„Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. september 2025 22:03 Srdjan Tufegdzic, þjálfari Vals, var niðurlútur í leikslok. Vísir/Diego Srdjan Tufegdzic, þjálfari Vals, var eðlilega svekktur í leikslok eftir 2-0 tap liðsins gegn Fram í kvöld. Tapið þýðir að titilvonir Vals eru svo gott sem úr sögunni og liðið er nú án sigurs í síðustu fjórum deildarleikjum. Þar af hefur liðið tapað þremur og gert eitt jafntefli. „Þetta var þungt tap og í rauninni það eina sem hægt er að gera er að óska Fram til hamingju með sigurinn.“ Hann viðurkennir að Fram hafi átt sigurinn skilinn. „Já, ég held það. Heilt yfir í baráttunni sem við erum í þá þarftu að hafa þetta svona extra. Extra hungur, extra vilja, extra baráttu. Það er ekki hægt að segja að við höfum ekki verið að reyna, en ekki með þessu hugarfari sem þú þarft að hafa í þessari baráttu sem þarf í úrslitakeppninni og til að sækja titilinn, því miður.“ „Ég hafði trú á því að við myndum taka næsta skref eftir leikinn á móti Breiðablik. Við héldum þar áfram þrátt fyrir að lenda undir og litum meira út eins og liðið sem við vorum í sumar, en það var því miður ekki til staðar í dag.“ Eins og fram hefur komið var þetta fjórði leikurinn í röð án sigurs hjá Val og þá hefur liðið einnig tapað fjórum af síðustu sex leikjum sínum. Valsmenn eru án margra stórra pósta sem léku með liðinu í sumar, hvort sem það er vegna meiðsla, eða vegna þess að þeir hafa einfaldlega haldið á önnur mið. Túfa segir það vera of stórann bita fyrir liðið að kyngja. „Já, þetta er alltaf mikið áfall. Alveg sama fyrir hvaða hóp. Að missa svona mikilvæga og stóra leikmenn undanfarnar vikur. Þetta hefur áhrif að missa svona gæðaleikmenn út, leikmenn sem voru kannski okkar bestu leikmenn í sumar. En ég hefði samt viljað sjá meiri baráttu hjá mönnum, sem hafði einkennt liðið í sumar. Það vantar þetta extra. Þennan extra meter, þetta extra hlaup inn í teiginn til að mæta fyrirgjöfum, þetta extra hungur sem þarf til að vinna leikinn.“ „Ég hef alltaf haft trú á því sem við erum að gera og síðasti leikur gaf mér enn meiri von um að þetta væri að smella saman aftur, en þetta náðist ekki í dag. Þetta skrifast fyrst og fremst á mig. Ég stend alltaf fyrir framan liðið þegar töpin koma og það verður alltaf þannig. Ég er bara þannig gerður. Við verðum að skoða af hverju okkur vantar þetta extra. Ef þú kemur með það og tapar samt þá verðurðu bara að rétta upp hönd og taka því og verður kannski ekki jafn svekktur og ég er núna.“ Þá viðurkennir Túfa einnig að draumurinn um Íslandsmeistaratitilinn sé svo gott sem farinn. „Það er erfitt fyrir mig núna að hugsa um titilinn. Það er ennþá eitthvað af leikjum eftir, en til að vera með í einhverri baráttu, hvort sem það er um titilinn eða þriðja sæti, þá þurfum við að sýna betri frammistöðu,“ sagði Túda að lokum. Besta deild karla Valur Fram Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Sjá meira
Tapið þýðir að titilvonir Vals eru svo gott sem úr sögunni og liðið er nú án sigurs í síðustu fjórum deildarleikjum. Þar af hefur liðið tapað þremur og gert eitt jafntefli. „Þetta var þungt tap og í rauninni það eina sem hægt er að gera er að óska Fram til hamingju með sigurinn.“ Hann viðurkennir að Fram hafi átt sigurinn skilinn. „Já, ég held það. Heilt yfir í baráttunni sem við erum í þá þarftu að hafa þetta svona extra. Extra hungur, extra vilja, extra baráttu. Það er ekki hægt að segja að við höfum ekki verið að reyna, en ekki með þessu hugarfari sem þú þarft að hafa í þessari baráttu sem þarf í úrslitakeppninni og til að sækja titilinn, því miður.“ „Ég hafði trú á því að við myndum taka næsta skref eftir leikinn á móti Breiðablik. Við héldum þar áfram þrátt fyrir að lenda undir og litum meira út eins og liðið sem við vorum í sumar, en það var því miður ekki til staðar í dag.“ Eins og fram hefur komið var þetta fjórði leikurinn í röð án sigurs hjá Val og þá hefur liðið einnig tapað fjórum af síðustu sex leikjum sínum. Valsmenn eru án margra stórra pósta sem léku með liðinu í sumar, hvort sem það er vegna meiðsla, eða vegna þess að þeir hafa einfaldlega haldið á önnur mið. Túfa segir það vera of stórann bita fyrir liðið að kyngja. „Já, þetta er alltaf mikið áfall. Alveg sama fyrir hvaða hóp. Að missa svona mikilvæga og stóra leikmenn undanfarnar vikur. Þetta hefur áhrif að missa svona gæðaleikmenn út, leikmenn sem voru kannski okkar bestu leikmenn í sumar. En ég hefði samt viljað sjá meiri baráttu hjá mönnum, sem hafði einkennt liðið í sumar. Það vantar þetta extra. Þennan extra meter, þetta extra hlaup inn í teiginn til að mæta fyrirgjöfum, þetta extra hungur sem þarf til að vinna leikinn.“ „Ég hef alltaf haft trú á því sem við erum að gera og síðasti leikur gaf mér enn meiri von um að þetta væri að smella saman aftur, en þetta náðist ekki í dag. Þetta skrifast fyrst og fremst á mig. Ég stend alltaf fyrir framan liðið þegar töpin koma og það verður alltaf þannig. Ég er bara þannig gerður. Við verðum að skoða af hverju okkur vantar þetta extra. Ef þú kemur með það og tapar samt þá verðurðu bara að rétta upp hönd og taka því og verður kannski ekki jafn svekktur og ég er núna.“ Þá viðurkennir Túfa einnig að draumurinn um Íslandsmeistaratitilinn sé svo gott sem farinn. „Það er erfitt fyrir mig núna að hugsa um titilinn. Það er ennþá eitthvað af leikjum eftir, en til að vera með í einhverri baráttu, hvort sem það er um titilinn eða þriðja sæti, þá þurfum við að sýna betri frammistöðu,“ sagði Túda að lokum.
Besta deild karla Valur Fram Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Sjá meira