Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sindri Sverrisson skrifar 7. október 2025 23:13 FIFA hóf rannsókn sína eftir 4-0 sigur Malasíu gegn Víetnam. Hér er einn hinna seku, Joao Vitor Figueiredo, með boltann í þeim leik. Getty/How Foo Yeen FIFA, alþjóða knattspyrnusambandið, hefur sett sjö fótboltamenn í árs bann og veitt malasíska knattspyrnusambandinu háa sekt fyrir að falsa fæðingarvottorð leikmannanna svo að þeir mættu spila fyrir hönd Malasíu. Rannsókn FIFA leiddi í ljós að malasíska knattspyrnusambandið hefði breytt fæðingarvottorðum til þess að láta líta út fyrir að afar eða ömmur leikmannanna hefðu fæðst í Malasíu. Segir FIFA að þannig hafi verið um hreint og klárt svindl að ræða. Reglur FIFA leyfa það að leikmenn spili landsleiki fyrir þjóð foreldra sinna eða þá þjóð sem að afar þeirra eða ömmur eru frá. Landslið geta hins vegar ekki sótt sér hvaða leikmann sem er, það er að segja leikmenn sem ekki eiga nánustu ættir að rekja til viðkomandi lands, eins og malasíska sambandið virðist þarna hafa gert. FIFA hóf rannsóknina eftir 4-0 sigur Malasíu gegn Víetnam í júní í sumar, þegar grunur vaknaði um að leikmennirnir sjö væru ólöglegir. Þeir heita Gabriel Felipe Arrocha, Facundo Tomas Garces og Jon Irazabal Iraurgui, allir þrír fæddir á Spáni, Rodrigo Julian Holgado og Imanol Javier Machuca fæddir í Argentínu, Hector Alejandro Hevel Serrano fæddur í Hollandi og Joao Vitor Brandao Figueiredo fæddur í Brasilíu. Þeir voru dæmdir í árs bann í september og fengu hver um sig sekt upp á 2.000 svissneska franka, eða jafnvirði um 300.000 króna. FIFA beið hins vegar þar til nú með að skýra nákvæmlega frá því hverju bannið sætti. Malasíska knattspyrnusambandið, sem hefur hafnað sök og sagst ætla að áfrýja dómnum, var sektað um 350.000 franka eða um rúmar 50 milljónir íslenskra króna. Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Sjá meira
Rannsókn FIFA leiddi í ljós að malasíska knattspyrnusambandið hefði breytt fæðingarvottorðum til þess að láta líta út fyrir að afar eða ömmur leikmannanna hefðu fæðst í Malasíu. Segir FIFA að þannig hafi verið um hreint og klárt svindl að ræða. Reglur FIFA leyfa það að leikmenn spili landsleiki fyrir þjóð foreldra sinna eða þá þjóð sem að afar þeirra eða ömmur eru frá. Landslið geta hins vegar ekki sótt sér hvaða leikmann sem er, það er að segja leikmenn sem ekki eiga nánustu ættir að rekja til viðkomandi lands, eins og malasíska sambandið virðist þarna hafa gert. FIFA hóf rannsóknina eftir 4-0 sigur Malasíu gegn Víetnam í júní í sumar, þegar grunur vaknaði um að leikmennirnir sjö væru ólöglegir. Þeir heita Gabriel Felipe Arrocha, Facundo Tomas Garces og Jon Irazabal Iraurgui, allir þrír fæddir á Spáni, Rodrigo Julian Holgado og Imanol Javier Machuca fæddir í Argentínu, Hector Alejandro Hevel Serrano fæddur í Hollandi og Joao Vitor Brandao Figueiredo fæddur í Brasilíu. Þeir voru dæmdir í árs bann í september og fengu hver um sig sekt upp á 2.000 svissneska franka, eða jafnvirði um 300.000 króna. FIFA beið hins vegar þar til nú með að skýra nákvæmlega frá því hverju bannið sætti. Malasíska knattspyrnusambandið, sem hefur hafnað sök og sagst ætla að áfrýja dómnum, var sektað um 350.000 franka eða um rúmar 50 milljónir íslenskra króna.
Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Sjá meira