Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Rakel Sveinsdóttir skrifar 2. október 2025 07:03 Daði Rafnsson íþróttasálfræðiráðgjafi og afreksþjálfari nefnir fjölmörg dæmi um leiðir sem vinnumarkaðurinn getur nýtt sér úr heimi íþrótta- og afreksfólks. Til dæmis það að búa til leiðtogagrúppur eða að standa að ráðningum með svipuðu hugarfari og þegar verið er að vinna að leikmannaleit. Vísir/Anton Brink Við sjáum það oft í hillingum að yfirfæra íþróttafræðin og keppnisandann yfir á vinnustaðina. Enda er gaman að leita í reynslubrunn Daða Rafnssonar, íþróttasálfræðiráðgjafa og afreksþjálfara, fagstjóra Afrekssviðs Menntaskólans í Kópavogi og doktorsnema við sálfræðideild Háskólans í Reykjavík. Daði kennir Afreksþjálfun og Hagnýta íþróttasálfræði við íþróttafræðideild HR. En hann hefur líka starfað í leikmannaleit fyrir Washington Spirit í NWSL. Þar sem leitin snýst þá auðvitað um að finna þann besta. Eða hvað? „Rannsóknir í knattspyrnu sýna að það er meira áríðandi að lakasti leikmaðurinn sé betri en lakasti leikmaður mótherjanna, heldur en að besti leikmaðurinn sé betri en besti leikmaður hinna,“ segir Daði þó og bætir við: Þannig að það sem fyrst og fremst þarf að hafa í huga þegar það er verið að bæta í hópinn, er að finna þann sem er ekkert endilega bestur, heldur þann sem passar best inn í heildina sem þú ert að vinna með.“ Sem svo sannarlega má yfirfæra yfir á ráðningamálin í atvinnulífinu. Í gær og í dag fjöllum við um mannauðsmálin, en Mannauðsdagurinn 2025 verður haldinn í Hörpu á morgun, föstudag. Uppselt er á viðburðinn, en dagskrá Mannauðsdagsins má sjá hér. Ekki bara einn fyrirliði Daði er einn fyrirlesara Mannauðsdagsins á morgun. Yfirskrift erindisins hans er Leiðin til afreka – hvernig náum við árangri með ungu starfsfólki? og því ljóst að Daði ætlar sér að beina sjónunum svolítið að unga fólkinu; þessari framtíð atvinnulífsins. En þar sem Daði hefur líka starfað sem yfirþjálfari knattspyrnudeildar Breiðabliks, yfirmaður knattspyrnuþróunnar hjá HK og aðstoðarþjálfari hjá Jiangsu Suning í Kína, langar okkur þó fyrst að byrja á því að spyrja: Hvers vegna er okkur ekki almennt að takast að innleiða betur alls kyns kosti úr íþróttafræðunum inn í atvinnulífið; eitthvað þó sem svo mörgum þykir svo spennandi tilhugsun? „Oft einfaldlega vegna þess að í amstri dagsins ganga hlutirnir oftast út á nútímann og þau hversdags vandamál sem kunna að fylgja. Þetta er líka þekkt í íþróttaheiminum. Þar sem þekkingin á fræðunum er kannski til staðar en vill stundum gleymast vegna þess að allir eru uppteknir í amstri dagsins,“ svarar Daði og bætir við: „Ég segi líka oft að við séum með mjög marga sem eru að vinna í nútímanum en fáa í framtíðinni.“ Sem Daði mælir þó með að fleiri færu að huga að. „Að hugsa til framtíðarinnar er eitthvað sem er að færast í aukana í íþróttaheiminum. Til dæmis er sú þróun að sýna sig í Bandaríkjunum að í staðinn fyrir að vera með einn fyrirliða, er myndaður leiðtogahópur,“ segir Daði og útskýrir. Fyrirliðinn er þá með nokkra aðra með sér í hópi. Einn til tvo eldri og reyndari, sem eru þá stuðningur og honum til aðstoðar. Síðan eru kannski tveir til þrír yngri líka. Þeir hjálpa til en eru þá að læra af þeim sem eldri eru. Þannig er verið að undirbúa þá fyrir framtíðina.