir fyrir framleiðendur farartækja. Hér eru við oft að skipta út stálvörum sem eru þyngri og auka því orkunotkun farartækisins. Um 40% af veltu Rotovia kemur svo frá vörum sem notaðar eru við matvælaframleiðslu, okkar vörur stuðla að auknu matvælaöryggi og minnkun á matarsóun," útskýrir Daði. Þá leggi Rotovia áherslu á samfélagslega ábyrgð dótturfélaga fyrirtækisins hvar sem þau eru í heiminum. „Í mörgum verksmiðja okkar bjóðum við upp á störf fyrir þá sem hafa ekki fulla starfsgetu. Við leggjum áherslu á að láta gott af okkur leiða í nærsamfélaginu. Sæplast á Dalvík hefur til að mynda gefið öllum börnum sem byrja í 1. bekk í Dalvíkurbyggð skólatösku í upphafi skólaársins og þegar skólagöngunni líkur þá höfum við fengið nemendur í 9. bekk með okkur til að hreinsa strandlengjuna við bæinn og að launum fá þau styrk í ferðasjóð fyrir útskriftarferð,“ segir Daði. Þessi grein er hluti af samstarfi Sýnar og Creditinfo um Framúrskarandi fyrirtæki Framúrskarandi fyrirtæki 2025 Sjálfbærni Umhverfismál Mest lesið Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Viðskipti erlent Ragnhildur til Datera Viðskipti innlent Íslensk fyrirtæki setja markið hátt í sjálfbærni Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Íslensk fyrirtæki setja markið hátt í sjálfbærni Samræmd upplýsingagjöf um sjálfbærni fyrirtækja Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Þarf þrautseigju og útsjónarsemi til að ná að halda sjó Saga Framúrskarandi fyrirtækja er saga upprisu íslensks atvinnulífs Sorglega lítið að frétta af árangri kynjakvóta í jafnréttisparadís Heiður að vera kominn aftur á lista yfir Framúrskarandi fyrirtæki Mikill vöxtur í ferðaþjónustu á Reykjanesi Sýn og Creditinfo í samstarf um Framúrskarandi fyrirtæki Sjá meira
Til að fá betri mynd af því hvernig íslensk fyrirtæki nálgast þetta verkefni, spurðum við tvö ólík fyrirtæki, Kaupfélag Skagfirðinga og Rotovia, um sjálfbærnistefnu þeirra, helstu áskoranir og framtíðarsýn, hvernig þau samþætta sjálfbærni í daglegan rekstur og hvernig þau telja sig geta haft jákvæð áhrif á samfélagið og umhverfið til lengri tíma. Bæði fyrirtækin eru á lista Creditinfo yfir Framúrskarandi fyrirtæki og skrá sjálfbærniupplýsingar sínar inn í gagnagrunn Veru. Vilja vera fyrirmynd í íslenskum matvælaiðnaði Ólöf Lovísa Jóhannsdóttir fer fyrir sjálfbærnimálum Kaupfélags Skagfirðinga. Hún segir meginmarkmið KS að draga úr umhverfisáhrifum, efla félagslega ábyrgð og tryggja góða stjórnarhætti til að skapa verðmæti til langs tíma fyrir hagaðila og samfélagið. Ólöf Lovísa Jóhannsdóttir verkefnastjóri sjálfbærni hjá Kaupfélagi Skagfirðinga „Þessi markmið birtast í daglegum rekstri hjá okkur með fullnýtingu afurða, ábyrgri auðlindanýtingu, vöktun og skráningu losunar. Einnig með áherslu á orkunýtni og endurnýjanlega orku, jöfnum tækifærum, öruggu starfsumhverfi og ábyrgum stjórnarháttum,“ útskýrir Ólöf. „Meginmarkmið stefnunnar byggja á samtölum við hagaðila, bæði innan félagsins og úr samfélaginu okkar. Nýr gufuketill dró úr losun gróðurhúsalofttegunda KS hefur árlega birt ófjárhagslega upplýsingagjöf í ársreikningi þar sem fram koma lykilmælikvarðar um losun gróðurhúsalofttegunda, orkunotkun, vatnsnotkun og úrgang og segir Ólöf einnig stefnt á að birta ítarlegri sjálfbærniskýrslu. Mjólkursamlag Kaupfélags Skagfirðinga „Við erum með verkefni í gangi þar sem við erum að sjálfvirknivæða gagnasöfnun til að tryggja gæði og rekjanleika ganga sem notuð eru í að meta losun gróðurhúsalofttegunda frá starfseminni. Losunin hefur dregist verulega saman eða um 86% frá 2021, m.a. eftir að rafmagnsgufuketill var tekinn í notkun í mjólkursamlaginu. Skapa verðmæti úr hráefnum sem áður var hent „Önnur verkefni sem hafa skilað árangri hjá okkur er aukin nýting afurða. Þar má nefna að ostamysa sem áður fór í fráveituna er nú nýtt til að framleiða mysuprótein og mjólkursykur sem einnig fer í fráveituna verður notaður í etanólframleiðslu. Einnig