Golf

Banda­ríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann

Siggeir Ævarsson skrifar
Liðsmenn bandaríska liðsins meta stöðuna í dag. Fyrirliðinn Keegan Bradley, varafyrirliðinn Brandt Snedeker og varafyrirliðinn Kevin Kisner.
Liðsmenn bandaríska liðsins meta stöðuna í dag. Fyrirliðinn Keegan Bradley, varafyrirliðinn Brandt Snedeker og varafyrirliðinn Kevin Kisner. Vísir/Getty

Lokahnykkur Ryder-bikarins er nú í fullum gangi þar sem kylfingarnir mætast í einmenningi. Bandaríkin leiða í fimm einvígum af ellefu þegar þetta er skrifað.

Evrópuliðið var með gott forskot þegar keppni hófst í dag, 11 og hálfan vinning gegn fjórum og hálfum en staðan er núna 5-12.

Þrátt fyrir að Bandaríkjamennirnir hafi spilað vel í dag og leiði í einmenningnum þurfa þeir á einhverskonar kraftaverki að halda til að snúa mótinu við. Ef mótinu lýkur með jafntefli halda Evrópumenn bikarnum þannig að þeim dugir að vinna tvö einvígi í kvöld.

Það er þó nóg eftir að golfi en þeir kylfingar sem eru komnir lengst eru eiga tvær holur eftir af átján. Að vanda hefur verið boðið upp á glæsileg tilþrif í dag eins og þetta högg sem Justin Thomas sló.

Ryder-bikarinn er í beinni útsendingu á Sýn Sport 4




Fleiri fréttir

Sjá meira


×