“ Daði segir Ástrali dæmi um þjóð sem er komin nokkuð langt í þessu. Í raun fyrirkomulag eða útfærsla sem atvinnulífið ætti svo sem að geta nýtt sér líka. Daði nefnir frægt dæmi um það hvernig þjálfari Jordan fékk hann til að fara að gefa oftar boltann á liðsfélaga sinna, þá þegar orðinn lang stigahæstur. Hvatning snúist oft um að fólk finni þennan æðri tilgang í vinnunni sinni.Vísir/Anton Brink Að finna rétta liðsmanninn En yfir í ráðningarnar og upphafið; Hvernig við veljum í liðið. Er ekki eitthvað í reynslubrunninum þínum úr leikmannaleitinni sem atvinnulífið getur nýtt sér við ráðningar? Jú, svo sannarlega er það svo. Því til viðbótar við að huga vel að því hvers konar liðsmann vantar í hópinn, segir Daði: „En þetta er margslungið. Því Það þarf að horfa á svo marga þætti. Ekki aðeins tölfræðina eða fyrirliggjandi gögn. Í minni leikmannaleit hefur það til dæmis stundum verið að ég og aðrir erum fengin til að fara út og fylgjast með leikmönnum utan vallar. Hvað eru þau að gera þá og hvernig eru þau að hegða sér þá? Að kanna bakgrunninn og átta sig á eiginleikum eins og hvernig viðkomandi nær að vinna með öðrum, hvernig er viðkomandi í samskiptum og fleira. Allt eru þetta mikilvægir þættir að kynna sér áður en til ráðningar kemur.“ Þessu tengt, segir Daði þá líka mikilvægt að spyrja spurninga eins og: „Býr viðkomandi yfir þeirri hæfni og getu sem okkur vantar í nútímanum. Er þetta sá einstaklingur sem passar best inn í liðsheildina eða verkefnin eins og við erum að vinna með þau núna.“ Þó er ljóst að Daða finnst oftar mega horfa til framtíðarinnar. Og það er þar sem hann nefnir oft unga fólkið sérstaklega. „Við sjáum ekki alltaf strax hvað býr í unga fólkinu. Til dæmis vilja þeir meina hjá Manchester City að leikmenn séu ekki fullþroska fyrr en 22-23 ára, sem þýðir að þeir eru mjög snemma að reyna að átta sig á því hvað býr í yngri leikmönnum.“ Eitthvað sem vinnustaðir gætu svo sem gert meira af líka. „Líka að gefa sér tíma í að kynna sér málin, þannig að það séu meiri líkur á góðri niðurstöðu.“ Daði segir líka mikilvægt að lesa í umhverfið og samtímann hverju sinni. „Knattspyrnan er til dæmis orðin mjög alþjóðleg. Sem þýðir að leikmaður í fótbolta þarf að búa yfir þeim eiginleika að vera alþjóðlegur í hugsun. Það á ekki við að vera með einhverja fordóma gagnvart öðrum.“ Sem líka er hægt að yfirfæra á atvinnulífið; þar sem talað er um að fagna fjölbreytileikanum. Daði segir íþróttaheiminn vera að þróast meira og meira í þá átt að horfa til framtíðar og velta fyrir sér hvað gerist þá og hvað þurfi þá. Þetta mæli hann með því að atvinnulífið geri einnig, enda margir að vinna í nútímanum en fáir fyrir framtíðina.Vísir/Anton Brink Æðri tilgangur og liðsheildin Þótt íþróttaandinn kunni, sé í raun það sem flestir vinnustaðir væru til í að efla innandyra hjá sér, fylgir íþróttum líka mikil samkeppni inn á milli. Þar sem hver og einn í raun þarf að hugsa um sjálfan sig. Hvernig er hægt að vinna að þessu; að liðsheildir séu annars vegar að vinna frábært starf saman en á sama tíma að skara fram úr sem einstaklingar? „Þarna kemur hvatningin sterk inn og þessi spurning um tilganginn fyrir starfinu eða því sem þú ert að gera,“ svarar Daði og bætir við: „Í þessu samhengi er oft talað um þennan æðri tilgang.