er stefnt á að bæta nýtingu afurða í kjötvinnslunni verulega. Núna er í gangi þróun á gæludýrafóðri þar sem nýtt er efni sem áður hafði engan annan farveg en urðun og brennslu,“ segir Ólöf. Fjölbreytt starfsemi kallar á samræmingu Helstu áskoranir Kaupfélags Skagfirðinga segir Ólöf tengjast fjölbreyttri starfsemi samstæðunnar, þar sem hún spannar bæði vinnslu á landbúnaðarafurðum, sjávarútveg, fóðurframleiðslu og fjölbreytta þjónustu. Með því að safna gögnum megi ná yfirsýn og forgangsraða verkefnum. Sjálfbærni er grunnurinn að ábyrgri auðlindanýtingu og þar með samofin allri matvælaframleiðslu. Eins og er leggjum við mikla áherslu á að safna upplýsingum og gögnum um þá sjálfbærniþætti sem talið er að við getum haft mest áhrif á. Gögnin og upplýsingarnar munu síðar nýtast til ákvarðanatöku og til að forgangsraða verkefnum,“ segir Ólöf, KS ætli sér að vera fyrirmynd þegar kemur að matvælaiðnaði. Kaupfélag Skagfirðinga ætlar sér að vera fyrirmynd annarra í matvælaiðnaði. „KS sér hlutverk sitt í að stuðla að sjálfbærum samfélagsbreytingum með því að tryggja ábyrga matvælaframleiðslu, virða mannréttindi, efla atvinnu og lífsgæði á landsbyggðinni og vera fyrirmynd í gagnsæi, ábyrgum stjórnarháttum og umhverfisvitund í íslenskum matvælaiðnaði," segir Ólöf. Vilja hvetja önnur félög í sama geira til dáða Rotovia sérhæfir sig í hverfissteypu (e. rotomoulding) og framleiðir vörur fyrir m.a. landbúnað, orkuiðnað, flutningslausnir og umbúðageira en helstu vörumerki fyrirtækisins eru meðal annars Sæplast, iTUB, Tempra og VARIBOX. Daði Valdimarsson, forstjóri Rotovia segir fyrirtækið hafa sett sér metnaðarfull markmið til ársins 2028 sem snúa að umhverfislegum, félagslegum og stjórnarháttatengdum þáttum (ESG). Daði Valdimarsson forstjóri Rotovia. „Helstu markmið okkar eru auka vægi endurunnins hráefnis í framleiðsluvörum okkar en markmiðið er að árið 2028 verði 20% af öllu plasthráefni sem við notum endurunnið efni. Við munum taka í auknu mæli vörur til endurnýtingar og/eða endurvinnslu að loknum líftíma þeirra og gerum það með leigufélaginu okkar iTUB sem sérhæfir sig í að leigja Sæplast ker til viðskiptavina. Við munum draga úr notkun jarðefnaeldsneytis en Rotovia er með um 60 stóra ofna í rekstri og eru þeir að mestu leiti hitaðir með brennslu á jarðefnaeldsneyti í dag. Við höfum sett okkur það markmið að ígildi 15 framleiðsluofna verði komnir yfir í aðra orkugjafa en jarðefnaeldsneyti fyrir lok árs 2028. Við ætlum einnig að draga úr CO2 losun per framleitt tonn með því að bæta nýtingu núverandi framleiðslubúnaðar og velja orkusparandi búnað þegar farið er í nýfjárfestingar. Markmiðið er að lækka CO2 losun per framleitt tonn um 15% fram til ársins 2028. Þá ætlum við að auka velferð starfsfólks okkar með umbótum í öryggismálum og stuðla að aukinni starfsánægju. Við erum með núllslysastefnu og höfum sett markið á 85% starfsánægju árið 2028.“ Olíunotkun niður um hundruð þúsunda lítra á ári Til að mæla árangurinn notar Rotovia mælikvarða (KPI‘s) sem rýndir eru mánaðarlega eða oftar; hlutfall endurunnins hráefnis af heildarnotkun hráefnis, orkunotkun í kwh á hvert framleitt tonn, hlutfall grænnar orku í heildarorkunotkun okkar og slysatíðni. Daði segir jákvæðra áhrifa gæta. Rotovia hefur sett sér metnaðarfull markmið til ársins 2028 sem snúa að umhverfislegum, félagslegum og stjórnarháttatengdum þáttum „Við sáum mjög jákvæð áhrif af því að skipta út orkugjafa á gufukatli hjá Tempru fyrir 10-15 árum síðan. Tempra keyrir nú alla framleiðslu sína á grænni orku og er klárlega á meðal umhverfisvænstu frauðplastkassaframleiðendum í heimi í dag. Við höfum einnig séð mjög jákvæð áhrif af því að skipta út orkugjöfum á tveimur hverfisteypvélum í Sæplast verksmiðjunni okkar á Dalvík á undanförnum árum en þær eru nú hitaðar með rafmagni í stað díselolíu. Þessi verkefni hafa minnkað olíunotkun Sæplast um ca. 250 þúsund lítra á ári og minnkað kolefnislosun um ca 700 þús kgCO2íg á ári. Annað verkefnið var að hluta til styrkt af Loftslags og orkusjóði sem hefur það hlutverk að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis,“ útskýrir Daði. Þá geti einni jákvæðra áhrifa af því að auka notkun á endurunnu polyethylene (PE) hráefni. „Á síðasta rekstrarári notuðum við um 600 tonn af endurunnu PE hráefni í framleiðsluvörur okkar. Kolefnisfótsport endurunnins PE hráefnis er 3-4 sinnum lægra en kolefnisfótspor á nýju PE.