Saga Framúrskarandi fyrirtækja er saga upprisu íslensks atvinnulífs Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 16. október 2025 08:30 „Ef íslensk fyrirtæki standa stöðug, þá stendur samfélagið okkar stöðugt. Við eigum að vera stolt af því,“ segir Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir framkvæmdastjóri Creditinfo á Íslandi. Creditinfo tekur árlega saman lista yfir Framúrskarandi fyrirtæki á Islandi. Anton Brink Verkefnið Framúrskarandi fyrirtæki sem Creditinfo stendur að hefur þróast úr einfaldri viðurkenningu fyrir góðan rekstrarárangur yfir í eitt helsta mælitæki á stöðugleika, þrautseigju og sjálfbærni íslenskra fyrirtækja. Að sögn Hrefnu Aspar Sigfinnsdóttur, framkvæmdastjóra Creditinfo á Íslandi, endurspeglar saga Framúrskarandi fyrirtækja á margan hátt endurreisn íslensks atvinnulífs eftir hrun. „Þegar við hófum fyrst að veita fyrirtækjum viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur í rekstri vorum við nýkomin úr efnahagshruni,“ segir Hrefna en þetta verður sextánda árið sem viðurkenningin er veitt. „Saga Framúrskarandi fyrirtækja er því að einhverju leyti saga upprisu íslensks atvinnulífs. Frá þeim tíma hefur ýmislegt dunið á fyrirtækjum – heimsfaraldur, tollahækkanir, eldhræringar og óvissa á mörkuðum. Þess vegna er svo mikilvægt að veita þeim fyrirtækjum sem sýnt hafa stöðugleika í rekstri sérstaka viðurkenningu. Það er líka sagt að því sem veitt sé athygli dafni frekar en þarna erum við að setja ljósið á afreksfólk atvinnulífisins.“ Alltaf fleiri og fleiri framúrskarandi Listinn fyrir árið 2025 er á lokametrunum og segir Hrefna að þó loka fjöldi liggi ekki fyrir sé í hið minnsta ekki útlit fyrir að listinn verði styttri en í fyrra en þá taldi listinn 1.150 fyrirtæki. Hann hafi lengst jafnt og þétt gegnum árin sem endurspeglar að mati Hrefnu styrk og aðlögunarhæfni íslenskra fyrirtækja sem náð hafa að viðhalda jafnvægi þrátt fyrir krefjandi aðstæður og sveiflur í hagkerfinu. „Mörg íslensk fyrirtæki hafa sýnt fram á mikinn styrk í gegnum árin. Hlutfall þeirra sem uppfylla skilyrðin hefur haldist nokkuð stöðugt eða um 2% allra virkra fyrirtækja á Íslandi,“ segir Hrefna. Það hljómar kannski ekki hátt hlutfall fyrirtækja sem komast á listann en skýringin er einföld: kröfurnar eru miklar. „Skilyrðin eru öll til þess fallin að draga fram stöðugleika í rekstri fyrirtækja. Skilyrðin eru vissulega ströng og við höfum verið að herða þau á undanförnum árum, meðal annars með því að gera meiri körfu í sjálfbærnimálum en það þýðir jafnframt að það er eftirsóknarvert að vera Framúrskarandi fyrirtæki,” segir Hrefna. Ekki bara þau sem græða mest „Fyrirtækjarekstur er krefjandi og háður miklum sveiflum. Stjórnendur og starfsfólk fyrirtækja sem ná að halda stöðugleika undir krefjandi aðstæðum eiga skilið að fá viðurkenningu og það er ein af lykilástæðunum fyrir því að við kjósum að verðlauna Framúrskarandi fyrirtæki ár hvert. Það eru líka oftast stóru fyrirtækin og líka skráðu fyrirtækin sem eru í fréttum en það eru lítil og stór fyrirtæki um allt land sem eru burðarvirkið og því mikilvægt að draga það fram. Framúrskarandi fyrirtæki eru ekki endilega þau fyrirtæki sem hagnast mest eða eru stærst heldur er á listanum fjölbreytt flóra íslenskra fyrirtækja af öllum stærðum og gerðum sem eiga það sameiginlegt að vera með stöðugan rekstur yfir hið minnsta þriggja ára tímabil. Áhersla á sjálfbærni og auðvelda aðgengi að upplýsingum Sérfræðingar Creditinfo endurskoða skilyrðin á hverju ári og aðalaga þau aðstæðum hverju sinni, til dæmis með tilliti til verðlagsþróunar og fleiri þátta. Sjálfbærniupplýsingar eru meðal skilyrða sem bætt var inn fyrir nokkrum árum, á fyrirtæki sem velta meira en tveimur milljörðum króna. Þá