“ Sem er þá sá sem drífur okkur og hvetur hvað mest áfram. Daði nefnir dæmi. „Eitt frægasta dæmið úr íþróttaheiminum er frá upphafsárum Michael Jordan í NBA körfuboltadeildinni. Hann varð strax lang stigahæstur á fyrstu fjórum til fimm árunum sínum. Var alltaf að skora körfu. Einn daginn ræddi þjálfarinn hans síðan við hann og sagði; Ef þú hins vegar ferð að verða duglegri í að gefa fleiri sendingar á liðsfélagana þína, er ekkert ólíklegt að þú færir að vinna fleiri titla.“ Sem úr varð og má segja að þarna hafi þjálfarinn í raun náð að benda á æðri tilgang. „Við viljum öll vera þessi besta útgáfa af okkur sjálfum og stefna að því að leggja allt okkar fram til að standa okkur vel, vera framúrskarandi. En æðri tilgangur getur þó falist í því hvernig liðsheildinni er að ganga. Því það skiptir okkur líka öll miklu máli að finnast við tilheyra einhverjum hópi eða liðsheild.“ En hvernig gætum við rætt um yfirmenn og stjórnendur; leiðtogana á vinnustöðunum og sett þá í samhengi við íþróttafræðin? Daði tekur nú annað dæmi. „Lengi vel var lögð áhersla á þennan alvitra einhyrning. Sem einfaldlega vissi allt og gat allt. Það var leiðtoginn eða yfirmaðurinn. Í dag hefur þetta breyst því nú er meiri áhersla lögð á að sá sem stjórnar liðinu finnist vænt um fólk. Ekki aðeins sem starfsmenn eða liðsmenn, heldur einfaldlega sem fólk og manneskjur,“ segir Daði og bætir við: Góður leiðtogi er því sá sem getur látið alla liðsheildina blómstra. Góður leiðtogi fær því fólk með sér og ýtir undir þann möguleika að fólk nái árangri, geti þróast í starfi og svo framvegis. Góður leiðtogi skilur líka við verk sitt þannig að næsti maður geti haldið áfram og viðhaldið vinnunni. Ólíkt því sem alvitri einhyrningurinn hefði kannski gert áður.“ Daði segir góðan leiðtoga vera þann sem fær fólk í lið með sér og gefur öllum svigrúm til að blómstra. Góður leiðtogi skilji líka við þannig að auðvelt sé fyrir næsta mann að taka við; ólíkt því sem alvitri einhyrningurinn hefði kannski gert áður.Vísir/Anton Brink Á fyrirlestrinum á morgun sér Daði fyrir sér að fá gesti til að líta svolítið í eigin barm; Ímynda sér hvernig þeir myndu vilja hafa hlutina ef þeir væru til dæmis að byrja í nýju starfi á vinnustaðnum. Og spegla það síðan, hvort staðan sé í raun sú að það sem nýliðum, oft ungu fólki, er boðið upp á þegar það hefur störf. „Viðhorf til ungs fólks er oft svolítið neikvætt. Að þau séu svona og hinsegin; alltaf í símanum, krefjist mikils framlags fyrir lítið, séu með óraunhæfar væntingar og svo framvegis,“ segir Daði en bætir við: „Réttu spurningarnar eru hins vegar þær hvort við séum að hjálpa þeim af stað? Því þetta unga fólk hefur mikið til brunns að bera og ólst upp við allt aðrar aðstæður og samfélag en við.“ Daði mælir líka með því að betur sé hugað að því hvað gerist þegar fólk byrjar á vinnustað. „Það er ekki nóg að kaupa leikmann í fótboltalið eða handboltalið. Því kaupunum er fylgt eftir með þjálfun og í atvinnulífinu má mögulega gera betur þar. Starfslýsingar þurfa að vera mjög skýrar og ég myndi alveg mæla með því að stjórnendur velti því vel fyrir sér, hvort þær séu nægilega skýrar. Því fólk þarf að vita til hvers er ætlast og að sama skapi þarf fólk líka að hafa tækifæri á endurgjöf.“ Annað sem Daði nefnir líka er sú leið að nýliðar fái mentora á vinnustöðum. Þannig að þjálfunin sé markviss. „Ég ætla líka að nefna gildi vinnustaða. Því oft hef ég rekist á það þegar ég er með fyrirlestra og spyr fólk hver gildin eru, að fólk veit það ekki. Jafnvel þótt þau séu svo sýnileg að þau blasa við á vegg um leið og maður mætir á staðinn,“ segir Daði en bætir við: „En það er ekki nóg. Ef eitt gildi er til dæmis Virðing, þarf reglulega að skoða það, hvernig þessi virðing lítur út á vinnustaðnum. Felur hún í sér ákveðna framkomu, hegðun, samskipti? Hvað telst góð hegðun og hvað telst slæm hegðun? Og hvernig er vinnustaðurinn að hvetja fólk til að sýna af sér góða hegðun í formi virðingar?