Formúla 1

Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða

Árni Jóhannsson skrifar
George Russell fagnar í Singapúr
George Russell fagnar í Singapúr Vísir / Getty

George Russell kom sá og sigraði í kappakstrinum í Singapúr sem lauk fyrir skömmu. Russell ræsti á ráspól og þurfti einungis að hafa áhyggjur í fyrstu beygju keppninnar en gat leyft sér að horfa fram á veginn í áttina að markinu. McLaren tryggði sig við sama tilefni heimsmeistaratitil bílasmiða.

Singapúr er lengsta keppnin á tímabilinu og George Russell keyrði Mercedes bílinn afskaplega vel í gegnum keppnina eftir að hafa náð í ráspólinn í gær. Hann náði þar með í sinn fimmta sigur á sínum ferli og var mjög ánægður með sigurinn. Max Verstappen sem keyrir fyrir Red Bull Racing lenti í öðru sæti og McLaren ökuþórarnir Oscar Piastri og Lando Norris í þriðja sæti og því fjórða. Allir bílar kláruðu keppnina og þurfti öryggisbílinn ekki að koma út á brautina.

Árangur McLaren ökumannanna í dag gerði það að verkum að McLaren er orðið heimsmeistari bílasmiða þegar sex keppnir eru eftir af tímabilinu. Þetta er annað tímabilið í röð sem McLaren verður heimsmeistari bílasmiða en það er í fyrsta sinn síðan 1991 sem liðið nær þeim áfanga að verja titilinn. Piastri og Norris eru í fyrsta og öðru sæti ökumanna en Max Verstappen er þar á eftir og enn er ekkert ráðið enn í þeirri keppni.

Næsta keppni fer fram í Bandaríkjunum 17.-19. október næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×