viðbót segir Hrefna fela í sér viðurkenningu á að meira þarf til að reka framúrskarandi fyrirtæki heldur en það sem kemur fram í rekstrartölum. „Gegnum sérstakt viðmót hjá Creditinfo geta fyrirtæki deilt gögnum um sjálfbærni með lánastofnunum, fjárfestum og viðskiptavinum á einum stað. Fyrir þau sem eru á lista yfir Framúrskarandi fyrirtæki verður það einfalt að nýta sömu gögn áfram og spara sér tíma og vinnu,“ útskýrir Hrefna. Hvatningarverðlaun á sviði sjálfbærni Creditinfo hefur einnig veitt sérstök hvatningarverðlaun fyrir framúrskarandi framtak um nýsköpun á sviði sjálfbærni og hvatningarverðlaun um framúrskarandi framtak á sviði umhverfismála. Í fyrra hlaut Steypustöðin hvatningarverðlaun um framúrskarandi framtak á sviði umhverfismála fyrir rafvæðingu bílaflota síns. Krónan hlaut hvatningarverðlaun um framúrskarandi framtak um nýsköpun á sviði sjálfbærni 2024, fyrir Heillakörfuna, sérstaka lausn í Krónuappinu sem veitir notendum tækifæri til að safna stigum fyrir vörur sem eru bæði þeim sjálfum og umhverfinu til heilla. Verðlaunahafar ársins 2025 verða tilkynntir 30. október næstkomandi þegar tilkynnt verður um hvaða fyrirtæki eru á meðal Framúrskarandi fyrirtækja árið 2025 en listinn verður gerður opinber hér á Vísi. Festi samtök fyrirtækja í sjálfbærni skipa dómnefndina. Ströng skilyrði líka tæki til að ná framþróun Þá segir Hrefna Creditinfo horfa til þess að fyrirtæki þurfi að fara að lögum varðandi kynjahlutfall í stjórnum til að teljast Framúrskarandi fyrirtæki en hlutfall kvenna í framkvæmdastjórn Framúrskarandi fyrirtækja er í dag 12,9 %. Til skoðunar sé að bæta því skilyrði við kröfurnar. „Við ætlum að vera harðari í að útiloka fyrirtæki sem uppfylla ekki skilyrði laga um kynjahlutfall í stjórnum og munum fara í sérstaka herferð á næsta ári. Við munum undirbúa fyrirtækin tímanlega svo þau geti brugðist við og þannig er verkefnið líka tæki til að ná fram framþróun í rétta átt,” útskýrir Hrefna. Hvað þýðir vottunin fyrir fyrirtækin Það að vera í hópi þeirra 2% fyrirtækja sem standast kröfur er mikil viðurkenning. Hrefna segir fyrirtækin nýta sér vottunina með fjölbreyttum hætti, allt frá því að nota hana til hvatningar innanhúss til þess að treysta sambönd við erlenda samstarfsaðila. „Sum segja ekkert frá henni út á við en hengja vottunina upp á kaffistofunni til að hvetja starfsfólk áfram til góðra verka. Vottunin fylgir með á ensku og hefur verið nýtt af fjölmörgum fyrirtækjum til að ná betri kjörum hjá erlendum birgjum svo dæmi séu tekin. Enn önnur fyrirtæki nýta vottunina í atvinnuauglýsingum til að sýna fram á að þau séu eftirsóknarverður og öruggur vinnustaður. Hún styrkir ímynd fyrirtækja og eykur traust," segir Hrefna, vottunin sé ekki aðeins mælikvarði á rekstur heldur líka spegilmynd þess sem samfélagið metur: ábyrgð, traust og heilbrigða framtíðarsýn. Því sé mikilvægt að miðla. „Fjölmiðlar eiga það til að fjalla helst um fyrirtæki sem annað hvort standa sig mjög vel eða mjög illa. Það er því mikilvægt að hafa vettvang til að segja sögur þeirra fjölbreyttu fyrirtækja sem starfa út um allt land með framúrskarandi árangri. Starfsemi þessara fyrirtækja er bæði áhugaverð og mikilvæg fyrir íslenskt samfélag. Ef íslensk fyrirtæki standa stöðug, þá stendur samfélagið okkar stöðugt. Við eigum að vera stolt af því,“ segir Hrefna. Þessi grein er hluti af samstarfi Sýnar og Creditinfo um Framúrskarandi fyrirtæki Framúrskarandi fyrirtæki 2025 Mest lesið Gengi Icelandair hrapar Viðskipti innlent Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Viðskipti erlent Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Neytendur Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Neytendur Saga Framúrskarandi fyrirtækja er saga upprisu íslensks atvinnulífs Framúrskarandi fyrirtæki Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Fleiri fréttir Saga Framúrskarandi fyrirtækja er saga upprisu íslensks atvinnulífs Sorglega lítið að frétta af árangri kynjakvóta í jafnréttisparadís Heiður að vera kominn aftur á lista yfir Framúrskarandi fyrirtæki Mikill vöxtur í ferðaþjónustu á Reykjanesi Sýn og Creditinfo í samstarf um Framúrskarandi fyrirtæki Sjá meira
