Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 28. september 2025 11:24 Það gæti brugðið til beggja vona. AP Moldóvar ganga til þingkosninga í dag og að sögn sitjandi forseta er framtíð lýðræðis í landinu undir. Skoðanakannanir gefa til kynna að stjórn Evrópusinna og standi hnífjafnt en stjórnarandstaðan hefur verið sökuð um að þiggja tugi milljarða króna af Rússum. Mikið hefur gustað um stjórnarandstöðuna í aðdraganda kosninganna sem samanstendur af bandalagi kommúnista og sósíalista og Sigurflokks Ilan Șor, auðjöfurs með sterk tengsl við Rússland. Honum hefur ítrekað verið meinað að bjóða sig fram en hann hefur verið dæmdur fyrir umfangsmikil fjársvik og að skipuleggja valdarán árið 2023. Rússar ausi fjármagni á stjórnarandstöðuna Vasile Ursachi, blaðamaður hjá moldóvska vikuritinu Ziarul de Gardă, segir ómögulegt að segja til um hverjar niðurstöðurnar verði en að ljóst sé að óstöðugleiki sé framundan. „Það er mjög mikið í húfi vegna þess að Rússland hefur varið um þrjú hundruð milljón evrum í að kaupa atkvæði og í áróður á samfélagsmiðlum. Rússar vilja stýra Moldóvu og kynda undir óstöðugleika á svæðinu,“ segir Vasile. Hann segir Rússlandssinnaða flokk Ilans Șor glæpasamtök en stefna hins síðarnefnda byggir á að Rússland innlimi Moldóvu. „Mestöll stjórnarandstaðan er með sterk bönd við Rússland. Leiðtogar stjórnarandstöðuna hafa oft farið til Moskvu á fund rússneskra embættismanna. Svo hefur sumum flokkum verið meinað að bjóða fram vegna þess að lögregla og ákæruvaldið búa yfir upplýsingum um að meintar fjárhæðir sem þeir vörðu í aðdraganda kosninganna séu tengdar glæpasamtökum Ilans Șor. Hann er óligarki, býr í Moskvu og fer fyrir glæpasamtökum sem vilja þétta bönd Moldóvu við Rússland,“ segir Vasile. Óeirðir sama hvað Hversu jafnt er í skoðanakönnunum? „Það er hnífjafnt að ég tel. Munurinn á fylginu er á bilinu eitt til tvö prósent. Ég held að enginn viti í raun hverjar niðurstöðurnar verði.“ „Ég held að það verði mikill óstöðugleiki í kjölfar kosninganna. Því við vitum að stjórnarandstaðan með tengingar í Rússlandi hafa skipulagt mótmæli og lögreglan hefur verið að rannsaka hópa í Moldóvu sem hafa verið þjálfaðir í Serbíu í að kynda undir óeirðir. Ef Evrópuflokkarnir vinna, þýðir það ekki að stöðugleiki náist á næstu vikum. Þetta eru mjög erfiðir tímar fyrir þjóðina,“ segir Vasile. Moldóva Rússland Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Sjá meira
Mikið hefur gustað um stjórnarandstöðuna í aðdraganda kosninganna sem samanstendur af bandalagi kommúnista og sósíalista og Sigurflokks Ilan Șor, auðjöfurs með sterk tengsl við Rússland. Honum hefur ítrekað verið meinað að bjóða sig fram en hann hefur verið dæmdur fyrir umfangsmikil fjársvik og að skipuleggja valdarán árið 2023. Rússar ausi fjármagni á stjórnarandstöðuna Vasile Ursachi, blaðamaður hjá moldóvska vikuritinu Ziarul de Gardă, segir ómögulegt að segja til um hverjar niðurstöðurnar verði en að ljóst sé að óstöðugleiki sé framundan. „Það er mjög mikið í húfi vegna þess að Rússland hefur varið um þrjú hundruð milljón evrum í að kaupa atkvæði og í áróður á samfélagsmiðlum. Rússar vilja stýra Moldóvu og kynda undir óstöðugleika á svæðinu,“ segir Vasile. Hann segir Rússlandssinnaða flokk Ilans Șor glæpasamtök en stefna hins síðarnefnda byggir á að Rússland innlimi Moldóvu. „Mestöll stjórnarandstaðan er með sterk bönd við Rússland. Leiðtogar stjórnarandstöðuna hafa oft farið til Moskvu á fund rússneskra embættismanna. Svo hefur sumum flokkum verið meinað að bjóða fram vegna þess að lögregla og ákæruvaldið búa yfir upplýsingum um að meintar fjárhæðir sem þeir vörðu í aðdraganda kosninganna séu tengdar glæpasamtökum Ilans Șor. Hann er óligarki, býr í Moskvu og fer fyrir glæpasamtökum sem vilja þétta bönd Moldóvu við Rússland,“ segir Vasile. Óeirðir sama hvað Hversu jafnt er í skoðanakönnunum? „Það er hnífjafnt að ég tel. Munurinn á fylginu er á bilinu eitt til tvö prósent. Ég held að enginn viti í raun hverjar niðurstöðurnar verði.“ „Ég held að það verði mikill óstöðugleiki í kjölfar kosninganna. Því við vitum að stjórnarandstaðan með tengingar í Rússlandi hafa skipulagt mótmæli og lögreglan hefur verið að rannsaka hópa í Moldóvu sem hafa verið þjálfaðir í Serbíu í að kynda undir óeirðir. Ef Evrópuflokkarnir vinna, þýðir það ekki að stöðugleiki náist á næstu vikum. Þetta eru mjög erfiðir tímar fyrir þjóðina,“ segir Vasile.
Moldóva Rússland Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila