„Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. október 2025 10:33 Rodrigo Goes virtist vera úti í kuldanum hjá Carlo Ancelotti hjá Real Madrid á síðasta tímabili en fáir vissu hvað gekk á utan vallar. Getty/Alvaro Medranda Brasilíski knattspyrnumaðurinn Rodrygo var á leiðinni frá Real Madrid í haust, ef marka má spænska fjölmiðla, en hélt kyrru fyrir. Það lá líka miklu meira að baki því hversu lítið hann fékk að spila með spænska félaginu á síðustu leiktíð. Rodrygo fór hvergi og hefur nú opnað sig um það sem gekk á hjá honum síðasta vetur. „Ég upplifði persónulega afar erfiða tíma á síðasta tímabili. Ég talaði ekki við neinn í lífi mínu í langan tíma,“ sagði Rodrygo í viðtali við spænska íþróttablaðið AS. „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum. Þetta var mjög erfiður tími. Mér leið hvorki vel líkamlega né andlega,“ sagði Rodrygo. „Ancelotti hjálpaði mér mikið, því hann sá á hverjum degi að mér leið ekki vel. Hann sá að ég væri ekki í standi til að spila og að ég gæti því ekki hjálpað liðinu,“ sagði Rodrygo. „Það var heldur enginn tími til að jafna sig því við spiluðum á þriggja daga fresti og þá getur maður ekki stoppað til að leysa vandamálið. „Ancelotti sá að ég er venjuleg manneskja og átti við raunveruleg vandamál að stríða. Hann skildi flóknar aðstæður mínar,“ sagði Rodrygo. „Carlo sagði við mig: Vertu bara rólegur hérna. Þú ert ekki í standi til að spila núna. Ég þakkaði honum og bað um að fá að spila, en þannig vissi hann að hann þyrfti að ná manneskjunni aftur á strik áður en hann næði út leikmanninum,“ sagði Rodrygo. „Þetta var mjög erfiður tími í lífi mínu en núna hef ég sigrast á öllu og ég er í lagi. Hvenær sem ég get, þakka ég Carletto, syni hans Davide og þjálfarateyminu. Allir hjálpuðu mér, og auðvitað fjölskyldan mín. Núna finn ég bara fyrir gleði, ég er hamingjusamur, mjög áhugasamur um að eiga frábært tímabil“, sagði Rodrygo í samtali við AS. View this post on Instagram A post shared by Fabrizio Romano (@fabriziorom) Spænski boltinn Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Fyrrum hlaupstjarna ákærð fyrir morð Sport Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Fleiri fréttir Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Skotar fá frídag vegna HM Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Roddarinn ánægður með brottrekstur Nancy: „Farinn á pöbbinn að fagna“ Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Nígería flaug áfram í átta liða úrslit Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Tekur við Celtic í annað sinn á tímabilinu Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Salah gulltryggði Egypta áfram í átta liða úrslitin Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Sjá meira
Rodrygo fór hvergi og hefur nú opnað sig um það sem gekk á hjá honum síðasta vetur. „Ég upplifði persónulega afar erfiða tíma á síðasta tímabili. Ég talaði ekki við neinn í lífi mínu í langan tíma,“ sagði Rodrygo í viðtali við spænska íþróttablaðið AS. „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum. Þetta var mjög erfiður tími. Mér leið hvorki vel líkamlega né andlega,“ sagði Rodrygo. „Ancelotti hjálpaði mér mikið, því hann sá á hverjum degi að mér leið ekki vel. Hann sá að ég væri ekki í standi til að spila og að ég gæti því ekki hjálpað liðinu,“ sagði Rodrygo. „Það var heldur enginn tími til að jafna sig því við spiluðum á þriggja daga fresti og þá getur maður ekki stoppað til að leysa vandamálið. „Ancelotti sá að ég er venjuleg manneskja og átti við raunveruleg vandamál að stríða. Hann skildi flóknar aðstæður mínar,“ sagði Rodrygo. „Carlo sagði við mig: Vertu bara rólegur hérna. Þú ert ekki í standi til að spila núna. Ég þakkaði honum og bað um að fá að spila, en þannig vissi hann að hann þyrfti að ná manneskjunni aftur á strik áður en hann næði út leikmanninum,“ sagði Rodrygo. „Þetta var mjög erfiður tími í lífi mínu en núna hef ég sigrast á öllu og ég er í lagi. Hvenær sem ég get, þakka ég Carletto, syni hans Davide og þjálfarateyminu. Allir hjálpuðu mér, og auðvitað fjölskyldan mín. Núna finn ég bara fyrir gleði, ég er hamingjusamur, mjög áhugasamur um að eiga frábært tímabil“, sagði Rodrygo í samtali við AS. View this post on Instagram A post shared by Fabrizio Romano (@fabriziorom)
Spænski boltinn Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Fyrrum hlaupstjarna ákærð fyrir morð Sport Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Fleiri fréttir Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Skotar fá frídag vegna HM Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Roddarinn ánægður með brottrekstur Nancy: „Farinn á pöbbinn að fagna“ Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Nígería flaug áfram í átta liða úrslit Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Tekur við Celtic í annað sinn á tímabilinu Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Salah gulltryggði Egypta áfram í átta liða úrslitin Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Sjá meira