„Þegar við hófum fyrst að veita fyrirtækjum viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur í rekstri vorum við nýkomin úr efnahagshruni,“ segir Hrefna en þetta verður sextánda árið sem viðurkenningin er veitt. „Saga Framúrskarandi fyrirtækja er því að einhverju leyti saga upprisu íslensks atvinnulífs. Frá þeim tíma hefur ýmislegt dunið á fyrirtækjum – heimsfaraldur, tollahækkanir, eldhræringar og óvissa á mörkuðum. Þess vegna er svo mikilvægt að veita þeim fyrirtækjum sem sýnt hafa stöðugleika í rekstri sérstaka viðurkenningu. Það er líka sagt að því sem veitt sé athygli dafni frekar en þarna erum við að setja ljósið á afreksfólk atvinnulífisins.“ Alltaf fleiri og fleiri framúrskarandi Listinn fyrir árið 2025 er á lokametrunum og segir Hrefna að þó loka fjöldi liggi ekki fyrir sé í hið minnsta ekki útlit fyrir að listinn verði styttri en í fyrra en þá taldi listinn 1.150 fyrirtæki. Hann hafi lengst jafnt og þétt gegnum árin sem endurspeglar að mati Hrefnu styrk og aðlögunarhæfni íslenskra fyrirtækja sem náð hafa að viðhalda jafnvægi þrátt fyrir krefjandi aðstæður og sveiflur í hagkerfinu. „Mörg íslensk fyrirtæki hafa sýnt fram á mikinn styrk í gegnum árin. Hlutfall þeirra sem uppfylla skilyrðin hefur haldist nokkuð stöðugt eða um 2% allra virkra fyrirtækja á Íslandi,“ segir Hrefna. Það hljómar kannski ekki hátt hlutfall fyrirtækja sem komast á listann en skýringin er einföld: kröfurnar eru miklar. „Skilyrðin eru öll til þess fallin að draga fram stöðugleika í rekstri fyrirtækja. Skilyrðin eru vissulega ströng og við höfum verið að herða þau á undanförnum árum, meðal annars með því að gera meiri körfu í sjálfbærnimálum en það þýðir jafnframt að það er eftirsóknarvert að vera Framúrskarandi fyrirtæki,” segir Hrefna. Ekki bara þau sem græða mest „Fyrirtækjarekstur er krefjandi og háður miklum sveiflum. Stjórnendur og starfsfólk fyrirtækja sem ná að halda stöðugleika undir krefjandi aðstæðum eiga skilið að fá viðurkenningu og það er ein af lykilástæðunum fyrir því að við kjósum að verðlauna Framúrskarandi fyrirtæki ár hvert. Það eru líka oftast stóru fyrirtækin og líka skráðu fyrirtækin sem eru í fréttum en það eru lítil og stór fyrirtæki um allt land sem eru burðarvirkið og því mikilvægt að draga það fram. Framúrskarandi fyrirtæki eru ekki endilega þau fyrirtæki sem hagnast mest eða eru stærst heldur er á listanum fjölbreytt flóra íslenskra fyrirtækja af öllum stærðum og gerðum sem eiga það sameiginlegt að vera með stöðugan rekstur yfir hið minnsta þriggja ára tímabil. Áhersla á sjálfbærni og auðvelda aðgengi að upplýsingum Sérfræðingar Creditinfo endurskoða skilyrðin á hverju ári og aðalaga þau aðstæðum hverju sinni, til dæmis með tilliti til verðlagsþróunar og fleiri þátta. Sjálfbærniupplýsingar eru meðal skilyrða sem bætt var inn fyrir nokkrum árum, á fyrirtæki sem velta meira en tveimur milljörðum króna. Þá viðbót segir Hrefna fela í sér viðurkenningu á að meira þarf til að reka framúrskarandi fyrirtæki heldur en það sem kemur fram í rekstrartölum. „Gegnum sérstakt viðmót hjá Creditinfo geta fyrirtæki deilt gögnum um sjálfbærni með lánastofnunum, fjárfestum og viðskiptavinum á einum stað. Fyrir þau sem eru á lista yfir Framúrskarandi fyrirtæki verður það einfalt að nýta sömu gögn áfram og spara sér tíma og vinnu,“ útskýrir