“ Aðspurður hvort það sé eitthvað til viðbótar sem Daði vill nefna, með tilliti til atvinnulífs segir hann: „Kannski helst það að fleiri fari að setja meira virði á þá vinnu að vera að vinna fyrir framtíðina. Að undirbúa, rannsaka, velta betur fyrir sér hvað er að fara að gerast og hvernig ætlum við að bregðast við. Þetta er sú þróun sem er mikið að sýna sig í íþróttaheiminum. Sem þýðir þá að það að finna réttu leikmennina er oft eitthvað sem byggir á þessari framtíð; hvers konar leikmenn þarf þá, hvernig verður regluverkið eða annað í umhverfinu og svo framvegis.“ Mannauðsmál Stjórnun Vinnustaðamenning Vinnustaðurinn Tengdar fréttir Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Sigrún Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri Mannauðs, samtaka mannauðsfólks á Íslandi, segir mannauðsmál í heiminum standa á tímamótum. Mikilvægt sé þó að horfa ekki til framtíðar sem fjarlæga ógn, heldur ævintýri sem við mótum saman. 1. október 2025 07:00 SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ „Við vorum alltaf að bregðast ómarkvisst og af handahófi við einhverjum aðstæðum en ákváðum þess í stað að setjast í bílstjórasætið, ákveða á hvaða leið við værum að fara og gefur þannig tækifæri til að forgangsraða og fleira,“ segir Arndís Soffía Sigurðardóttir, aðallögfræðingur Lögregluembættisins á Suðurlandi og verkefnisstjóri innleiðingar nýrrar stefnu hjá embættinu. 17. september 2025 07:01 Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Það hefur löngum verið horft til þess að atvinnulífið geti lært margt af íþróttum. Þar sem þjálfarar blása fólki byr í brjóst, efla liðsheildina og hvetja til dáða svo það er nánast leit að öðru eins. 29. apríl 2025 07:01 Jákvæður stjórnandi getur gert gæfumuninn en fjögur lykilatriði þarf þó til „Við mannfólkið erum yfirleitt fljótari að vinna úr og muna jákvæðar upplýsingar en neikvæðar,“ nefnir Ingrid Kuhlman, leiðbeinandi og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun, sem dæmi um hvers vegna leiðtogar vinnustaða ættu að leggja áherslu á jákvæða forystu. 5. febrúar 2024 07:00 Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „AI er að breyta leiknum en erum við tilbúin?“ spyr Ásdís Eir Símonardóttir sem eftir helgi tekur við starfi forstöðumanns mannauðs og menningar hjá Lyfju. 3. janúar 2025 07:00 Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á „Höfum aldrei þurft að hugsa um þetta áður“ Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Að líða eins og svikara í vinnunni „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Sjá meira
