Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. október 2025 22:37 Aron Rafn Eðvarðsson varði 27 skot í marki Hauka. vísir/ernir Haukar sigruðu Val eftir vítakastkeppni, 39-38, í sextán liða úrslitum Powerade-bikars karla í handbolta í kvöld. Aron Rafn Eðvarðsson átti frábæran leik í marki Hauka. Fjölnir, sem leikur í Grill 66 deildinni, gerði sér lítið fyrir og sló Stjörnuna úr leik með sigri á heimavelli, 38-35. Staðan í hálfleik á Ásvöllum var jöfn, 13-13. Valsmenn náðu undirtökunum um miðjan seinni hálfleik og þegar rúmar ellefu mínútur voru eftir leiddu þeir með fjórum mörkum, 19-23. Þá kom frábær kafli hjá Haukum sem skoruðu sjö mörk gegn einu og náðu tveggja marka forskoti, 26-24. Magnús Óli Magnússon minnkaði muninn í 26-25 með marki úr vítakasti og Daníel Montoro jafnaði svo, 26-26. Birkir Snær Steinsson gat tryggt heimamönnum sigurinn en Björgvin Páll Gústavsson varði hörkuskot hans beint úr aukakasti. Ekki minnkaði spennan í framlengingunni. Haukar fengu síðustu sóknina og í þann mund sem tíminn var að renna út tók Þráinn Orri Jónsson aukakast. Viktor Sigurðsson truflaði framkvæmd þess, fékk rautt spjald og Haukar vítakast. Hergeir Grímsson tók það en Björgvin Páll varði og því þurfti að framlengja í annað sinn, 29-29. Staðan var áfram jöfn, 35-35, eftir aðra framlengingu og því réðust úrslitin í vítakeppni. Björgvin Páll og Aron Rafn vörðu báðir tvö víti og staðan eftir fyrstu fimm vítin hjá hvoru liði var jöfn, 3-3. Í bráðabana varði Aron Rafn frá Degi Árna Heimissyni og Jón Ómar Gíslason tryggði Haukum svo sigurinn. Hafnfirðingar unnu vítakeppnina, 4-3, og leikinn, 39-38. Aron Rafn varði alls 27 skot í marki Hauka. Skarphéðinn Ívar Einarsson var markahæstur þeirra með tíu mörk og Birkir Snær skoraði níu. Dagur Árni skoraði níu mörk fyrir Val og Björgvin Páll varði nítján skot. Stjarnan komst alla leið í bikarúrslit á síðasta tímabili en ekkert verður af því að Garðbæingar endurtaki leikinn í vetur því þeir töpuðu fyrir Fjölnismönnum, 38-35, í Grafarvoginum. Aðalsteinn Örn Aðalsteinsson skoraði níu mörk fyrir Fjölni og Viktor Berg Grétarsson sjö. Bergur Bjartmarsson varði tólf skot í marki heimamanna sem voru með góð tök á leiknum og leiddu allan tímann. Staðan í hálfleik var 20-15, Fjölni í vil. Starri Friðriksson skoraði ellefu mörk fyrir Stjörnuna og Hans Jörgen Ólafsson og Ísak Logi Einarsson sitt hvor fimm mörkin. Powerade-bikarinn Haukar Valur Fjölnir Stjarnan Tengdar fréttir Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Bikarmeistarar Fram unnu Víking, sem leikur í Grill 66 deildinni, með tveggja marka mun, 39-41, í tvíframlengdum leik í sextán liða úrslitum Powerade-bikars karla í handbolta. Leikurinn fór fram á heimavelli Víkinga í Safamýrinni þar sem Framarar léku í mörg ár. 6. október 2025 21:32 Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Þrátt fyrir að vera fimm mörkum undir þegar tæpar átján mínútur voru eftir vann Afturelding ÍBV, 27-22, í sextán liða úrslitum Powerade-bikars karla í handbolta. 6. október 2025 19:35 Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Fleiri fréttir Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið Sjá meira