“ Áskoranir í regluverki og nauðsynlegt að fylgjast með Spurður um helstu áskoranir þegar kemur að sjálfbærni segir Daði rekstrarleg markmið og sjálfbærni oft fara saman. Þetta eigi til dæmis við um sóun en út frá sjálfbærnisjónarmiðum er sóun neikvæð og það sama gildir um rekstrarlegu sjónarmiðin. Þetta eigi líka við um velferð starfsfólks, hún er jákvæð út frá sjálfbærnisjónarmiðum og það sama gildir um rekstrarsjónarmiðin. "Við höfum sett okkur það markmið að ígildi 15 framleiðsluofna verði komnir yfir í aðra orkugjafa en jarðefnaeldsneyti fyrir lok árs 2028." „Það felast vissulega áskoranir í að fylgjast með og samræma starfsemina við nýjar evrópskar reglugerðir (EU Taxonomy og CSRD) sem krefjast ítarlegrar upplýsingagjafar og aðlögunar en við höfum stofnað til samstarfs við sérfræðinga í þessum málum til að aðstoða okkur við að finna bestu og hagkvæmustu leiðirnar,“ útskýrir Daði. Hann hvetur fyrirtæki til að vinna saman að sjálfbærni. Láta gott af sér leiða í nærsamfélaginu „Við leggjum okkur fram við að deila sjálfbærnivegferð okkar með öðrum, sérstaklega með fyrirtækjum sem starfa í sama geira og við. Ég hef sjálfur haldið fyrirlestra um sjálfbærnivegferð Rotovia á opnum fundum hjá bæði Evrópsku og Amerísku hverfisteypusamtökunum þar sem saman eru komnir allir helstu hagaðilar í hverfisteypugeiranum,“ segir Daði. „Framleiðsluvörur okkar styðja einnig við sjálbærni á mörgum sviðum en um 40% af veltu Rotovia kemur frá endurnýtanlegum endurvinnanlegum umbúðum. Þessar vörur tryggja forsvaranlega nýtingu auðlinda og hafa jákvæð áhrif á kolefnisfótspor viðskiptavina okkar. Þá koma um 50% af veltu Rotovia frá sérhæfðri framleiðslu þar sem við erum að framleiða íhluti fyrir fyrir framleiðendur farartækja. Hér eru við oft að skipta út stálvörum sem eru þyngri og auka því orkunotkun farartækisins. Um 40% af veltu Rotovia kemur svo frá vörum sem notaðar eru við matvælaframleiðslu, okkar vörur stuðla að auknu matvælaöryggi og minnkun á matarsóun," útskýrir Daði. Þá leggi Rotovia áherslu á samfélagslega ábyrgð dótturfélaga fyrirtækisins hvar sem þau eru í heiminum. „Í mörgum verksmiðja okkar bjóðum við upp á störf fyrir þá sem hafa ekki fulla starfsgetu. Við leggjum áherslu á að láta gott af okkur leiða í nærsamfélaginu. Sæplast á Dalvík hefur til að mynda gefið öllum börnum sem byrja í 1. bekk í Dalvíkurbyggð skólatösku í upphafi skólaársins og þegar skólagöngunni líkur þá höfum við fengið nemendur í 9. bekk með okkur til að hreinsa strandlengjuna við bæinn og að launum fá þau styrk í ferðasjóð fyrir útskriftarferð,“ segir Daði. Þessi grein er hluti af samstarfi Sýnar og Creditinfo um Framúrskarandi fyrirtæki
Framúrskarandi fyrirtæki 2025 Sjálfbærni Umhverfismál Mest lesið Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Viðskipti erlent Ragnhildur til Datera Viðskipti innlent Íslensk fyrirtæki setja markið hátt í sjálfbærni Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Íslensk fyrirtæki setja markið hátt í sjálfbærni Samræmd upplýsingagjöf um sjálfbærni fyrirtækja Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Þarf þrautseigju og útsjónarsemi til að ná að halda sjó Saga Framúrskarandi fyrirtækja er saga upprisu íslensks atvinnulífs Sorglega lítið að frétta af árangri kynjakvóta í jafnréttisparadís Heiður að vera kominn aftur á lista yfir Framúrskarandi fyrirtæki Mikill vöxtur í ferðaþjónustu á Reykjanesi Sýn og Creditinfo í samstarf um Framúrskarandi fyrirtæki Sjá meira