Hrefna. Hvatningarverðlaun á sviði sjálfbærni Creditinfo hefur einnig veitt sérstök hvatningarverðlaun fyrir framúrskarandi framtak um nýsköpun á sviði sjálfbærni og hvatningarverðlaun um framúrskarandi framtak á sviði umhverfismála. Í fyrra hlaut Steypustöðin hvatningarverðlaun um framúrskarandi framtak á sviði umhverfismála fyrir rafvæðingu bílaflota síns. Krónan hlaut hvatningarverðlaun um framúrskarandi framtak um nýsköpun á sviði sjálfbærni 2024, fyrir Heillakörfuna, sérstaka lausn í Krónuappinu sem veitir notendum tækifæri til að safna stigum fyrir vörur sem eru bæði þeim sjálfum og umhverfinu til heilla. Verðlaunahafar ársins 2025 verða tilkynntir 30. október næstkomandi þegar tilkynnt verður um hvaða fyrirtæki eru á meðal Framúrskarandi fyrirtækja árið 2025 en listinn verður gerður opinber hér á Vísi. Festi samtök fyrirtækja í sjálfbærni skipa dómnefndina. Ströng skilyrði líka tæki til að ná framþróun Þá segir Hrefna Creditinfo horfa til þess að fyrirtæki þurfi að fara að lögum varðandi kynjahlutfall í stjórnum til að teljast Framúrskarandi fyrirtæki en hlutfall kvenna í framkvæmdastjórn Framúrskarandi fyrirtækja er í dag 12,9 %. Til skoðunar sé að bæta því skilyrði við kröfurnar. „Við ætlum að vera harðari í að útiloka fyrirtæki sem uppfylla ekki skilyrði laga um kynjahlutfall í stjórnum og munum fara í sérstaka herferð á næsta ári. Við munum undirbúa fyrirtækin tímanlega svo þau geti brugðist við og þannig er verkefnið líka tæki til að ná fram framþróun í rétta átt,” útskýrir Hrefna. Hvað þýðir vottunin fyrir fyrirtækin Það að vera í hópi þeirra 2% fyrirtækja sem standast kröfur er mikil viðurkenning. Hrefna segir fyrirtækin nýta sér vottunina með fjölbreyttum hætti, allt frá því að nota hana til hvatningar innanhúss til þess að treysta sambönd við erlenda samstarfsaðila. „Sum segja ekkert frá henni út á við en hengja vottunina upp á kaffistofunni til að hvetja starfsfólk áfram til góðra verka. Vottunin fylgir með á ensku og hefur verið nýtt af fjölmörgum fyrirtækjum til að ná betri kjörum hjá erlendum birgjum svo dæmi séu tekin. Enn önnur fyrirtæki nýta vottunina í atvinnuauglýsingum til að sýna fram á að þau séu eftirsóknarverður og öruggur vinnustaður. Hún styrkir ímynd fyrirtækja og eykur traust," segir Hrefna, vottunin sé ekki aðeins mælikvarði á rekstur heldur líka spegilmynd þess sem samfélagið metur: ábyrgð, traust og heilbrigða framtíðarsýn. Því sé mikilvægt að miðla. „Fjölmiðlar eiga það til að fjalla helst um fyrirtæki sem annað hvort standa sig mjög vel eða mjög illa. Það er því mikilvægt að hafa vettvang til að segja sögur þeirra fjölbreyttu fyrirtækja sem starfa út um allt land með framúrskarandi árangri. Starfsemi þessara fyrirtækja er bæði áhugaverð og mikilvæg fyrir íslenskt samfélag. Ef íslensk fyrirtæki standa stöðug, þá stendur samfélagið okkar stöðugt. Við eigum að vera stolt af því,“ segir Hrefna. Þessi grein er hluti af samstarfi Sýnar og Creditinfo um Framúrskarandi fyrirtæki
Framúrskarandi fyrirtæki 2025 Mest lesið Gengi Icelandair hrapar Viðskipti innlent Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Viðskipti erlent Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Neytendur Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Neytendur Saga Framúrskarandi fyrirtækja er saga upprisu íslensks atvinnulífs Framúrskarandi fyrirtæki Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Fleiri fréttir Saga Framúrskarandi fyrirtækja er saga upprisu íslensks atvinnulífs Sorglega lítið að frétta af árangri kynjakvóta í jafnréttisparadís Heiður að vera kominn aftur á lista yfir Framúrskarandi fyrirtæki Mikill vöxtur í ferðaþjónustu á Reykjanesi Sýn og Creditinfo í samstarf um Framúrskarandi fyrirtæki Sjá meira