Staðan í hálfleik á Ásvöllum var jöfn, 13-13. Valsmenn náðu undirtökunum um miðjan seinni hálfleik og þegar rúmar ellefu mínútur voru eftir leiddu þeir með fjórum mörkum, 19-23. Þá kom frábær kafli hjá Haukum sem skoruðu sjö mörk gegn einu og náðu tveggja marka forskoti, 26-24. Magnús Óli Magnússon minnkaði muninn í 26-25 með marki úr vítakasti og Daníel Montoro jafnaði svo, 26-26. Birkir Snær Steinsson gat tryggt heimamönnum sigurinn en Björgvin Páll Gústavsson varði hörkuskot hans beint úr aukakasti. Ekki minnkaði spennan í framlengingunni. Haukar fengu síðustu sóknina og í þann mund sem tíminn var að renna út tók Þráinn Orri Jónsson aukakast. Viktor Sigurðsson truflaði framkvæmd þess, fékk rautt spjald og Haukar vítakast. Hergeir Grímsson tók það en Björgvin Páll varði og því þurfti að framlengja í annað sinn, 29-29. Staðan var áfram jöfn, 35-35, eftir aðra framlengingu og því réðust úrslitin í vítakeppni. Björgvin Páll og Aron Rafn vörðu báðir tvö víti og staðan eftir fyrstu fimm vítin hjá hvoru liði var jöfn, 3-3. Í bráðabana varði Aron Rafn frá Degi Árna Heimissyni og Jón Ómar Gíslason tryggði Haukum svo sigurinn. Hafnfirðingar unnu vítakeppnina, 4-3, og leikinn, 39-38. Aron Rafn varði alls 27 skot í marki Hauka. Skarphéðinn Ívar Einarsson var markahæstur þeirra með tíu mörk og Birkir Snær skoraði níu. Dagur Árni skoraði níu mörk fyrir Val og Björgvin Páll varði nítján skot. Stjarnan komst alla leið í bikarúrslit á síðasta tímabili en ekkert verður af því að Garðbæingar endurtaki leikinn í vetur því þeir töpuðu fyrir Fjölnismönnum, 38-35, í Grafarvoginum. Aðalsteinn Örn Aðalsteinsson skoraði níu mörk fyrir Fjölni og Viktor Berg Grétarsson sjö. Bergur Bjartmarsson varði tólf skot í marki heimamanna sem voru með góð tök á leiknum og leiddu allan tímann. Staðan í hálfleik var 20-15, Fjölni í vil. Starri Friðriksson skoraði ellefu mörk fyrir Stjörnuna og Hans Jörgen Ólafsson og Ísak Logi Einarsson sitt hvor fimm mörkin.
Powerade-bikarinn Haukar Valur Fjölnir Stjarnan Tengdar fréttir Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Bikarmeistarar Fram unnu Víking, sem leikur í Grill 66 deildinni, með tveggja marka mun, 39-41, í tvíframlengdum leik í sextán liða úrslitum Powerade-bikars karla í handbolta. Leikurinn fór fram á heimavelli Víkinga í Safamýrinni þar sem Framarar léku í mörg ár. 6. október 2025 21:32 Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Þrátt fyrir að vera fimm mörkum undir þegar tæpar átján mínútur voru eftir vann Afturelding ÍBV, 27-22, í sextán liða úrslitum Powerade-bikars karla í handbolta. 6. október 2025 19:35 Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Fleiri fréttir Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið Sjá meira
Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Bikarmeistarar Fram unnu Víking, sem leikur í Grill 66 deildinni, með tveggja marka mun, 39-41, í tvíframlengdum leik í sextán liða úrslitum Powerade-bikars karla í handbolta. Leikurinn fór fram á heimavelli Víkinga í Safamýrinni þar sem Framarar léku í mörg ár. 6. október 2025 21:32
Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Þrátt fyrir að vera fimm mörkum undir þegar tæpar átján mínútur voru eftir vann Afturelding ÍBV, 27-22, í sextán liða úrslitum Powerade-bikars karla í handbolta. 6. október 2025 19:35