Daði kennir Afreksþjálfun og Hagnýta íþróttasálfræði við íþróttafræðideild HR. En hann hefur líka starfað í leikmannaleit fyrir Washington Spirit í NWSL. Þar sem leitin snýst þá auðvitað um að finna þann besta. Eða hvað? „Rannsóknir í knattspyrnu sýna að það er meira áríðandi að lakasti leikmaðurinn sé betri en lakasti leikmaður mótherjanna, heldur en að besti leikmaðurinn sé betri en besti leikmaður hinna,“ segir Daði þó og bætir við: Þannig að það sem fyrst og fremst þarf að hafa í huga þegar það er verið að bæta í hópinn, er að finna þann sem er ekkert endilega bestur, heldur þann sem passar best inn í heildina sem þú ert að vinna með.“ Sem svo sannarlega má yfirfæra yfir á ráðningamálin í atvinnulífinu. Í gær og í dag fjöllum við um mannauðsmálin, en Mannauðsdagurinn 2025 verður haldinn í Hörpu á morgun, föstudag. Uppselt er á viðburðinn, en dagskrá Mannauðsdagsins má sjá hér. Ekki bara einn fyrirliði Daði er einn fyrirlesara Mannauðsdagsins á morgun. Yfirskrift erindisins hans er Leiðin til afreka – hvernig náum við árangri með ungu starfsfólki? og því ljóst að Daði ætlar sér að beina sjónunum svolítið að unga fólkinu; þessari framtíð atvinnulífsins. En þar sem Daði hefur líka starfað sem yfirþjálfari knattspyrnudeildar Breiðabliks, yfirmaður knattspyrnuþróunnar hjá HK og aðstoðarþjálfari hjá Jiangsu Suning í Kína, langar okkur þó fyrst að byrja á því að spyrja: Hvers vegna er okkur ekki almennt að takast að innleiða betur alls kyns kosti úr íþróttafræðunum inn í atvinnulífið; eitthvað þó sem svo mörgum þykir svo spennandi tilhugsun? „Oft einfaldlega vegna þess að í amstri dagsins ganga hlutirnir oftast út á nútímann og þau hversdags vandamál sem kunna að fylgja. Þetta er líka þekkt í íþróttaheiminum. Þar sem þekkingin á fræðunum er kannski til staðar en vill stundum gleymast vegna þess að allir eru uppteknir í amstri dagsins,“ svarar Daði og bætir við: „Ég segi líka oft að við séum með mjög marga sem eru að vinna í nútímanum en fáa í framtíðinni.“ Sem Daði mælir þó með að fleiri færu að huga að. „Að hugsa til framtíðarinnar er eitthvað sem er að færast í aukana í íþróttaheiminum. Til dæmis er sú þróun að sýna sig í Bandaríkjunum að í staðinn fyrir að vera með einn fyrirliða, er myndaður leiðtogahópur,“ segir Daði og útskýrir. Fyrirliðinn er þá með nokkra aðra með sér í hópi. Einn til tvo eldri og reyndari, sem eru þá stuðningur og honum til aðstoðar. Síðan eru kannski tveir til þrír yngri líka. Þeir hjálpa til en eru þá að læra af þeim sem eldri eru. Þannig er verið að undirbúa þá fyrir framtíðina.“ Daði segir Ástrali dæmi um þjóð sem er komin nokkuð langt í þessu. Í raun fyrirkomulag eða útfærsla sem atvinnulífið ætti svo sem að geta nýtt sér líka. Daði nefnir frægt dæmi um það hvernig þjálfari Jordan fékk hann til að fara að gefa oftar boltann á liðsfélaga sinna, þá þegar orðinn lang stigahæstur. Hvatning snúist oft um að fólk finni þennan æðri tilgang í vinnunni sinni.Vísir/Anton Brink Að finna rétta liðsmanninn En yfir í ráðningarnar og upphafið; Hvernig við veljum í liðið. Er ekki eitthvað í reynslubrunninum þínum úr leikmannaleitinni sem atvinnulífið getur nýtt sér við ráðningar? Jú, svo sannarlega er það svo. Því til viðbótar við að huga vel að því hvers konar liðsmann vantar í hópinn, segir Daði: „En þetta er margslungið. Því Það þarf að horfa á svo marga þætti. Ekki aðeins tölfræðina eða fyrirliggjandi gögn. Í minni leikmannaleit hefur það til dæmis stundum verið að ég og aðrir erum fengin til að fara út og fylgjast með leikmönnum utan vallar. Hvað eru þau að gera þá og hvernig eru þau að hegða sér þá? Að kanna bakgrunninn og átta sig á eiginleikum eins og hvernig viðkomandi nær að vinna með öðrum, hvernig er viðkomandi í samskiptum og fleira. Allt eru þetta mikilvægir þættir að kynna sér áður en til ráðningar kemur.