Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Sesselja Ósk Gunnarsdóttir skrifar 8. október 2025 20:57 Nik Chamberlain vildi sjá betri frammistöðu í kvöld en fékk samt 4-0 sigur. Vísir/Diego Breiðablik sigraði Spartak Subotica með fjórum mörkum í Evrópukeppni kvenna í kvöld. Veðrið hafði töluverð áhrif á leikinn en Nik Chamberlain, þjálfari Blika, sagði að liðið hefði átt að vera betra með boltann í kvöld og var í raun vonsvikinn þrátt fyrir 4-0 sigur. „Við byrjuðum leikinn frábærlega, fyrstu tvö mörkin okkar voru frábær. Við unnum okkur inn á svæðin en svo voru næstu 70 mínúturnar hræðilegar miðað við okkar standard. Við getum kannski kennt vindinum og veðrinu um að eitthverju leyti, en það hafði sömu áhrif fyrir bæði lið, og við hefðum átt að vera miklu betri með boltann. Við erum vonsvikin með frammistöðuna en okkur tókst samt að klára leikinn,“ sagði Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, eftir sigur liðsins í kvöld. Blikar fögnuðu Íslandsmeistaratitlinum eftir 3-2 sigur gegn Víkingum í Bestu deild kvenna þann 3. október. Nik sem var ekki ánægður með frammistöðu liðsins í kvöld taldi möguleika á því að einhver þynnka væri ennþá í liðinu. „Stelpurnar sem komu inn á í seinni hálfleik náðu að breyta leiknum, því það þurfti meiri orku í leikinn. Að skora þriðja og fjórða markið var mikilvægt og gæti skipt sköpum í leiknum úti í Serbíu. Ég hefði viljað sjá aðeins meira þar sem við komum okkur í stöður og skapa færi. Við vorum ekki upp á okkar besta og möguleika einhver þynnka ennþá í liðinu.“ Breiðablik var töluvert betri aðilinn í leiknum og það er ljóst að við fengum ekki að sjá bestu hliðar Spartak Subotica í kvöld. „Við fengum ekki að sjá bestu hlið hins liðsins. Katherine Devine átti stórkostlega vörslu í fyrri hálfleik og ef liðið hefði skorað þá hefði leikurinn getað breyst. Frammistaðan er smá skellur en við þurfum að vera tilbúnar og mæta í Serbíu því við verðum að vera betri þar,“ sagði Nik, að lokum. Evrópubikar kvenna í fótbolta Breiðablik Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Sjá meira
„Við byrjuðum leikinn frábærlega, fyrstu tvö mörkin okkar voru frábær. Við unnum okkur inn á svæðin en svo voru næstu 70 mínúturnar hræðilegar miðað við okkar standard. Við getum kannski kennt vindinum og veðrinu um að eitthverju leyti, en það hafði sömu áhrif fyrir bæði lið, og við hefðum átt að vera miklu betri með boltann. Við erum vonsvikin með frammistöðuna en okkur tókst samt að klára leikinn,“ sagði Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, eftir sigur liðsins í kvöld. Blikar fögnuðu Íslandsmeistaratitlinum eftir 3-2 sigur gegn Víkingum í Bestu deild kvenna þann 3. október. Nik sem var ekki ánægður með frammistöðu liðsins í kvöld taldi möguleika á því að einhver þynnka væri ennþá í liðinu. „Stelpurnar sem komu inn á í seinni hálfleik náðu að breyta leiknum, því það þurfti meiri orku í leikinn. Að skora þriðja og fjórða markið var mikilvægt og gæti skipt sköpum í leiknum úti í Serbíu. Ég hefði viljað sjá aðeins meira þar sem við komum okkur í stöður og skapa færi. Við vorum ekki upp á okkar besta og möguleika einhver þynnka ennþá í liðinu.“ Breiðablik var töluvert betri aðilinn í leiknum og það er ljóst að við fengum ekki að sjá bestu hliðar Spartak Subotica í kvöld. „Við fengum ekki að sjá bestu hlið hins liðsins. Katherine Devine átti stórkostlega vörslu í fyrri hálfleik og ef liðið hefði skorað þá hefði leikurinn getað breyst. Frammistaðan er smá skellur en við þurfum að vera tilbúnar og mæta í Serbíu því við verðum að vera betri þar,“ sagði Nik, að lokum.
Evrópubikar kvenna í fótbolta Breiðablik Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Sjá meira