“ Þessu tengt, segir Daði þá líka mikilvægt að spyrja spurninga eins og: „Býr viðkomandi yfir þeirri hæfni og getu sem okkur vantar í nútímanum. Er þetta sá einstaklingur sem passar best inn í liðsheildina eða verkefnin eins og við erum að vinna með þau núna.“ Þó er ljóst að Daða finnst oftar mega horfa til framtíðarinnar. Og það er þar sem hann nefnir oft unga fólkið sérstaklega. „Við sjáum ekki alltaf strax hvað býr í unga fólkinu. Til dæmis vilja þeir meina hjá Manchester City að leikmenn séu ekki fullþroska fyrr en 22-23 ára, sem þýðir að þeir eru mjög snemma að reyna að átta sig á því hvað býr í yngri leikmönnum.“ Eitthvað sem vinnustaðir gætu svo sem gert meira af líka. „Líka að gefa sér tíma í að kynna sér málin, þannig að það séu meiri líkur á góðri niðurstöðu.“ Daði segir líka mikilvægt að lesa í umhverfið og samtímann hverju sinni. „Knattspyrnan er til dæmis orðin mjög alþjóðleg. Sem þýðir að leikmaður í fótbolta þarf að búa yfir þeim eiginleika að vera alþjóðlegur í hugsun. Það á ekki við að vera með einhverja fordóma gagnvart öðrum.“ Sem líka er hægt að yfirfæra á atvinnulífið; þar sem talað er um að fagna fjölbreytileikanum. Daði segir íþróttaheiminn vera að þróast meira og meira í þá átt að horfa til framtíðar og velta fyrir sér hvað gerist þá og hvað þurfi þá. Þetta mæli hann með því að atvinnulífið geri einnig, enda margir að vinna í nútímanum en fáir fyrir framtíðina.Vísir/Anton Brink Æðri tilgangur og liðsheildin Þótt íþróttaandinn kunni, sé í raun það sem flestir vinnustaðir væru til í að efla innandyra hjá sér, fylgir íþróttum líka mikil samkeppni inn á milli. Þar sem hver og einn í raun þarf að hugsa um sjálfan sig. Hvernig er hægt að vinna að þessu; að liðsheildir séu annars vegar að vinna frábært starf saman en á sama tíma að skara fram úr sem einstaklingar? „Þarna kemur hvatningin sterk inn og þessi spurning um tilganginn fyrir starfinu eða því sem þú ert að gera,“ svarar Daði og bætir við: „Í þessu samhengi er oft talað um þennan æðri tilgang.“ Sem er þá sá sem drífur okkur og hvetur hvað mest áfram. Daði nefnir dæmi. „Eitt frægasta dæmið úr íþróttaheiminum er frá upphafsárum Michael Jordan í NBA körfuboltadeildinni. Hann varð strax lang stigahæstur á fyrstu fjórum til fimm árunum sínum. Var alltaf að skora körfu. Einn daginn ræddi þjálfarinn hans síðan við hann og sagði; Ef þú hins vegar ferð að verða duglegri í að gefa fleiri sendingar á liðsfélagana þína, er ekkert ólíklegt að þú færir að vinna fleiri titla.“ Sem úr varð og má segja að þarna hafi þjálfarinn í raun náð að benda á æðri tilgang. „Við viljum öll vera þessi besta útgáfa af okkur sjálfum og stefna að því að leggja allt okkar fram til að standa okkur vel, vera framúrskarandi. En æðri tilgangur getur þó falist í því hvernig liðsheildinni er að ganga. Því það skiptir okkur líka öll miklu máli að finnast við tilheyra einhverjum hópi eða liðsheild.“ En hvernig gætum við rætt um yfirmenn og stjórnendur; leiðtogana á vinnustöðunum og sett þá í samhengi við íþróttafræðin? Daði tekur nú annað dæmi. „Lengi vel var lögð áhersla á þennan alvitra einhyrning. Sem einfaldlega vissi allt og gat allt. Það var leiðtoginn eða yfirmaðurinn. Í dag hefur þetta breyst því nú er meiri áhersla lögð á að sá sem stjórnar liðinu finnist vænt um fólk. Ekki aðeins sem starfsmenn eða liðsmenn, heldur einfaldlega sem fólk og manneskjur,“ segir Daði og bætir við: Góður leiðtogi er því sá sem getur látið alla liðsheildina blómstra. Góður leiðtogi fær því fólk með sér og ýtir undir þann möguleika að fólk nái árangri, geti þróast í starfi og svo framvegis. Góður leiðtogi skilur líka við verk sitt þannig að næsti maður geti haldið áfram og viðhaldið vinnunni. Ólíkt því sem alvitri einhyrningurinn hefði kannski gert áður.“ Daði segir góðan leiðtoga vera þann sem fær fólk í lið með sér og gefur öllum svigrúm til að blómstra. Góður leiðtogi skilji líka við þannig að auðvelt sé fyrir næsta mann að taka við; ólíkt því sem alvitri einhyrningurinn hefði kannski gert áður.Vísir/Anton Brink Á fyrirlestrinum á morgun sér Daði fyrir sér að fá gesti til að líta svolítið í eigin barm; Ímynda sér hvernig þeir myndu vilja hafa hlutina ef þeir væru til dæmis að byrja í nýju starfi á vinnustaðnum. Og spegla það síðan, hvort staðan sé í raun sú að það sem nýliðum, oft ungu fólki, er boðið upp á þegar það hefur störf. „Viðhorf til ungs fólks er oft svolítið neikvætt. Að þau séu svona og hinsegin; alltaf í símanum, krefjist mikils framlags fyrir lítið, séu með óraunhæfar væntingar og svo framvegis,“ segir Daði en bætir við: „Réttu spurningarnar eru hins vegar þær hvort við séum að hjálpa þeim af stað? Því þetta unga fólk hefur mikið til brunns að bera og ólst upp við allt aðrar aðstæður og samfélag en við.“ Daði mælir líka með því að betur sé hugað að því hvað gerist þegar fólk byrjar á vinnustað. „Það er ekki nóg að kaupa leikmann í fótboltalið eða handboltalið. Því kaupunum er fylgt eftir með þjálfun og í atvinnulífinu má mögulega gera betur þar. Starfslýsingar þurfa að vera mjög skýrar og ég myndi alveg mæla með því að stjórnendur velti því vel fyrir sér, hvort þær séu nægilega skýrar. Því fólk þarf að vita til hvers er ætlast og að sama skapi þarf fólk líka að hafa tækifæri á endurgjöf.“ Annað sem Daði nefnir líka er sú leið að nýliðar fái mentora á vinnustöðum. Þannig að þjálfunin sé markviss. „Ég ætla líka að nefna gildi vinnustaða. Því oft hef ég rekist á það þegar ég er með fyrirlestra og spyr fólk hver gildin eru, að fólk veit það ekki. Jafnvel þótt þau séu svo sýnileg að þau blasa við á vegg um leið og maður mætir á staðinn,“ segir Daði en bætir við: „En það er ekki nóg. Ef eitt gildi er til dæmis Virðing, þarf reglulega að skoða það, hvernig þessi virðing lítur út á vinnustaðnum. Felur hún í sér ákveðna framkomu, hegðun, samskipti? Hvað telst góð hegðun og hvað telst slæm hegðun? Og hvernig er vinnustaðurinn að hvetja fólk til að sýna af sér góða hegðun í formi virðingar?“ Aðspurður hvort það sé eitthvað til viðbótar sem Daði vill nefna, með tilliti til atvinnulífs segir hann: „Kannski helst það að fleiri fari að setja meira virði á þá vinnu að vera að vinna fyrir framtíðina. Að undirbúa, rannsaka, velta betur fyrir sér hvað er að fara að gerast og hvernig ætlum við að bregðast við. Þetta er sú þróun sem er mikið að sýna sig í íþróttaheiminum. Sem þýðir þá að það að finna réttu leikmennina er oft eitthvað sem byggir á þessari framtíð; hvers konar leikmenn þarf þá, hvernig verður regluverkið eða annað í umhverfinu og svo framvegis.“
Mannauðsmál Stjórnun Vinnustaðamenning Vinnustaðurinn Tengdar fréttir Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Sigrún Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri Mannauðs, samtaka mannauðsfólks á Íslandi, segir mannauðsmál í heiminum standa á tímamótum. Mikilvægt sé þó að horfa ekki til framtíðar sem fjarlæga ógn, heldur ævintýri sem við mótum saman. 1. október 2025 07:00 SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ „Við vorum alltaf að bregðast ómarkvisst og af handahófi við einhverjum aðstæðum en ákváðum þess í stað að setjast í bílstjórasætið, ákveða á hvaða leið við værum að fara og gefur þannig tækifæri til að forgangsraða og fleira,“ segir Arndís Soffía Sigurðardóttir, aðallögfræðingur Lögregluembættisins á Suðurlandi og verkefnisstjóri innleiðingar nýrrar stefnu hjá embættinu. 17. september 2025 07:01 Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Það hefur löngum verið horft til þess að atvinnulífið geti lært margt af íþróttum. Þar sem þjálfarar blása fólki byr í brjóst, efla liðsheildina og hvetja til dáða svo það er nánast leit að öðru eins. 29. apríl 2025 07:01 Jákvæður stjórnandi getur gert gæfumuninn en fjögur lykilatriði þarf þó til „Við mannfólkið erum yfirleitt fljótari að vinna úr og muna jákvæðar upplýsingar en neikvæðar,“ nefnir Ingrid Kuhlman, leiðbeinandi og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun, sem dæmi um hvers vegna leiðtogar vinnustaða ættu að leggja áherslu á jákvæða forystu. 5. febrúar 2024 07:00 Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „AI er að breyta leiknum en erum við tilbúin?“ spyr Ásdís Eir Símonardóttir sem eftir helgi tekur við starfi forstöðumanns mannauðs og menningar hjá Lyfju. 3. janúar 2025 07:00 Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á „Höfum aldrei þurft að hugsa um þetta áður“ Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Að líða eins og svikara í vinnunni „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Sjá meira
Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Sigrún Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri Mannauðs, samtaka mannauðsfólks á Íslandi, segir mannauðsmál í heiminum standa á tímamótum. Mikilvægt sé þó að horfa ekki til framtíðar sem fjarlæga ógn, heldur ævintýri sem við mótum saman. 1. október 2025 07:00
SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ „Við vorum alltaf að bregðast ómarkvisst og af handahófi við einhverjum aðstæðum en ákváðum þess í stað að setjast í bílstjórasætið, ákveða á hvaða leið við værum að fara og gefur þannig tækifæri til að forgangsraða og fleira,“ segir Arndís Soffía Sigurðardóttir, aðallögfræðingur Lögregluembættisins á Suðurlandi og verkefnisstjóri innleiðingar nýrrar stefnu hjá embættinu. 17. september 2025 07:01
Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Það hefur löngum verið horft til þess að atvinnulífið geti lært margt af íþróttum. Þar sem þjálfarar blása fólki byr í brjóst, efla liðsheildina og hvetja til dáða svo það er nánast leit að öðru eins. 29. apríl 2025 07:01
Jákvæður stjórnandi getur gert gæfumuninn en fjögur lykilatriði þarf þó til „Við mannfólkið erum yfirleitt fljótari að vinna úr og muna jákvæðar upplýsingar en neikvæðar,“ nefnir Ingrid Kuhlman, leiðbeinandi og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun, sem dæmi um hvers vegna leiðtogar vinnustaða ættu að leggja áherslu á jákvæða forystu. 5. febrúar 2024 07:00
Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „AI er að breyta leiknum en erum við tilbúin?“ spyr Ásdís Eir Símonardóttir sem eftir helgi tekur við starfi forstöðumanns mannauðs og menningar hjá Lyfju. 3. janúar 2025 07:00